Fylkir


Fylkir - 14.06.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 14.06.1968, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálístæðis- fIokksins - j 20. argangur Vestmannaeyjum, 14. júní 1968 3. tölublað Afsl. útsvdra vor U prósent dríð I9fi en enginn 1968 Stefna núverandi bæjarstjórnar- meirihluta hefur verið röng frá byrjun og hættuleg fyrir bæjarfé- lagið. Strax og núverandi bæjarstjórn- armeirihluti tók við, lét hann það verða sitt fyrsta verk, að hækka útsvörin um 8 milljónir króna, þrátt fyrir, að á fjárhagsáætlun eins og endanlega hafði verið frá henni gengið í ársbyrjun, var gert ráð fyrir 5 milljón króna framlagi til vatnsveituframkvæmda. Þegar mál þetta var rætt á fyrsta eða öðrum fundi hinnar ný- kjörnu bæjarstjórnar andmæltu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þessu kröftuglega og bentu á, að hér væri um ranga stefnu að ræða í grundvallaratriðum og hættulega fyrir byggðarlagið, auk þess, sem fulltrúar vinstri flokkanna væru beinlínis að svíkjast aftan að kjós- endum sínum, þar sem þeir ber- lega hefðu látið í það skína og sum ir jafnvel lofað því, að ef þeir næðu meirihluta myndu þeir lækka útsvörin á öllum almenn- ingi, en ekki hækka þau. Það er að sjálfsögðu slæmt, þeg- ar fulltr., sem kosnir hafa verið til 'að fara með málefni almennings ganga beint á bak orða sinna. Hitt er enn verra, ef þeir hafa engan ' skilning á grundvallaratriðum sveitarstjórnarmála, en ákvörðun um heildarupphæð útsvara er óvé- fengjanlega eitt af þeim. Og verst af öllu, ef peir álíta sig svo mikla menn, að þeir telji sig þess um- komna að hafna öllum ábending- um og tillögum, til lagfæringar eða leiðréttingar. Það sem núverandi ráðamenn 'bæjarins virðast ekki skilja, er að nauðsynlegt er, að útsvör séu ekki hærri, helst til muna lægri en í þéttbýlinu við Faxaflóa, eða öðr- um kaupstóðum. Atvinnutæki eru hér það mikil, að hagstætt er fyr- ir byggðarlagið í heild að íbúum þess fjölgi, en fækki ekki. Eitt af því, sem getur laðað fólk til bú- setu hér er, að gjöld séu hér lægri en annarsstaðar. Þetta var stefna Sjálfstæðisflokksins, allan þann tíma, sem hann réði hér málefnum bæjarins og var afsláttur af útsvör um undantekningalaust hærri hér en á öðrum sambærilegum stöðum, eða frá 20 til 36%. Þetta hafði ó- neitanlega sín áhrif. Fólk flutti hingað til Eyja, meira að segja úr þéttbýlinu við Faxaflóa, bæði vegna mikillar og öruggrar at- vinnu og einnig vegna þess að það vissi að útsvörin voru hér mun lægri en þar. Þetta atriði skilja nú verandi ráðamenn bæjarins ekki, eða þykjast að minnsta kosti ekki skilja það, frekar en ómögulegt virðist þrátt fyrir marg endurtekn ar ábendingar, að koma þeim í skilning um, að innheimta útsvar- anna fer nokkuð eftir því, hvor.t almenningur telur þeim í hóf stillt eða ekki. Meðan að svo var, inn- heimtust útsvör betur hér í Eyj- um, en í nokkrum öðrum kaup- stað á landinu. Einnig verkar það nokkuð á útsvarsinnheimtuna, hvort almenningur telur sig fá eitt hvað í aðra hönd fyrir þau í aukn- um framkvæmdum og vaxandi uppbyggingu byggðarlagsins, eða hvort alger lognmolla ríkir í þess- um efnum og úrræðaleysi og ó- reiða hjá bæjarsjóði. Ekkert af þessu telja núverandi ráðamenn byggðarlagsins sig þurfa að taka tillit til og er ekki von að vel fari meðan að svo er. Neita lagfæringu. Hækkun útsvaranna 1966 var réttlætt með því að upphæðin ætti 611 að ganga til aukinna verk- legra framkvæmda. Nú liggja fyrir reikningar þess árs og sýna þeir að rúmlga 8 millj. króna, eða meira en alla hækkun- ina vantar á að áætlunarupphæðin hafi verið fullnotuð. Áætlað var til verklegra framkvæmda 29. mill jónir, en skv. reikningunum not- aða 20 millj. 