Fylkir


Fylkir - 24.11.1967, Side 4

Fylkir - 24.11.1967, Side 4
NEÐAN FRÁ • SJÓ Veðráttan: Síðan um helgi hefur verið ein stanzlaus ótíðarhrina. Enginn bátur komizt á sjó, og gild ir einu hvort um síldar- línu eða trollbát hefur verið að ræða. Síld- arbátarnir byrjuðu að vísu að tín- ast út í gær og einn . línubátur, Björg, skauzt út á miðvikudag, lagði við Bjarnareyjarhornið, og fékk 2 tonn, en þetta er það eina, annars allt hreyfingarlaust í höfn- inni vegna ótíðar. _ Síldin: Nokkuð magn af síld kom hér á land á föstudag og laugar- dag. Var reynt að taka eins mikið í vinnslu og möguleikar voru fyrir hendi. Var saltað og fryst í hús- unum um helgina. Er nú búið að salta í um 1400 tunnur hjá þrem aðiljum. Sjómenn segja nokkuð magn af síld í Breiðamerkurdýpinu og vant ar nú aðeins hagstæða veðráttu til þess að ná í silfur hafsins. All sæmilegir sölumöguleikar eru fyr- ir hendi á síld, frystri, flakaðri og saltaðri. Nýlega hafa t.d. verið gerðir samningar við Rúmena um sölu til þeirra á 10 þús. tunnum af „rúnd” saltaðri Suðurlandssíld. Síld þessi þarf að hafa 14% lág- marksfitu, og stærð 300 - 600 sek í tunnu og 600 - 900 sek í tunnu. Þetta gætu mvið hér í Eyjum not- að okkur, það vantar aðeins að síld in berist á land. Gengislækkun: Miklar svipting- ar eru á fjármálasviðinu þessa dag ana. Boðað er að gengislækkun sé yfirvofandi. Útvegsbændur eru að sjálfsögðu mjög kvíðnir hvernig fer um þeirra hag í þessum átök- um. Lækkun á gengi hefur mjög víðtæk áhrif á verð á þeirra helztu rekstrarvörum, svo sem olíu og veiðarfærum og ýmislegt í sam- bandi við viðhald véla og báts. Að sjálfsögðu er erfitt að segja fyrir um áhrif gengislækkunar fyrr held ur en vitneskja er fyrir hendi um hve mikil gengislækkunin verður, en mjög er vafasamt, að óbreytt- um aðstæðum, og án viðtækra hlið- arráðstafana, að hún verði útgerð í landinu að verulegu gagni. Landhelgin: Útgerðarmenn og skipstjórar í Reykjanes- og Reykja- víkurkjördæmum hafa sent þing- mönnum sínum áskoranir að að beita sér fyrir því á Alþingi að bátar að stærð 150 tonn megi fiska innan núverandi fiskveiðilandhelgi, á svæðinu frá Hornafirði að Snæ- fellsnesi. Er farið fram á í áskor- unum þessum, sem ekki eru alveg samhjóða, að heimildin verði veitt til veiða í öðru tilfélli að gömlu 3 mílna landhelginni, en í hinu allt að iy2 mílu frá landi. Ef þau tilmæli er hér um ræðir yrðu að veruleika má gera ráð fyrir að Drífandi h.f. auglýsir: ðvenjumikið vöruúrvai. Verð ®g gæði, viðurkennt. Drifandi h.f. sími 1128. Augiýiing i Fylki nær auga lesandans. Brjálæði Framhald af 2. síðu. við, en ekki á þann hátt, að við eigum að gera hana að eins konar yfirbreiðslu á allt annað í heim- inum. Það er engu líkara en þessi fjöl- miðlunartæki tönnlist á Víetnam út úr neyð og fréttaleysi með það kjörorð að leiðarljósi, að vondar mörgum sjómanninum hér í Eyj- um þætti- þröngt fyrir dyrum-, því með því yrði nær öllum trollbát- um landsins stefnt á miðin hér við Eyjar. Bj. Guðm. fréttir séu betri en engar fréttir. Víetnamstyrjöldin er ekki frá- brugðin öðrum skæruhernaði nema hvað hún hefur staðið óvenju lengi af slíkum styrjöldum. Okkur íslendingum nægir því að fylgjast með ósköpunum í allra stærstu dráttum. Að þylja svona manndráp yfir okkur í stykkja- og metratali tíu sinnum á dag er alveg fráleitt og engum til geðs. Síður en svo. Hitt er allt eins víst, að það geri manndráp í styrjöldum að sjálf- sögðum hlut í augum óharðnaðra unglinga og áreiðanlega glepur það okkur frá því að fylgjast með ýms- um hlutum okkur nær og mikils- verðari. Landakirkja. Messa n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Jóhann Hlíðar predikar. Barnaguðsþjónusta kl. 11 f.h. Betel. Almenn samkoma kl. 4,30 n. k. sunnudag. Sunnudagaskóli kl. 1. Barnastúkan Eyjarós. Fundur kl. 5 á laugardag að Hó- tel H. B. Skemmtifundur. Vestmannaeyingafélagið Heima- klettur heldur skemmtifund í Sam komuhúsinu anað kvöld og heíst hann kl. 9. Spilað verður Bingó og síöan tírnsað til kl. 2. Hljómsveit Sigur- geirs Björgvinssonar leikur fyrir gömlu og nýju dönsunum. Til að skapa íjör og stemningu, veiður stjórnandi í gömlu dönsun- um, en menn svo látnir stjórna sér s’áifir í þeim nýju. Allir Vestmannaeyingar, sem náð hafa 25 ára aldri eru hvattir til að sækja skemmtifund þennan, sem sérstaklega er ætlaður hjónafólki, þótt öllum öðrum sé vitanlega heim il þátttoka. Tónleikar. Lúðrasveit Vestmannaeyja mun halda hina árlegu tónleika sína fyr ir styrktarfélaga hinn 29. nóvem ber næstkomandi. Stjórnandi or Martin Hunger. Húsnæði til leigu 15. des. Aðeins reglusamt fólk kemur til greina. Upplýsingar gefur Guðni B. Guðnason, sími 2150. JÓN HJALTASON. hrl. Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu, Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laugardaga kl. 11 — 12 f.h. Sími 1847. BRAGI BJÖRNSSON LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Vestmarmabraut 31, Kaupangi. Viðtalstími daglega kl. 17,30—19,00 Sími 1878. — Heima 2178.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.