Fylkir


Fylkir - 31.05.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 31.05.1968, Blaðsíða 1
Mólgagn Sjálfstæðis* flokksins, 20. árgangur Vestmannaeyjum, 31. maí 1968 2. tölublað Eins og mál hafa þróast má segja, að það sé orðin nokkur mæli kvarði á það hvort fólk telur einn stað byggilegri en annan, hvernig samgöngumálum staðarins er hátt- að. Staður eins og Vestmannaeyjar, sem vegna legu sinnar eru slitnar úr tengslum við þjóðvegakerfi landsins, hljóta alltaf að vera í nokkuð erfiðri aðstöðu í þessu sambandi, og fengu Vestmannaey- ingar vissulega margt að reyna í ferðum sínum til og frá Eyjunum hér áður fyrr meðan Stokkseyrar- og Þorlákshafnarferðir voru nær einasta leiðin til að komast upp til meginlandsins eða hingað út aft- ur. Á síðasta áratugnum hefur mik- ið áunnist í þessum efnum, þó enn sé margt ógert og hvergi megi slaka á. Herjólfur tók við vöruflutning- um til og frá Eyjum og farþega- flutningum, ef ekki var um flug- veður að ræða og fyrir þá, sem heldur vildu ferðast á sjó en í lofti. Austur—vestur flugbrautin var lengd og gerð öruggari með aðflug og flugtak, þannig að þær vélar Flugfélagsins, sem mestan hluta innanlandsflugsins annast, geta hindrunarlaust notað hana, ef veð- ur leyfir. Þverbrautin, norður — suður brautin, hefur verið tekin í notk- un og lengd það, að flugvélar með fullfermi, eða því sem næst geta athafnað sig á henni, ef vindstaða er þannig og veður leyfir að öðru leiti, en eftir er að koma henni í fulla lengd, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, og einnig eftir að koma fyrir lendingarljósaútbún- aði við hana, þó að hljóti að verða skoðað mjög vandlega vegna sér- stakra aðstæðna hér, hvort taka eigi upp flug hingað, ef nota þarf lendingarljós. Hinsvegar hlýtur þrátt fyrir þetta að verða fyrir hendi fullkominn ljósaútbúnaður við báðar brautirnar, ef um neyð- ar, eða sérstök tilfelli er að ræða. Allt er það, sem gert hefur verið í þessum málum spor í rétta átt og mjög hefur bætt samgöngur við Eyj ar. Og í sambandi við flugbraut- irnar hlýtur að verða að því stefnt að þær ekki einasta nægi til inn- anlandsfarþega og vöruflutninga, heldur einnig til að koma dýrmæt ustu sjávarafurðum Vestmannaey- inga á erlendan markað, flugleið- is, ef slíkt telst fjárhagslega hag- kvæmara. Það sem verður að stefna að, er 'að koma Eyjunum í daglegt sam- band við þjóðvegakerfi landsins, eins og veðurskilyrði frekast leyfa, hvort sem það verður sjóleiðin eða með loftbrú (flutningaflugvélum) stytztu leið upp til landsins. Vestmannaeyingar áttu sinn hlut að því á síðastliðnu ári, að hing- að til landsins var fengið eitt af hinum svokölluðu svifskipum. Reynsluna af því verður að telja þá, að ef um skip af réttri stærð væri að ræða, myndi það leysa vanda Vestmannaeyinga yfir sum- armánuðina, að minnsta kosti með bifreiðar og farþegaflutninga upp til landsins ,og væru Eyjarnar þá komnar í beint samband við þjóð- vegakerfi landsins. Má búast við það örri þróun í þessum málum, að innan skamms verði séð hvort slík farartæki leysi vanda okkar að þessu leyti. Einnig er vitað, að erlendis, þar sem aðstæður eru svipaðar og hér er þegar farið að nota ákveðna gerð flutningaflugvélar, sem