Fylkir


Fylkir - 17.05.1968, Page 1

Fylkir - 17.05.1968, Page 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins 20. árgangur Vestmannaeyjum, 17. maí 1968. 1. tölublað — Frambjóðendur við forsetakjör — Framboðsfrestur til forsetakjörs rennur út 5 vikum fyrir kjördag eða 26. maí næstkomandi. Tveir aðilar hafa lýst yfir framboði sínu, báðir að undangengnum áskorunum álitlegs hóps manna um að gefa kost á sér til framboðs. Þess- ir aðilar eru dr. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi ráðherra, en nú sendi- herra fslands í Kaupmannahöfn, og dr. Kristjn Eldjárn, þjóðminjavörður, Reykjavík. Er almennt ekki talið, að fleiri framboð muni koma fram. GUNNAR THORODDSEN Gunnar Thoroddsen Dr. Gunnar Thoroddsen er fædd- ur 29. desember 1910 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigurðar Thorodd- sen, verkfræðings, og konu hans Maríu Kristínar Thoroddsen. Gunnar varð stúdent frá Mennta skólanum í Reykjavík árið 1929, en lauk lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1934. Á háskólaárum sínum var hann formaður Orators, félags lögfræðistúdenta (1932—1934). Gunn ar stundaði framhaldsnám í Dan- mörku, Þýzkalandi og Bretlandi frá því í apríl 1933 þar til í júlí 1936. Eftir heimkomuna stundaði hann lögfræðistörf, en árið 1940 var hann ráðinn til að gegna prófess- orsstörfum við lagadeid Háskólans, þá aðeins þrítugur að aldri. Skip- aður var hann 1 þetta embætti nokkru síðar og gegndi hann því þar til hann var kjörinn borgar- stjóri í Reykjavík 4. febrúar 1947. Endurkjör hlaut Gunnar Thorodd- sen sem borgarstjóri að afloknum kosningum 1950, 1954 og 1958. Gegndi hann þessu umfangsmikla starfi sem borgarstjóri í Reykjavík þar til hann var skipaður fjármála ráðherra 20. nóvember árið 1959. — Dr. Gunnar Thoroddsen hóf stjórn- málaferil sinn á unga aldri og varð landskjörinn þingmaður árið 1934, þá aðeins rúmlega 23 ára gamall, og mun hann vera einn yngsti maður, sem tekið hefur sæti á Al- þingi. Þingmaður Snæfellinga var hann árin 1942 til 1949. En það ár var hann kosinn þingmaður Reykjavíkurkjördæmis og var þing maður þess kjördæmis þar til hann var skipaður sendiherra íslands í Kaupmannahöfn vorið 1965. Gunnar hefur gegnt fjöldamörg um trúnaðarstörfum — öðrum en þeim, sem þegar hafa verið talin. Mteðal annars var hann bæjarfull- trúi í Reykjavík um langt árabil, eða frá 1938 til 1963 og bæjarráðs- maður 1946 — 1960 og formaður bæjarráðs mestan þann tíma. Einnig var hann um tíma forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur. Gunnar var lengi form. stjórnar íþróttavallarins í Reykjavík og formaður stjórnar Sogsvirkjunar- innar frá 1949. Gunnar hefur ver- ið formaður íslandsdeildar Alþjóða þingmannasambandsins frá inn- göngu íslands í sambandið og for- maður Norræna félagsins á fs- landi um langt árabil. Dr. Gunnar Thoroddsen hefur samið umfangsmikil og merk rit um lögfræðileg efni og er doktor í lögum frá Háskóla íslands. Kona Dr. Gunnars Thoroddsen er Vala dóttir Ásgeirs Ásgeirsson- ar, forseta íslands. Þau eiga fjögur börn, tvo syni og tvær dættur. KRISTJÁN ELDJÁRN Dr. Kristjná Eldjárn er fæddur 6. desember árið 1916 að Tjörn í Svarvaðardal í Eyjafjarðarsýslu, sonur Þórarins Kristjánssonar bónda og kennara og konu hans Sigrún- ar Sigurhjartardóttur. Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1936, stundaði síðan nám við Há- skólann í Kaupmannahöfn frá 1936 til 1939. Eftir það las hann íslenzk fræði við Háskóla íslands og lauk þaðan meistaraprófi 1944. Hann var stundakennari við Menntaskólann á Akureyri 1939—1941. Aðstoðar- maður við þjóðminjasafn íslands árið 1945 og skipaður þjóðminja- vörður 1. desember 1947, og hefur gegnt því embætti síðan. Kristján Eldjárn var formaður stúdentafélags Reykjavíkur 1948— 1949. Hann hefur verið í stjórn Hins íslenzka fornleifafélags frá 1945, Hins íslenzka bókmenntafé- lags frá 1961. í útgáfustjórn Acta Archaeologica frá 1957 ,einnig í fastanefnd alþjóðafélags fornleifa- fræðinga. Hann hefur verið í stjórn hugvísindadeildar Vísindasjóðs frá 1958, formaður örnefnanefndar frá 1959 og í Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur frá 1958. Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi ís- lands 1950. Kristjn Eldjrn varð doktor frá Háskóla íslands fyrir rit sitt Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Is- landi, 1956. Önnur rit dr. Kristjns eru: Rústirnar í Stöng, 1947; Geng ið á reka, tólf fornleifaþættir, 1948. Um Hólakirkju, 1950. Ennfremur LAHBSBffKASAFIí "79509, fSLAKDS Kristján Eldjárn hefur hann verið ritstjóri Árbókar Hins íslenzka forleifafélags frá 1949. Kona dr. Kristjáns Eldjárn er Halldóra Kristín Ingólfsdóttir, fram kvæmdastjóra á ísafirði og eiga þau þrjú börn, einn son og tvær dætur. Hvað segja stjórnmálaflokkarnir og blöðin um framboðin? Enginn stjórnmálaflokkanna hef ur lýst beinum stuðningi við ann- anhvorn frambjóðandann og er ekki reiknað með, að svo verði. Sama má raunar segja um blöð flokkanna, þó með þeirri undan- tekningu, að blaðið Austurland, málgagn kommúnista á Norðfirði og Frjáls þjóð, málgagn hernáms- andstæðinga í Reykjavík, hafa lýst 'stuðningi sínum við annan fram- bjóðandann, dr. Kristján Eldjárn.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.