Fylkir


Fylkir - 03.11.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 03.11.1967, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis* flokksini 19. árgangur. Vestmannaeyjum, 3. nóvember 1967 30. tölublað Um undirbúning að hœgri umferð Sá dagur nálgast nú óðum, þegar lög taka gildi um hægri umferð, og verða menn að beygja sig fyr- ir því hvort sem þeim líkar betur eða verr. Undirbúa þarf þessa breytingu vel og gera þarf allt sem unnt er til að forða slysum. Undirbúningur inn er mikið starf og útheimtir því töluverðan tíma, ef vel á að tak- ast. Víða á landinu er undirbúningur hafinn og sumsstaðar kominn á lokastig. Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar lagði til, að verklegum fram kvæmdum yrði lokið á s.l. sumri. í febrúar s.l. sendi framkvæmda- nefndin bréf til bæjarstjóra, með ósk um upplýsingar varðandi þörf á umferðarmerkjum vegna breyt- ingarinnar, óskað var eftir svari sem fyrst. Mér undirrituðum, var falið að svara bréfinu, en þar sem ég taldi að gera þyrfti breytingar á vega- kerfinu, sem hefðu grundvallará- hrif á umferðina, gerði ég tillögur til bæjarráðs þar að lútandi. S.l. sumar, hafði mér ekkert borizt varðandi þessar tillögur mínar og treysti ég mér ekki til að svara um ræddu bréfi og endursendi það aft ur til bæjarstjóra. Síðan mun bæjarráð hafa sam- þykkt aðra tillögu mína, fyrir sitt leyti, en hafnað hinni. Skipulags- stjóri ríkisins mun síðan hafa hafn að þeirri tillögu en samþykkt hina. Mér er ekki kunnugt um annað, en málin standi þannig nú og enginn undirbúningur hafinn. Fulltrúi skipulagsstjóra kom hér fyrir stuttu, með tillögu að fram- tíðar skipulagningu á gatnakerfinu. Það skipulag tel ég ekki raunhæft í dag, því þar í eru götur sem ekki eru fyrir hendi nú og efast ég um að þær verði komnar í gagn- ið fyrir vorið. Ekki efast eg um getu þessara manna til að skipu- leggja gatnakerfið en erfitt er fyrir mann þótt hann hafi skroppið hing að leysa úr vandamálum eingöngu með uppdrátt við að styðjast. Menn sem aka hér um göturnar daglega, reka sig sífellt á hvar helst er úr- bóta þörf og ætti því að taka fullt tillit til þeirra. Eg hefi lagt töluverða vinnu í, kauplaust og óbeðinn, að skipu— leggja umferð hér í bænum, fyrir væntanlega hægri umferð, taldi ég að þar í fælist, lausn á ýmsum vandamálum, sem við höfum nú við að stríða og koma til með að skapast við væntanlega breytingu. Þetta skipulag mitt, var frábrugð- ið skipulagi fulltrúans, og því hefi ég ekki sinnt frekar. Umferðinni hér í bænum var breytt á s.l. ári og verður breytt n. k. vor. Þá breytingu þarf að vanda vel, þannig að ekki þurfi að koma til enn einnar breytingar, þar sem hver breyting hefur i för með sér hættu og óþægindi fyrir vegfar- endur. Eg hefi farið fram á að hér yrði skipuð umferðarnefnd, en að því er ég bezt veit, hefur hún ekki verið skipuð enn. Óhæfa er að láta kylfu ráða kasti, þegar annars vegar getur verið um mannslíf að ræða. Guðmundur Guðmundsson. (yfirlögregluþjónn). Hin nýja stærðíræði Hann er þungt hugsi, reikni- meistarinn á myndinni. Ef til vill á hann eftir að reikna út seinna meir hin flóknu dæmi tæknialdarinnar, og ef til vill er hann að hugsa um hina nýju stærðfræði, sem Guðmundur Arnlaugsson hefur undanfarið kynnt í sjónvarpinu. Já, vel á minnzt, nú í haust var cinmitt haldið námskeið fyrir kennara í hinni nýju stærð fræði og var það auðvitað hald ið í höfuðstaðnum. Námskeið þetta kostaði islenzka ríkið. Fyrirspurnir bárust, meðal annars héðan frá Vestmanna- eyjum, og óskir frá kennurum um að mega taka þátt í nám- skeiðinu. Og svarið var, að þetta námskeið væri aðeins ætl að kennurum í Reykjavík og nágrenni hennar. Því spyrjum við: . Hvenær urðu Reykvíkingar rétthærri til að sækja opinber námskeið en aðrir? Og undir hvern heyra þessi mál? Væri ekki rétt, að Fræðsluráð bæjarins, eða aðrir þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli, létu sig þetta mál ein- hverju skipta? Þetta er í það minnsta ekki rétta aðferðin til að viðhalda jafnvægi í byggð landsins.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.