Fylkir


Fylkir - 10.11.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 10.11.1967, Blaðsíða 4
Veðráttan: Það er vetrarlegt um að litast þessa dagana. Hvöss suð- vestan átt, og snjóél af og til. Sjó- menn vona að eitthvað verði líf- legra yfir aflabrögðum þegar næst verður komist á sjó. Það er nú svo, að oft er meira um fisk eftir suð- vestan og sunnanáttir. Sjómenn telja sem sé til bóta, að „hann” rusli dálítið til, eins og þeir orða það, einkum eftir langvarandi stað viðri. Línubátarnir: Sjóveður var hjá línubátunum seinnipart fyrri viku óg á mánudag og þriðjudag í þess- ari viku. Afli var yfirleitt sára- tregur, almennast 2-3 tonn í róðri, ’nema há Sigurgeiri á Lundanum, hjá honum var aflinn um og yfir 6 tonn í tveim seinustu róðrunum. Bátur og bátur hefur róið á ýsu- slóðina hér inn og vestur, en sama og ekkert fengið. Þó ekki sé því að leyna að aðeins er þar líflegra heldur en fyrst í haust. En ýsan sem fengist hefur er smá og þar- afleiðandi erfið í vinnslu. Trollið: Það er alveg þurrt hjá trollbátunum. Nær alveg sama hvar reynt er. Eru nú margir skip- stjórar að tala um að hætta í bili. 'Ætla að sjá til þar til í næsta mán uði. Oft er að fiskur gengur með desember. Síldin: Lítið berst ennþá af síld- inni. Gjafar kom hingað s.l. laug- ardag með um 1500 tunnur. Var sú síld úr Jökuldjúpinu og fór öll í frystingu. Á þriðjudag kom svo ísleifur IV. og Halkion með síld úr Breiðamerkurdýpinu. Var sú síld misjöfn, en lakari úr Halkion. Annars er nýting á síldinni svona 55 _ 65%. Rússar: Það vakti nokkra athygli „niður við sjó” á miðvikudag að sjá tvö rússnesk skip liggja hér við festar. Var hér um að ræða, dráttarskip og „reknetara”. Var reknetabáturinn eitthvað bilaður, og hafði dráttarbáturinn dregið hann hingað til viðgerðar af síld- armiðunum fyrir Austurlandi. Rek netabáturinn hélt úr höfn í fyrra- dag, en dráttar- og eftirlitsskip var í höfninni í gær. Nýtt skip: Það stóðu nokkrir menn í hóp inn á bólverkinu í Friðar- höfn og voru að virða fyrir sér hið nýja og glæsilega skip, „fs- leif” VE 63, er komið hafði hingað til Eyja sl. þriðjudagskvöld. Menn- irnir voru að dázt að hinum fall- egu „línum” í skipinu og satt var það, að þarna lá fallegur farkostur. Eg brá mér svo um borð og hitti skipstjórann, Gunnar Jónsson, að máli. Gunnar var ekkert nema ljúf mennskan og leiddi mig um skip- ið og sýndi mér og fræddi um það Veiztu þetta? Fjölmörg svör bárust við verðlaunasamkeppninni, sem stofnað var til milli barna og unglinga hér í blaðinu, og var var í gær dregið úr réttum lausnum en mikill meiri- hluti lausnanna var réttur. Rétt svör voru þessi: 1. Herjólfur Bárðarson, Herjólfsdal. 2. Tyrkjaránið. 3. írlandi. Dregið var um þrenn bókaverðlaun, og komu upp þessi nöfn: Friðrik Friðriksson, Grænuhlíð 7. Jón Bernódusson, Kirkjuvegi 11. Jón I. Ólafsson, Landagötu 24. Verðlaunahafarnir mega vitja verðlauna sinna að Vestmannabraut 53. Um leið og Fylkir óskar þeim til hamingju með verðlaunin, óskar hann þess, að þau verði í framtíðinni jafn áhugasöm um sögu Eyjanna og þessi árangur þeirra ber vitni. ÁRSHÁTÍÐ Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda verður haldin í Samkomuhúsinu, laugardaginn 11. nóvem- ber og hefst kl. 7 e.h. með borðhaldi. Aðgöngumiðasala í Samkomuhúsinu, fimmtudag og föstu- dag frá klukkan 4—7. Stjórnin. ÞOTUSLEÐAR 2 stærðir. HARALDUR EIRÍKSSON H. F. sem mig fýsti. Skipið er byggt í Rosendal í Noregi, er um 300 smá- lestir að stærð og aðalvél er af Stork gerð, tæplega 700 hestöfl. Siglinga- og fiskleitartæki eru af nýjustu og beztu gerð. Athygli mína vakti, hve mannaíbúðir eru smekklegar og rúmgóðar og sann- arlega er ánægjulegt til