Fylkir


Fylkir - 14.06.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 14.06.1968, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Isiendingar og haiið. Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Guðlaugur Gíslason Prentsmiðjan Eyrún h. f. Kommúnísfar - Þjóiimor- menn - NATð-jundor. Þegar kommúnistar hófu opin- berlega. starfsemi sína hér á landi fyrir um 40 árum, fóru þeir menn sem þar voru í fararbroddi, ekkert dult með hvað fyrjr þeim vekti. Þeir predikuðu það feimnislaust að markmið þeirra væri, að ísland gerðist aðili að alþjóðasamtökum kommúnista, sem auðvitað þýddi, að dagar þess, sem sjálfstæðs ríkjs væru taldir, en landinu stjórnað af hérlendum leppum Moskvu- valdsins. Þetta var umbúðalaust predikað og hótað óspektum og uppreisn, ef ekki tækist að ná völd um á annan hátt. Þótt ótrúlegt sé tókst forystu- mönnum kommúnista að ná all- stórum hóp manna til fylgis við sig og kenningar sínar tjl að byrja með. En er frá leið staðnaðist flokkurinn bæði hér og annars- staðár. Erlendir ráðamenn flokks- ins áttuðu sig á, að öfgaknningar þeirra féllu á fáum stöðum í góð- an jarðveg og að þjóðerniskennd manna í hinum ýmsu löndum var sterkarj en tilhneyging þeirra til byltinga eða stórra umbrota. Var þá í Moskvu gefin út ný lína, þar sem blaðinu var alveg snúið við. Kommúnistum hvarvetna var nú fyrirskipað að gerast þjóðhollir menn á yfirborðinu og predika ættjarðarást. í all langan tíma hafði rauði fáninn verið dregin að hún hér á Alþýðuhúsinu. En eftir að nýja línan kom, hvarf hann alveg af sjónarsviðinu, nema rétt 1. maí á hátíðisdegi verkamanna. Þegar landið var hernumið í síðari heimsstyrjöldinni, gerðust kommúnjstar hinir hörðustu her- námsa’ndstæðinga, og hélst það al- veg þár til Rússar gerðust banda- menn lýðræðisríkjanna gegn naz- dstum. En þá var blaðinu snúið við og engirin lofaði varnarliðsvinnuna méifa en þeir. í ofurkappi og auð- i sveipni við Rússa gerðust komm- únista, þá einir stjórnmálaflokka hér á landi, talsmenn þess, að ís- •b’ramhald aí 1. siðu. er nú orðið kallaður, var fyrsta vopnaða löggæzluskip við strendur landsins, meðan að hann var enn í eigu Björgunarfélagsins og gerð- ur út af því og byggðarlaginu í heild. Líkan af þessu skipi skart- ar nú sýningarklefa Landhelgis- gæzlunnar, án þess að á þetta sé minnst. Þá hefði ekki verið úr vegi að minna á að Vestmannaey- ingar urðu fyrstir til allra lands- manna og sennilega íyrstir á Norð- urlöndum til að taka gúmmí-björg unarbáta um borð í fiskibáta sína. Björgunartæki þessi ru nú orðin það snar þáttur í öryggisútbún- aði báta og skipa bæði hér á landi og annarsstaðar, að mjög gjarnan hefði það mátt koma fram að Vest mannaeyingar höfðu þá framsýni til að bera að verða fyrstir til að notfæra sér þessa nýjung. Gúnimí- björgunarbátur er að sjálfsögðu í sýningarskála Slysavarnarfélags- ins, án þess þó að nokkuð sé minnst á þátt Vestmannaeyinga í því sambandi. Þá hefði það mjög gjarnan mátt koma fram á sýning unni, að almennri sundskyldu var fyrst komið á hér í Eyjum. Einnig lendingar segðu Þjóðverjum stríð á hendur, eftir að þeir höfðu ver- ið gersigraðir, en það héldu þeir þá að væri forsenda þess, að ís- lendingar gætu orðið meðlimir Samejnuðu þjóðanna, sem Rússar voru stofnaðilar að. Enginn stjórn málaflokkur annar léði þessari hugmynd lið. Eftir að stríðinu lauk og íslendingar voru orðnir meðlimir Sameinuðu þjóðanna og varnarsamtaka vestrænna ríkja og varnarlið staðsett hér á landi skv. yfirlýstum vilja meirihluta Alþing is, gerðust kommúnistar enn á ný hernámsandstæðingar, ekki af föð urlandsást, heldur af þeirri ástæðu einni, að Rússar töldu og vissu sem var, að samtök vestrænna ríkja, hin svokölluðu Nato-ríki, myndu verða þröskuldur í vegi fyr ir frekari valdaráni þeirra, en þá hafði átt sér stað allt of víða í Evrópu. Því miður hafa ýmsjr nokkuð á- berandi og málsmetandi menn hér á landi, sem annarsstaðar, látið blekkjast af upphrópunum komm- únista um ættjarðarást þeirra og andstöðu við hernámið. Eru það hinir svokölluðu hernámsandstæð- ingar, sem skammast sín fyrir að vera opinberlega bendlaðir við kennisetningar kommúnista eða til gang þeirra, en vinna þeim þó meira gagn með beinum og óbein- um stuðningi sínum við þá, en þeir sjálfir gera sér grein fyrir, Nefna kommúnistar þá sjálfir í háði bæði hér og annarsstaðar, hefði mjög vel mátt minnast á framtak útgerðarmann^ í sam- bandi við stoínun Lifrarsamiags- ins, Olíusamlagsins og Netagerðar- innar, en