Fylkir


Fylkir - 17.11.1967, Blaðsíða 4

Fylkir - 17.11.1967, Blaðsíða 4
Veðráttan: Það hefur sannarlega verið erfið veðrátta til sjávarins þessa vikuna. Segja má að vikan hafi verið eitt samfellt rok. Fyrst á norðan, en svo á suðvestan. Sjó- sókn var því eðlilega mjög lítil t. d. komust línubátarnir aðeins tvisv ar á sjó í vikunni. Botnvörpubátarnir: Það er dauft yfir hjá togbátunum þessa dagana. Fyrir það fyrsta er það ótíðin, er hamlar og í annan staðinn er, að þegar eitthvað útskot er, þá er ekki „bein” að fá. Það eina sem ég hefi heyrt talað um, og eitthvað kveður að er hjá Andvara, land- aði um 20 tonnum núna í vikunni. Línubátarnir: Á sjó komust línu- bátarnir aðeins tvisvar í þessari viku. Og ekki höfðu þeir erindi sem erfiði, þar sem aflinn var sára tregur. Rétt um 2 tonn hjá flest- um. Eins og nú horfir virðist línu- útgerðin í haust ætla að misheppn- ast með öllu. Fiska bátarnir rétt fyrir mannakaupinu, en hafa þá ekkert upp í allan annan kostnað, olíu, beitu, tryggingar, og veiðar- færi„ svo að einhverjir af helztu kostnaðarliðunum séu nefndir. Erf- iðleikar línuútgerðar á þessu hausti stafa fyrst og fremst af tvennu, aflatregðu og erfiðu tíðar- fari. Aflinn í haust er t.d. mun minni heldur en hann var í fyrra- haust. Er útlit fyrir að það verði ekki margir, er gera út á línu að hausti. Er það mjög slæmt, þar sem að línuútgerð er í atvinnulegu til- liti um margt fremri annarri út- gerð, línufiskur er bezta hráefnið til vinnslu og svo mætti lengi telja. Síldin: Aðeins er að færast líf í síldarverkunina i bænum. Núna í vikunni bárust hingað um 1100 lestir og má segja að það sé það fyrsta er hingað berst af síld er eitthvað um munar. Þessi síld er veidd nær eingöngu í Breiðamerk- urdýpinu. Er síldin misjöfn að stærð, en nokkuð jöfn að gæðum. Reynt er að verka eins mikið eins og hægt er, og fer síldin í söltun, flökun og heilfrystingu. Ekki er vitað hve há meðalnýting er en tæpast er það mikið yfir 60%. Tvær „stöðvar” eru byrjaðar á síldarsöltun, ísfélagið og Fiskiðjan. Nemur söltunin hjá þessum tveim fyrirtækjum um 1000 tunnum. Gert er ráð fyrir að Vinnslustöðin og Hraðfrystistöðin hefji söltun núna eftir helgina. Útlit og horfur: Ekki horfir væn lega fyrir útgerð og fiskverkun núna á þessum seinustu mánuðum ársins og allt er í óvissu um hvort hægt verður að hefja rekstur með eðlilegum hætti í þessum atvinnu- greinum um áramótin. Bæði innan Aðalfundur Þórs Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs var haldinn sunnudaginn 12. nóv. s. 1. í Akóges-húsinu. Fundinn setti fráfarandi formað- ur Þórs, Alexander Guðmundsson og flutti hann síðan skýrslu stjórn- ar og ræddi félagsmálin og í. B. V. vítt og breytt. Fram kom í skýrsl- unni að starfið hafði gefið góðan árangur á ýmsum sviðum t.d. fór knattspyrnuflokkur frá félaginu í keppnisför til Danmerkur, síðast- liðið sumar og varð ferðin félag- inu og drengjunum sjálfum til mik ils sóma. Kolbrún Kolbeinsdóttir, tók þátt í þríþrautarkeppni á veg- um F. R. í. Þetta var landskeppni og sigraði hún í sínum aldursflokki og hlaut í verðlaun flugferð til Grænlands með F. í. Handknatt- leiksstúlkur Þórs stóðu sig mjög vel á liðnu ári. Þær kepptu á ís- landsmóti innanhúss í 2. fl. vetur- inn 1967 og gerðu tvö jafntefli og unnu tvo leiki. í sumar stóðu þær sig enn betur og komust í úrslit í 2. flokki kv. utanhúss, en töpuðu þeim leik fyrir Val, einnig mætti minnast á allmikill kraftur kom í glímuna og vonandi að hún eigi enn eftir að dafna. Þá las gjaldkeri upp endurskoð- aða reikninga félagsins og sýndu þeir allsæmilegan fjárhag. Að því loknu voru skýrslur formanns og gjaldkera samþykktar athuga- semdalaust. Síðan fór fram stjórnarkosning og voru þessir menn kjörnir í stjórn: Formaður: Jón Kr. Óskarsson, vara-form.: Jóhann Guðmundsson, ritari: Birgir Jóhannsson, gjaldkeri: Gísli Valtýsson, meðstjórnendur: Kristmann Karls- son og Sigursteinn Marinósson. Að lokinni stjórnarkosningu var orðið gefið laust, og