767 þúsund. Við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 1967 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn til, að gönuhlaup meirihlutans með hækkun útsvaranna 1966, yrði að nokkru lagfært með því að áætla tekjumegin 4 millj króna, sem úti- standandi voru frá fyrra ári. Hefði þetta orðið nokkur leiðrétt- ing til útsvarsgreiðenda, en meiri- hlutinn hafnaði þessari tillögu af- dráttarlaust. Sama sagan endurtók sig við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar fyrir þetta ár. Það lá þá einnig fyrir, að nær 7 millj. vantaði á að áætlun til verklegra framkvæmda 1967 hefði verið full notuð. Þrátt fyrir þetta neitaðí meirihluti bæj- arstjórnar enn að fallast á tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að lækka heildarupphæð útsvaranna, eins og þeir höfðu áður lagt til, þrátt fyrir að hér var aðeins far- ið fram á mjög hóflega leiðrétt- ingu til handa útsvarsgreiðndum, sem þó hefði numið um 10% hærri afslátt útsvara hvort ár 1967 og 1968. En því miður er ekkert við þessu að gera. Meirihlutinn var kosinn lögmætri kosningu, þó hann án efa starfi mjög á annan hátt í þessum efnum og fleirum, en stuðningsmenn hans höfðu á- stæðu til að ætla, eftir því sem fram kom í ræðu og riti hjá full- trúum hans fyrir síðustu kosning- ar. Það versta er ,að stefna sú, sem hér hefur ráðið í útsvarsmálum undanfarin tvö ár, getur skapað ó- kyrrð í bæjarfélaginu og komið í veg fyrir að menn flytji hingað til búsetu og af því getur byggðar- laginu stafað nokkur hætta. ÍSLENDINGAROGHAFIÐ Þáttur Vestmannaeyinga er ekki nema svipur hjá sjón m/ðað við það, sem hann gat verið, ef ekki hefði ráðið ótrúlegt skilningsleysi bæjaryfirvalda og smásmugusem/. Nokkrir einstaklingar björguðu því þó við að Eyjanna var að nokkru getið á sýningunni. Sýningin íslendingar og hafið, sem enn stendur yfir í íþróttahöll inni í Reykjavík, og nú hefur ver- ið framlengd til 23. þ.m., er fyrir margra hluta sakir merkileg og stórfróðleg fyrir þá, sem áhuga hafa á aðalatvinnuvegi okkar ís- lendinga, sjávarútveginum. Einstaklingum, einstökum fyr- irtækjum og hverju byggðarlagi gafst þarna tækifæri til að koma á framfæri og gefa alþjóð hug- mynd um framlag sitt til framþró- unar, sjávarútveginum, svo og þeim gögnum öðrum, sem þeir töldu eðlilegt að fram kæmu við slíkt tækifæri. Fyrir Vestmannaeyinga var sýn- ingin gullið tækifæri til að minna landsmenn á þátt Eyjanna í öfl- un útflutningsverðmæta, auk þess sem hér hefur margt það gerst í sambandi við sjávarútveginn, sem vel er þess virði að haldið sé á lofti, ekki síst því, sem Vestmanna eyingar hafa verið brautryðjendur í og síðar hefur sýnt sig að vera til hagsbóta ekki einasta fyrir þá, heldur einnig þjóðarheildina. í dagsins önn vill margt af þessu gleymast og því alveg sjálfsagt að nota tækifæri, eins og þessa sýn- ingu til að minna á það, sem vel hefur tekist til með í sambandi við sjávarútveginn hér hjá okkur og sem í sumum tilfellum hefur orð- ið til framdráttar og gagns fyrir aðra, sem sjávarútveg stunda. Þó aðeins sé stiklað á því stærsta eru fjölmargir þættir úr atvinnusögu Eyjanna, sem alveg var sjálfsagt að fram hefðu kom- ið á sýningu eins og þessari. Má þar til dæmis benda á Báta- ábyrgðarfélag Vestmannaeyja, sem er elzta starfandi vátryggingarfé- lag landsins, og lög þess sennilega þau merkustu, sem til eru um slíka starfsemi. Björgunarfélag Vest- mannaeyja er einnig elzta starf- andi björgunarfélag landsins, og alveg óumdeilanlega brautryðj- andi í slysavarnarmálum hérlendis og einnig landhelgisgæzlunnar, þar sem það verður aldrei véfengt, að skip þess, gamli Þór, eins og hann Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.