Fylkir


Fylkir - 21.06.1968, Qupperneq 1

Fylkir - 21.06.1968, Qupperneq 1
Afrekaskrá forseta bæjarsf jórnar 108 milljón króna álögur s.l. tvö ár — en engar nýjar framkvæmdir Álögur á bæjarbúa í útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöld- um nema samtals 108 milljónum kr. s.l. 2 ár og eru það langsamlega hæstu álögur á bæjarbúa frá upp- hafi, og því ekki nema eðlilegt, að gerðar séu kröfur til ráðamanna bæjarins um áframhaldandi upp- byggingu byggðarlagsins en engar nýjar framkvæmdir hefur verið ráðist í síðan að núverandi bæjar- stjórnarmeirihluti tók við. Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, reynir að afsaka þetta algera framkvæmdaleysi meirihlutans í Framsóknarblaðinu hinin 13. þ.m. með því að benda á að tekist hefði að ljúka við nokkr ar framkvæmdir, sem í gangi voru er núverandi bæjarstjórn tók við svo sem iðnskólabyggingu og nokk ur önnur verk, sem komin voru á lokastig. Eru hug- myndir hans um uppbyggingu bæj arfélagsfns ekki háfleigari en svo, að hann kallar þetta „geysimiklar framkvæmdir” og þó ótrúlegt sé virðist hann trúa því, að það fólk sem hann fékk til að kjósa Frara- sóknarflokkinn við síðustu bæjar- stjórnarkosningar, hafi ekki ætl- ast til annars af honum, en þessa, og er það í fullu samræmi við þá yfirlýsingu, sem flokksbróðir hsns gaf á síðasta bæjarstjórnarfundi, er framkvæmdaleysi meirihlutans var til umræðu, en hann lýsti því þá alveg feimnislaust yfir, að þeir hefðu engin loforð gefið fyrir kosn ingar um nýjar framkvæmdir heldur lofað því einu að ljúka við þau verk, er þá var verið að vinna að. Ef þessir ágætu fulltrúar Framsóknarflokksins halda að kjósendur þeirra hafi ekki ætlast til annars af þeim, þá efast ég ekki um, að þeir eiga eftir að vakna upp við vondan draum. Vatnsveitan. S.K. reynir að afsaka fram- kvæmdaleysi bæjarins með vatns- veituframkvæmdunum. Rétt er það, að hér er um stórframkvæmd að ræða á mælikvarða fimm þús- und manna sveitarfélags. En aldrei var til þess ætlazt að þessi fram- kvæmd stöðvaði eða kæmi í veg fyrir eðlilega áframhaldandi upp- byggingu bæjarfélagsins. Þegar fulltr. Sjálfstæðisflokksins lögðu málið fyrir bæjarstjórn, meðan að þeir réðu, var gert ráð fyrir að stofnæðin og þau mannvirki, sem henni tilheyrðu, yrðu byggð fyrir lánsfé, sem síðan yrði endurgreitt af vatnsskattinum. Hinsvegar yrði bæjarkerfið unnið í þrem áföngum á árunum 1966 til 1968, og kostn- aður við það, sem þá var áætlað- ur 15 millj. kr., lagður á í útsvör- um. Núverandi meirihluti bæjar- stjórnar hefur fram að þessu hald ið sig við þessa áætlun, þó að framkvæmdum við innanbæjar- kerfið seinki sjáanlega um eitt til tvö ár. Það er því hrein blekking þegar forseti bæjarstjórnar er að reyna að afsaka framkvæmdaleysi bæjarins að öðru leyti, með vatns- veituframkvæmdunum. Og það er fullkomlega rétt, sem ég sagði hér í blaðinu, að fram að þessu hefur meirihlutinn notað vatnsveitu- framkvæmdirnar sér til fjárhags- legs ávinnings í sambandi við rekstur bæjarins, bæði með aukn- um álögum á bæjarbúa og í sam- bandi við lántökur umfram kostn að við verkið fram að síðustu ára- mótum. Allar tölur, sem þar voru birtar voru teknar upp úr reikn- ingum og bókhaldi bæjarins, og situr síst á forseta bæjarstjórnar að véfengja þær. Og það er ann- að hvot fávizka hjá S.K. eða vís- vitandi blekking, að halda því fram, að umframtekjur vatnsveitu framkvæmdanna „liggi allur í verri innh'eimtu”. Miðað við fjárhagsáætlun inn- heimtist 95% útsvara og aðstöðu- gjalda árið 1966 og 89% árið 1967, þannig að þessi fullyrðing hans fæst engan veginn staðist. Nýjar framkvæmdir ? Þegar S.K. er að gera grein fyrir hinum „geysimiklu framkvæmd- um” bæjarins á undanförnum tveimur árum, kemur í ljós, að þar er um ekkert — bókstaflega ekkert nýtt að ræða, heldur að- eins verið að ljúka við þau verk, sem í gangi voru, þegar bæjar- stjórnarskiptin urðu. Það er því ekki úr vegi og ekki til of mikils mælst, þó farið sé fram á við S. Fyrstu spurningunni svara ég þannig: Eg tel aðalstarf forsta íslands sé það að hann eigi að vera tákn þess fullveldis og sjálfstæðis, sem við íslendingar kusum okkur 17. júní 1944, þgar lýðveldið var stofnað. Hann á að vera einingarafl þjóð- arinnar og ráðgjafi, hann á að koma fram fyrir hönd þjóðar sinn ar í samskiptum þjóðanna, einnig að vera sáttasemjari og ráðgjafi, þegar erfiðleikar koma upp í sam- bandi við stjórnarmyndanir. Þetta tel ég aðalstörf forseta íslands. Önnur spurning: Forsetakosningarnar geta ekki haft áhrif á íslenzk stjórnmál, þar sem enginn sérstakur pólitízkur stjórnmálaflokkur styður forseta- kjörið, enda ekki þannig staðið að þessum kosningum, í sambandi við lífsbaráttu íslendinga. Þriðja spurning: K., að hann geri bæjarbúum grein fyrir nýjum framkvæmdum bæj- arins síðan að núverandi meiri- hluti tók við. Hvað með Sundhallarbygging- inguna, sem rFramsóknarmenn skömmuðu Sjálfstæðisflokkinn mest fyrir að hafa ekki komið áfram. Hvað með safnhúsið, sem tekið var inn á fjárhagsáætlun 1967 með 2ja millj. kr. framlagi. Hvað með byggingu nýs barna- skóla, barnaheimilis að ógleymdri Framhald á 3. síðu Frú Steina Scheving. Eg tel það mikinn kost fyrir for stann, að hann sé vel heima í stjórnvísindum og að hann hafi þekkingu á stjórnmálum, bæði innlendum og erlendum og að hann hafi tekið virkan þátt í þjóð- eðli embættisins og vilja fólksins. Fojsetakjör Fylkir snéri sér til nokkurra lesenda sinna og bað þé um að svara eftirfarandi spurningum og fara svör þeirra hér á eftir. 1. Hvert teljið þér, að sé aðal starfssvið forseta íslands? 2. Teljið þér, að forsetakosningarnar geti haft áhrif á íslenzk stjórnmál? 3. Teljið þér það kost, að forseti íslenzka lýðveldisins hafi öðlazt þekk- ingu á þjóðmálum, vegna afskipta sinna af stjórnmálum og vegna margvíslegra stjórnsýslustarfa?

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.