urðu miklar umræður um mál félagsins og í- þróttabandalagsins. Þá kom og fram eftirfarandi tillaga, sem sam- þykkt var í einu hljóði: Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs, sem haldinn var sunnudaginn 12. nóvember 1967, fer fram á við Bæj arstjórn Vestmannaeyja, að hún vinni ötullega að því að flóðlýsingu verði komið fyrir á íþróttasvæðinu við Löngulág, og jafnframt að hún vinni að því, að íþróttasvæðin verði afgirt sem allra fyrst, þar sem fund urinn telur núverandi ástand í þeim málum algjörlega óviðunandi. Aðalfundur Kjördæmisráðs Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálf stæðismanna í Suðurlandskjör- dæmi var haldinn s.l. sunnudag 12. þ.m. í Vík í Mýrdal. Formaður Kjördæmisráðs, Jón Þorgilsson, Hellu, setti fundinn og tilnefndi sem fundarstjóra, Einar Oddsson, sýslumann í Vík, en fundarritara, Hálfdán Guðmundsson, verzlunar- stjóra, Vík. Formaður Kjördæmisráðs gaf fundinum skýrslu um starf ráðsins á s.l. starfsári. Hófust síðan um- ræður um skýrsluna og flokksmál yfirleitt. Var meðal annars rætt um blað flokksins í Suðurlands- kjördæmi, Suðurland. Þá var og rætt um húskaup flokksins í kjör- samtaka fiskverkanda og útgerðar- manna, eru starfandi nefndir er hafa það hlutverk að ræða við rík- isstjórnina um vandann og reyna að finna á honum lausn. Viðræður þessar eru rétt komnar af byrjun- arstigi og er því á þessu stigi máls ekki unnt að segja um hvern ár- angur þær bera. En ekki er því að leyna að þunglega horfir og mörgum manninum finnst að nokk uð skorti á að nægilegur skilning- ur sé fyTÍr hendi hjá valdhöfunum á þeim erfiðleikum er útgerð og fiskverkun á við að stríða. Bj. Guðm. dæminu. Tóku margir fundarmenn til máls um þessi mál yfirleitt. Að loknum 1 þessum umræðum flutti Ingólfur Jónsson, samgöngumála- ráðherra ræðu um viðhorf ríkis ■ stórnarinnar til hinna ýmsu vanda mála á sviðum efnahagslifsins. í stórn Kjördæmisráðsins voru kosnir, Jón Þorgilsson, Hellu for- maður og meðstjórnendur: Björn Guðmundsson, Vestmanna- eyjum; Siggeir Björnsson, Hoiti, Síðu; Óli Þ. Guðbjartsson, Selfossi: og Lárus Ág. Gíslason, Miðhúsum, Rang. Til sölu! vel með farin RAFHA-eldavél, einnig barna rimlarúm. Upplýsingar í síma 1648. Landakirkja. Messað næstkomandi sunnudag, klukkan 2 eftir hádegi. Séra Jó- hann Hlíðar, predikar. Barnaguðsþjónusta klukkan 11 fyrir hádegi. Betel. Almenn samkoma klukkan 4,30, næstkomandi sunnudag. Sunnu- dagaskóli klukkan 1 eftir hádegi. BAZAR. Systrafélagið „Alfa” verður með bazar n.k. sunnudag kl. 15,30, í Barnaskóla Aðventista við Breka- stíg. Margt eigulegt mun verða þar á boðstólum að venju. Kvikmyndasýning. Kvikmyndasýning verður í Al- þýðuhúsinu í dag kl. 6. Sýndar verða m.a. myndir úr ensku deild- arkeppninni. Aðgangur er ókeypis. Hálka Bæjarstjórnin okkar er bless- unarlega spör á fé til flestra þarfa. Til dæmis mun það hafa þótt of mikill kostnaður sem fylgdi því að dreifa sandi á gangstéttir til að draga úr hálku. Að minnsta kosti urðu menn ekki varir við slikar framkvæmdir nú á dögunum, enda þótt ærin ástæða hefði verið. En þetta heyrir ef til vill undir eftirvinnu og þá þarf víst ekki frekar að spyrja. Annars hafa orðið tvö alvarleg slys nú í hálkunni með stuttu millibili, hverju sem það má um kenna. Sennilega þarf það þriðja, til að stugga við bæjarstjórn- inni. Suðaustan fjórtún í Lesbók Morgunblaðsins 12. nóv. s.l. er prentaður upp kafli úr bók Jökuls Jakobssonar „Suðaustan fjórtán”. Undirritaður hefir ekki lesið bókina, en hann kemur mikið við sögu í því sem endurprentað er í lesbókinni. Verulegar rang- færslur eru í kaflanum og sumar meinlegar. Tvær skipta öllu máli og þurfa leiðréttinga við: Árásin á Fróða gerðist ekki ár- ið 1942 heldur 1941. Páll Þorbjörnsson var ekki skip- stjóri á Skaftfelling, þegar þeir mættu Fróða. Skipstjóri var Ás- geir Ásgeirsson. Stýrimaður var Páll Þorbjörnsson. Vestmannaeyjum 15. nóv. 1967. Páll Þorbjörnsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.