Fylkir


Fylkir - 31.05.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 31.05.1968, Blaðsíða 4
Útsvörin - enginn afsláttnr HtstB útsvors oo shottoreMur l?6t Skattskrá Vestmannaeyja ásamt útsvars- og aðstöðugjaldsskrá 1968 var lögð fram í morgun. — Heildaruppliæð álagðra útsvara varð kr. 40.843.400,00 og er þá gert ráð fyrir ca. 6,5% vanhöldum. Lagt var á eft- ir gildandi útsvarsstigum og enginn afsláttur veittur. Eignaskattur mið- ast við gildandi fasteignamat nífaldað skv. lögum frá síðasta Alþngi. — Aðstöðugjöld eru samtals að upphæð kr. 11.163.300,00. Tala útsvarsgreiðenda er 1559 einstaklingar og 59 félög, samtals 1618. Aðstöðugjöld greiða 200 einstaklingar og 76 félög. Hér fara á eftir nöfn hæstu útsvars- og skattgreiðenda árið 1968: ÚTSV. og AÐSTÖBUGJÖLD: Einstaklingar: Einar Sigurðsson, Rvík 814.100,00 Ársæll Sveinsson, 488.600,00 Björn Guðmundsson 289.700,00 Aase Sigfússon, 275.100,00 Sigurður Þórðarson 191.200,00 Einar Guttormsson ... 179.000,00 Kelgi Benediktsson 171.000,00 Hilmar Rósmundsson 162.900,00 Gísli Gíslason 159.700,00 Theódór S. Ólafsson 149.400,00 Félög: Fiskiðjan h. f. 1.091.700,00 Vinnslustöðin h. f. 1.084.400,00 ísfél. Vestmeyja h. f. 943.500,00 Fiskimjölsverksm. hf. 782.200,00 Har. Eiríksson hf. 370.000,00 Ólafur & Símon hf. 316.500,00 Vélsmiðjan Magni hf. 316.600,00 SKATTGREIÐENDUR: Einstaklingar: Ársæll Sveinsson 240.616,00 Aase Sigfússon 173.992,00 Einar Guttormsson 172.992,00 Sveinn Hjörleifsson 139.699,00 Emil Andersen 123.718,00 Hilmar Rósmundsson 120.778,00 Örn Bjarnason 116.763,00 Þorsteinn Sigurðsson 110.268,00 Helgi Benediktsson 109.750,00 Sigurður Þórðarson 105.954,00 Félög: Ólafur og Símon hf. 175.740,00 Veiðarfærag. Vestmeyja 152.005,00 G. Ólafsson & Co. hf. 151.500,00 ísfél. Vestmeyja hf. 141.152,00 Har. Eiríksson hf. 138.875,00 Vinnslustöðin hf. 135.941,00 TILKYNNING Skrá um útsvör og aðstöðugjöld í Vestmannaeyjum árið 1968 liggur frammi á Skattstofunni almenningi til sýnis frá og með deginum í dag, 31. maí. Kærufrestur er ákveðinn til 14. júní næstkomandi að þeim degi meðtöldum, og þurfa kærur að hafa borizt réttum aðilum í síðasta lagi þann dag. Útsvarskærur sendist framtalsnefnd, en aðstöðugjaldskærur sendist skattstjóra. BÆJARSTJÓRI. Landakirkja. Guðsþjónusta kl. 2 e. h. á Hvíta sunnudag, séra Jóhann Hlíðar pré- dikar. 2. Hvítasunnudag, guðsþjón- usta kl. 2, séra Þorst L. Jónsson. Kirkjubrúðkaup. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband í Landakirkju Þórunn Óskarsdóttir, Sólhlíð, og Hafþór Guðjónson, gagnfr.sk.kennari, Heið arvegi 25. Fylkir árnar brúðhjón- unum allra heilla. Dánarfregn. Einar Ingvarsson, Faxast. 31, and aðist í Rvík 18. maí sl. Var útför hans gerð frá Landakirkju sl. laug ardag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Fylkir sendir ástvinum Ein ars samúðarkveðjur. Vorhátíð Eyverja FUS. Vorhátíð ungra Sjálfstæðismanna hefur um fjölda ára verið einn veg legasti mannfagnaður, sem hér er haldinn. Að þessu sinni mun dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra flytja aðalræðu hátíðarinnar. Golfmót til minningar um Svein Ársælsson. Um hvítasunnuna er fyrirhugað að Golfklúbburinn haldi mót til mmningar um Svein Ársælsson, er um árabil var einn fremsti golfleik ari landsins, m. a. íslandsmeistari. Fjöldi golfleikara víðs vegar að af landinu munu sækja mótið. Tilkynning. Kirkjugjald, Almannatryggingagjald, Kirkjugarðsgjald, FRÁ SKÁTTSTOFUNNI. Skattskrá Vestmannaeyja árið 1968 Iiggur frammi á Skatt- stofunni almenningi til sýnis frá og með deginum í dag, 31. maí. í skránni eru eftirtalin gjöld: Iðnaðargjald. Tekjuskattur, Eignaskattur, Námsbókagjald, Slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 40. grein, Lífeyristryggingagjald atvinnurekenda skv. 28. grein Atvinnuleysistryggingagjald, Iðnlánasjóðsgjald, Launaskattur, Ennfremur liggja framml eftirtaldar skrár: Skrá um söluskatt 1967; Skrá um tekjuskatt útlendinga 1967; Skrá um gjöld skv .reglugerð nr. 116/1959 (um vangreidd spari- merki); Skrá um skiptingu atvinnuleysistrygginga. Kærur yfir gjöldum álögðum skv. skattskrá 1968 skulu hafa borizt Skattstjóra eigi síðar en föstudaginn 14. júní eða hafa ver- ið póstlagðar fyrir miðnætti þann dag. Vestmannaeyjum, 31. maí 1968. SKATTSTJÓRI. Vorhátíð Eyverja sunnudaginn 2. júní, kl. 8 e. h. KVÖLDSKEMMTUN 1. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Martins Hunger. 2. Hátíðin sett af fomanni Eyverja, Sigurgeiri Sigurjónssyni. 3. Ávarp: Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. 4. Svala Nielsen syngur með undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. 5. Ríó-tríó syngur og leikur. 6. Guðmundur Jónsson syngur með undirleik Ól. Vignis Albertss. 7. Tvö danspör sýna dansa. 8. Samkór Vestmannaeyja syngur undir stjórn Martins Hunger. 9. Ómar Ragnarsson skemmtir. 10. Guðmundur Guðjónsson syngur. 11. Sextett Ólafs Gauks ásamt Svanhildi sksmmtir. DANSLEIKUR frá kl. 24,01 — 04. — Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur leika og syngja. Miðasala og borðapantanir í Samkomuhúsinu frá kl. 4 á laugardag. BARNASKEMMTUN KI. 16,00 1. Ríó-tríó. 2. Svala Nilsen syngur, undirleik annast Ólafur Vign- ir Albertsson. 3. Ómar Ragnarsson skemmtir. 4. Tvö danspör sýna dansa. 5. Guðmundur Jónsson syngur. 6. Sextett Ólafs Gauks ásamt Svanhildi skemmta.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.