kostn aðarins vegna virðist viðráðanleg- ar, til bifreiðaflutninga, og eru þegar fyrir hendi upplýsingar um vélar af þessari gerð, sem taka myndu tvær til þrjár bifreiðir í ferð upp til landsins. Einnig á sér stað nokkuð ör þróun í þessum efnum og hlýtur það að vera hlut- verk forráðamanna byggðarlagsins að fylgjast með öllum nýjungum í þessum efnum, þar sem hin mikla bifreiðaeign Vestmannaey- inga kallar á aðgerðir, strax og við unandi lausn getur talizt vera fyr- ir hendi. Vel af stað farið ÍBV sigrar Val, íslandsmeistarana í knattspyrnu, 3 mörk gegn 1, í fyrsta leik sínum í I. deild. WWg«BWa?g«8gBgSMW^^^^^lMJ Sl. laugardag lék knattspyrnulið ÍBV sinn fyrsta leik í I. deildar keppninni, sem nú er að hefjast. Var það úrvalslið úr knattspyrnu- félaginu Val í Reykjavík, sem hing að kom, og fór leikurinn fram á grasvellinum við Hástein. En eins og kunnugt er sigraði Valur í I. deildarkeppninni s. 1. ár, og hlaut þar með íslandsmeistaranafnbót- ina. Það þurfti því allmikla bjart- sýni fyrirfram að ætlast til að Vest mannaeyingarnir, sem nú léku sinn fyrsta leik í þessari deild, kæmu með sigur af hólmi úr leiknum, sérstaklega þegar vitað var, að Valur hefur æft af kappi í vetur og leggur að sjálfsögðu allt kapp á að halda íslandsmeistara- nafnbótinni. Leikar fóru samt svo, að ÍBV vann alveg réttmætan sigur, 3 mörk gegn einu. Fyrsta mark leiks ins skoruðu Valsmenn úr víta- spyrnu, en ÍBV jafnaði á síðustu mínútu fyrra hálfleiks. Stinnings- kaldi var af aust-sumaustri og lék ÍBV undan vindi fyrri hálfleik. Sóttu Valsmenn fast að liði ÍBV, sem varðist hraustlega mörgum vel uppbyggðum og ágætum upp- hlaupum íslandsmeistara liðsins. En eins og fyrr segir endaði fyrri hálfleikur með jafntefli eða einu marki gegn einu. Síðari hálfleikur hófst með all- haðri sókn Vestmannaeyinga og ágætu samspili. Virtist þetta koma Valsmönnum nokkuð á óvart og náðu þeir í síðari hálfleik aldrei eins góðu samspili og í fyrri hálf- leik. Sóknarlotur ÍBV liðsins héldu áfram allan síðari hálfleik, með þeim árangri að þeim tókst að skora tvö mörk til viðbótar, þrátt fyrir nokkurn mótvind. Verður að telja sigur ÍBV fylli- lega réttmætan, þar sem lið þess var óvéfengjanlega samstilltara og sterkara allan síðari hálfleikinn en Vals-liðið og mörkin, sem gerð voru komu ekki af neinni tilvilj - un eða sérstakri heppni, heldur sem árangur af góðu samstarfi liðsins í heild, bæði sóknar og varn arliði. Eftir þennan leik er full ástæða fyrir knattspyrnuunnendur hér í Eyjum að líta með nokkurri bjart sýni á úrslit leikja, sem ÍBV-liðið á eftir að leika í I. deildar keppn- inni í sumar, og ekki ástæða til að ætla annað en að það, ekki ein- asta verði áfram í þessari deild, heldur kunni það nokkuð á að sækja. En hvað sem því líður, þá mun þessi fyrsti leikur ÍBV við ís- landsmeistarana á Hásteinsvellinum s. 1. laugardag, lengi verða þeim minnisstæður, sem á hann horfðu. Almennur Stuðningsmenn Gunnars Thor- oddsens halda almennan kjósenda fund fimmtudaginn 6. júní næst- komandi, kl. 21,00 (9,00) í Sam- komuhúsinu. Gunnar Thoroddsen og frú mæta á fundinum. Nánar auglýst síðar. STUÐNINGSNEFND.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.