öll voru þessi fyrirtæki fyrstu samtök sinnar tegundar og urðu síðan til eftirbreytni útgerð- armönnum annarra byggöarlaga. Allt þetta og margt fleix-a hefði sannarlega getað orðið undirstaða stærsta sýningarskála, sem þarna var, og sannað það svo ekki varð um villst, að Vestmannaeyingar hafa í gegnum áratugina ávallt haft opin augun fyrir því, í mörg- um tilíellum öðrum landsmönnum fremur, er til framdráttar og hags bóta hefur verið fyrir útgerðina og ekki síður því, sem stuðlað hefur að auknu öryggi sjómanna, og er sá þáttur ekki síður áberandi en hinn. En það sem kannski hefði haft mest gildi fyrir Eyjarnar í dag er að á sýningunni hefði verið látlaus tafla, sem sýndi hlutdeild Vest- mannaeyinga í heildarútflutningi landsmanna til dæmis síðustu tutt ugu árin. Hlutur Vestmannaeyinga er það stór, að hann er vel þess vjrði, að honum sé haldið á lofti, „hina nytsömu sakleysingja”. Það furðulega skeður, sem að sjálfsögou hlýtur að vekja athygli, er að forystumenn hinnar íslenzku deildar kommúnistaflokksins virð- ast telja það hagkvæmt fyrjr sig nú, að taka upp fyi’ri línu og boða ólæti og uppsteit í þjóðfélaginu. Hefur þetta komið berlega fram í málgögnum þeirra og einnig í Ríkisútvarpinu í sambandi við fund Nato-ríkjanna, sem fyrjrhug að er að halda hér á landi nú í þessum mánuði. Þetta gera þeir þó að þejr viti, að íslenzka þjóðin er ekki uppreisnargjörn í eðli sínu, enda virðast þeir treysta mest á erlenda „séi'fræðinga”, þá aðallega grízka, sem þeir boða að hingað munu verða fengnir, til að stjórna óeirðum við Háskólann, þar sem umæddur fundur verður haldinn. Verður nokkuð fróðlegt að sjá hvernig þjóðin bregst við hinum fyrirhuguðu skrípalátum kommún- ista og hinna nytsömu sakleysingja hernámsandstæðinga, sem virðast fylgja þeim að málum í þessum efnum. íslendinga greinir án efa á um dvöl varnarliðsins hér á landi og þátttöku landsins í vai’narbanda- lagi vesti’ænna ríkja. En ætla verð ur að mikjll meirihluti þeirra telji fyrirhuguð og boðuð skrílslæti kommúnista, þjóðinni lítt til sóma og auki lítið á vii'ðingu hennar í samskiptum hennar við aðrar þjóð ir. og hefur sína þýðingu í öllum sam skiptum byggðarlagsins út á við. Það sem bjargar því að Eyjanna var þó getið á sýningunni, er fram tak nokkurra einstaklinga og eiga þeir sannarlega þakkir skyldar fyr ir það. Stýrimannaskóli Vestmannaeyja, er eini aðilinn héðan, er hefur sér stakan sýningarskála út af fyrir sig. Á skólastjóri hans, Ármann Eyjólfsson heiður fyrir þetta fram tak sitt. Þá hafa söfnin hér lánað ágæta muni á sýninguna og ber þar mest á fjskasafni byggðar- safnsins, sem skreytir anddyri sýn ingarhallarinnar og hefur vakið verðskuldaða athygli. Einnig sýna þeir Sigmund Johannsson og Ing- ólfur Theódórsson, hluta af upp- finningum sínum og framleiðslu, þó ekkj í sérstökum skálum, held- ur með þeim aðilum, sem þeir hafa talið sig eiga bezta samleið með, úr því sérstök Vestmannaeyjadeild var ekki. Loks mun Árni Johnsen blaðafulltrúi sýningarinnar, hafa fengið því framgengt að sérstakur Vestmannaeyjadagur var á sýn- ingunni sl. sunnudag, þrátt fyrir að byggðarlagið sem slíkt var ekki beinn aðili að sýningunni, eins og t.d. Akureyri og Akranes. Verður það að teljast vel af sér vikið, og ber vissulega að þakka öllum þeim einstaklingum, sem með beinni þátttöku eða á annan hátt stuðl- uðu að því að halda nafni Eyjanna á lofti í sambandi við sýninguna. Það sama verður því miður ekki sagt um forráðamenn byggðarlags ins, sem sýndu málinu algert tóm- læti og afsökuðu sig á síðasta bæj- ai'stjórnarfundi með því, að þeir hefðu ekkj vitað um sýninguna fyrr en svo seint, að ekki hefði unnist tími til imdirbúnings. Þetta er vægast sagt mjög hæpin afsökun, þar sem bæði bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar var snemma í vetur kunnugt um, að sýningarnefnd ætlaði Vestmanna- eyjum, nægjanlega stórt og eitt- hvert bezta plássið í sýnjngarsaln- um, og því haldið fráteknu, þar til útséð var um, að forráðamenn byggðarlagsins höfðu ekki áhuga fyrir þátttöku í sýningunni. AÐALFUNDUR FLUGFÉL. ÍSLANDS AÐALFUNDUR Flugfélags ís- lands fyrir árið 1967 var haldinn í Reykjavík 30. f.m . Fram kom í skýrslu félagsstjórn ar og framkvæmdastjóra, að flutt- ir voru samtals 182.688 farþegar með vélum félagsins á árinu 1967, og er það um 9% aukning miðað Við fyrra ár. Heildartekjur félagsins á árinu námu 314,5 milljónum kóna. Eftir Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.