Fylkir


Fylkir - 10.11.1967, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.11.1967, Blaðsíða 1
VATNSLEYSI 7itjr Jsláfur NevðarósLand er ríkjandi í vatnsmálunum. Salt- vatn er það eina, sem fæst. Skjótra úrbóta er þörf. Um það hefur margoft verið rætt bæði hér í blaðinu og annarsstað- ar, að Vestmannaeyingar eiga við algera sérstöðu að búa, hvað snert- ir aðstöðu til öflun neyzluvatns. Er sú aðstaða, sem búið er við í dag hin allra frumstæðasta, sem mun þekkjast, þ.e. söfnun rigning- arvatns. Úr þessu mun þó rætast KIWANISKLÚBBUR í EYJUM Hinn 28. október var hátíðleg haldin stofnun hins nýja Kiwanis- klúbb's hér í Vestmannaeyjum. Hef ur klúbbnum verið gefið nafnið Helgafell. Hófst hátíðin með borð- haldi. Hóf þetta sátu um 80 manns en úr Reykjavík voru mættir 18 Kiwanisfélagar ásamt konum sín- um. Einar Jónsson, umdæmisstjóri Kiwanis á Norðurlöndum, afhenti fullgildingarskjalið. Ávörp fluttu við þetta tækifæri Magnús Magnús son, bæjarstjóri, Heiðmundur Sig- urmundsson, formaður Akóges og sr. Þorsteinn L. Jónsson, forseti Rotaryklúbbs Vestmannaeyja. Enn- fremur voru fluttar kveðjur frá Kiwanisklúbbunum tveimur í Reykjavík, Heklu og Kötlu, en Helgafell er þriðji klúbburinn sinn ar tegundar sem stofnaður er hér á landi. 26 félagar eru starfandi í hin- um nýja klúbbi, en tala klúbba þessara um allan heim mun vera um 6000. Stjórn Kiwanisklúbbsins Helga- fells skipa þessir menn: Garðar Sveinsson, Guðmundur Guðmunds- son, Tryggvi Jónasson, Gunnlaug- ur Axelsson, Bárður Auðunsson og Aðalsteinn Sigurjónsson. innan nokkurra ára með tilkomu hinnar nýju leiðslu frá fastaland- inu. En þessi ágæta leiðsla er bara ekki komin í gagnið ennþá og Vest mannaeyingar fá ekki svalað þorsta sínum með umtali og skjalli um hana og ágæti hennar. Þegar þetta er ritað, hefur ekki komið dropi úr lofti langan tíma og mörg heimili í bænum hafa á þessum tima orðið vatnslaus. Hefur þá orðið að grípa til þess ráðs að panta vatn á tankbílum, en það er þó orðin hin mesta neyðarráðstöf- un nú orðið. Vægast sagt er ekki hægt að leggja sér það vatn til munns nú orðið sakir saltmengun- ar. í það minnsta er alls ekki hægt að slökkva þorstann með þessu vatni, hann ágerist heldur en hitt við þær tilraunir. í sannleika sagt er notagildi þessa vatns heldur lítið, allir kannast við kaffið, sem reynt er til að hella upp á með því. Húsmæður kvarta yfir því að þurfa að þvo úr þessu vatni, og svona mætti áfram telja. I raun og veru er vatn þetta ein ungis til þess hæft að skola með því sálerni, og til annars óhæft. Það er sem sagt ófremdarástand, sem ríkir í þessum málum í dag, og þegar ófremdarástand ríkir, verður að leysa það með einhverj- um ráðum. Fyrrverandi bæjar- stjórn leysti þetta vandamál, þeg- ar það skaut upp kollinum um ár- ið, með því að fá hingað flutt vatn með skipum, og bætti með því úr mestu vandræðunum. Ef núver- andi bæjarstjórn hefur ekki kom- ið auga á þennan möguleika, er hér með bent á hann. Bæjarbúar hreinlega heimta, að bæjarstjórnin geri sér grein fyrir þeim vanda, sem nú er í vatnsmálunum, en treysti ekki eingöngu á haust- rigningarnar. S. J. Nýtt fiskiskip hefur bætzt í flota Vestmannaeyinga. Er það hinn nýi ísleifur, sem byggður hefur verið fyrir Ársæl Sveinsson, útgerðarmann. Hinn nýi ísleifur er smíðaður há Skaalurens Skips- byggeri í Rosendal, en það fyrirtæki hefur áður smíðað 5 báta fyrir íslenzka aðila. ísleifur er búinn öllum fullkomnustu tækjiun, sem völ er á. Aðalvél er um 660 hestöfl og er ganghraði bátsins 11,5 mílur á klst. íbúðir áhafnar eru hinar vönduðustu, og eru þar níu klefar fyrir 15 manns. ísleifur er fimmti bátur Ársæls, sem ber þetta nafn og verða nú fjórir ísleifar gerðir héðan út, en ísleifi gamla hefur nú verið lagt, enda kominn til ára sinna um fimmtíu ára gamall. Mikil happasæld hefur ávallt fylgt þessu bátsnafni, og er þess að óska, að svo verði einnig nú.. Skipstjóri á ísleifi verður Gunnar Jónsson. Þótt árin færist yfir kempuna Ársæl Sveinsson, er samt engan bilbug á honum að finna, og er hann ennþá lífið og sálin í útgerðinni og gefur yngri mönnum ekkert eftir að neinu leyti. Þetta nýja framlag hans til eflingar aðalatvinnuvegi þjóðarinnr ber þess sannan og órækan vott, að hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta í út- gerðinni. Megi hans sem lengst og bezt njóta við. Að endingu vill Fylkir árna Ársæli allra heilla með hið nýja skip og óskar þes,s að það megi í engu verða eft- irbátur hinna fyrri nafna sinna.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.