þess að vita hve aðbúnaður skipshafnar er góður og um hve mikla framför er að ræða á þessu sviði á tiltölu- lega fáum árum. Aðspurður sagði Gunnar, að skipið hefði reynzt vel á heimleið. Þeir hefðu hreppt vonzkuveður í sólarhring og hefði þá reynt á sjóhæfni skipsins og það „klárað” sig vel. Sérstök ástæða finnst mér til þess að óska hinum aldna sægarpi og útgerðarmanni, Ársæli Sveins- syni, eiganda þessa fallega skips, til hamingu með það. Það er ekki lítið átak er til þarf að láta smíða skip, sem þetta, og ber vott um stórhug og sýnir að Ársæll ætlar ekki að gera það endasleppt á þeirri braut er hann hefur gengið, braut útgerðar og athafna. Megi skipi og skipshöfn vel farnast, skip ið reynast aflasælt og verða eig- endum og skipshöfn og þá um leið bæjarfélaginu til hagsældar. Bj. Guðm. FONDURNAMSKEIÐ Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló, hefur efnt til föndurnámskeiðs fyr ir meðlimi sína. Hófst það s.l. þriðjudagskvöld í Samkomuhúsinu. Stendur námskeiðið til jóla og er í tvær og hálfa klukkustund ann an hvern þriðjudag. Kennari er frú Sólveig Karlsdóttir. Það var reglulega ánægjulegt að líta inn á námskeiðið á þriðjudagskvöldið. Þarna var þéttsetinn bekkur og sagði formaður Eyglóar, frú Gerð- ur Tómasdóttir, að færri konur hefðu komist að á fyrsta námskeið inu en vildu. 'Meiningin er að á fyrsta námskeiðinu verði kennslan nokkuð sniðin með tilliti til jóla- 'undirbúnings, það er að kenndar verða ýmsar jólaskreytingar og því um líkt. Landakirkja: Messað næstkomandi sunnudag kl. 2 e. h. Séra Jóhann Hlíðar pred- ikar. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. Betel: Almenn samkoma næstkomandi sunnudag kl. 4,30. Sunnudagaskóli kl. 1 e.h. Ljósmyndasýning: Nýr og áður óþekktur þáttur í menningarlífi okkar Vestmannaey- inga hefur skotið upp kollinum. 'L j ósmyndasýningar eru haldnar með fárra daga millibili. Nýlokið fer sýningu Gísla Fr. Johnsen, sem að vísu var mjög umdeild, enda mátti margt að henni finna. Voru ékki allir á eitt sáttir um fram- kvæmd þeirrar sýningar. Nú í kvöld verður aftur opnuð sýning á vegum flokks, sem nefn- ir sig „Kontrast”, en flokkinn skipa þeir Sigurgeir Jónasson, Páll Stein grímsson, Ingólfur Guðjónsson, Ólafur Gunnarsson og Torfi Har- aldsson. Allt eru það svart hvítar myndir, sem þeir sýna, og eru myndirnar með ýmsum tilþrifum gerðar og skemmtileg blæbrigði, er náðst hafa í mörgum þeirra. Marg- ar myndanna jaðra við það að fara út í hið abstrakta, en það sýnir bezt hvílíkt furðutæki ljósmynda- vélin er. Eftir að hafa augum litið sýn- ingu þessa er tvímælalaust hægt að mæla með henni. Kontrast-hópur- inn hefur hér sýnt, að í Vestmanna eyum eru til þeir menn, sem hafa næmt auga fyrir öllum þeim fjöl- breytileika, sem jafnvel hinn al- gráasti hversdagsleiki getur leynt með sér. Þessi sýning er listræn að uppsetningu og ber höfundum sínum gott vitni um vandvirkni og jákvæða aðlögun að viðfangsefn- unum. Hér er á ferðinni sýning, er fólk ætti að sá. Hún er í Akóges-húsinu og verð- ur opin frá morgundeginum að telja og til miðvikudags. Tíl SÖlu. Slides sýningarvél, sjálfvirk. Upplýsingar í síma 1148. Bingó — Bingó — Bingó Hin vinsælu Týs-bingó, hefast n. k. sunnudag. — Aðalvinningar: Frystikista, sjálfvirk þvottavél, radiofónn, eða húsgögn fyrir 15.000 krónur í eigin vali. Aukavinningur: Hrærivél. Allt eigulegir vinningar. í hléinu verður tízkusýning. Æsku- fólk sýnir tízkuföt. — Kvenfatnað- ur frá Bjarma. — Herraföt frá AI- föt. — Módelskór frá Axel Ó. Lár- ussyni. Bingóið hefst stundvíslega kl. 3 e. h. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ TÝR.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.