Fylkir


Fylkir - 24.11.1967, Side 1

Fylkir - 24.11.1967, Side 1
Rannsókn á Skermálinu er lokið Saksóknari vísar málinu írá Lokið er nú rannsókn á Sker- málinu svokallaða, sem spannst út af því, að farið var í Súlnasker að fornri hefð til súlu og fýla. Eins og kunnugt er orðið, var gerð kvikmynd af atburði þessum sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir nokkru síðan. Dýraverndunarfé- lag íslands með Þorstein Einarsson og fleiri í broddi fylkingar reis upp á afturfæturna til að mót- mæla athæfinu, og hugðist höfða mál á hendur þeim, sem að förinni stóðu, og þá sérstaklega forsprakk- anum og upphafsmanni ferðarinn- ar, Árna Johnsen. Fékk bæjarfógetaembættið í Vestmannaeyjum málið til rann- sóknar. Fyrir nokkru var endur- rit dómsrannsóknarinnar sent til Saksóknara ríkisins, og nýlega barst embættinu svohljóðandi bréf frá saksóknara: Reykjavík, 15. nóvember 1967. Eftir viðtöku bréfs yðar, herra bæjarfógeti, ðagsettu 9. þ.m. sem með fylgdi endurrit dómsrannsókn- ar ásamt kæru Sambands dýra- verndunarfélaga íslands og yfirlýs- ingu fimmtán handhafa veiðiréttar í Súlnaskeri, allt varðandi ætlað brot á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun nr. 33, 1966, í sam- bandi við ferð Árna Johnsen, blaðamanns, Skólavegi 7 í Vest- mannaeyjum, o. fl. í Súlnasker 29. ágúst, s.l. til súlnaveiða, skal yður tjáð, að af ákæruvaldsins hálfu er eigi krafizt frekari aðgerða í máli þessu . F. h. s. Bragi Steinarsson. Eftir þetta má við því búast, að Dýraverndunarfélagið hafi hljótt um sig í sambandi við ferðir til fýla, og láti Vestmannaeyinga í friði við sína fæðuöflun. Mun það mál manna, að félagið hafi hlotið hina hlálegustu útreið í þessu máli, enda ekki réttur aðili til málshöfð- unar. Svo skýtur það nokkuð skökku við, þegar einn af forvígismönnum þeim, sem bar fram kæruna ku vera uppvís að því orðinn að hafa farið slíkar ferðir hér áður fyrr og þær fleiri en eina og fleiri en tvær. Ekki fylgdi það að vísu með, hvort honum hefði orðið flökurt í þau skipti, eins og honum mun hafa orðið af því að horfa á myndina, en varla hefur verið um mikinn viðbjóð að ræða, þar sem haiin hefur farið fleiri en eina ferð til slíks. Dýraverndunarfélagið er mesta ágætisfélag og hefur margt gott gert, en það ætti að gæta þess í framtíðinni að fara ekki inn á þau svið, sem því koma ekki að einu eða neinu leyti við. 1 i>»*~ HeMell gengst fyrlr Frá því var skýrt í síðasta blaði, að Kiwanis klúbbur hefði ver ið stofnaður hér í bæ, og hlotið nafnið Helgafell. Fyrsta verkefni klúbbsins er allra góðra gjalda vert, en það er almenn fjársöfnun til lýsingar á íþróttavellinum við Löngulág. Með þessu vilja þeir undirstrika nauðsyn þess að sem bezt sé að íþrótta- fólki búið, sértaklega með tilliti til knattspyrnunnar, sem háð verður í 1. deild næsta ár. Þeir Kiwanis menn benda á þá staðreynd, að núverandi lýsing sé aðeins til bráðabirgða, og verði bau ljós væntanlega tekin niðurá, næstunni til annarra nota. Hafa þeir því ákveðið að hleypa af stað svokallaðri veltusöfnun til styrktar málefninu. Er hún framkvæmd á þann hátt ,að sá, sem greiðir sínar 100 krónur, sem er ákveðið fram- lag, skorar skriflega á þrjá aðra að gera slíkt hið sama. Með þessu móti ætti að vera unnt að ná saman því fé, sem til þarf í að lýsa völl- inn. Á næstunni munu verða send út dreifibréf til þeirra, sem áhuga hafa á æskulýðsmálum, og verður nánar skýrt frá tilhögun þar. Er íþróttavöllurinn við Löngulág. 1. des. lí Kvenfélagið Líkn mun að venju hafa sitthvað upp á að bjóða 1. des., sem er n.k. föstudag. Kaffisala verður í Samkomuhúsinu frá kl. 3, og er víst óþarfi að kynna þann þátt nánar, þar sem Vestmannaeyingar hafa undanfarin ár kunnað vel að meta þær góðgerðir, er fram hafa skörað á menn að ljá þessu ágæta málefni Iið, og skorast ekki undanl verið bornar. Kl. 5 héfst bazar, og verður þar margt góðra muna, eins að takahátt í veltunni. | °S venjulega. Kl. 9 um kvöldið verður síðan kvikmyndasýning:, tízkusýning og dans til kl. 2. ‘ ’ n

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.