Fylkir


Fylkir - 21.06.1968, Blaðsíða 3

Fylkir - 21.06.1968, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Vilhelmínu Guðmundsdóttur, Kirkjuvegi 88, Vestmannaeyjum. Guð launi ríkulega hlýhug ykkar. Hákon Kistjánsson. STUÐNINGSMANNA KRISTJÁNS ELDJÁRN Höfum opnað skrifstofu í Víðidal (Vest- mannabraut 33). Fyrst um sinn verður að- eins opið á kvöldin. Starfsmaður skrifstofunnar er Lýður Brynj- ólfsson, skólastjóri. Allt stuðningsfólk Kristjáns Eldjárn er vinsamlega beðið að hafa samband við skrifstofuna. — Síminn er 1060. STUÐNINGSMENN Dr. Kristjáns EMjárns I VESTMANNAEYJUM halda almennan fund í Sam- komuhúsinU/ sunnudaginn 23. júní, kl. 15,30. Dr. Kristjón Eldjórn og frú mæta ó fundinum. Vestmannaeyingar, fjölmennið ó fundinn og gerið sigur Krist- jóns Eldjórns sem mestan. Stuðningsmenn. KONUR, KONUR, ATHUGID! Kynning verður á Carmen rúllum í dag og á morgun, 21. og 22. júní, í verzlun vorri. Komið og sjáið. CARMEN UMB03IÐ RAFTÆKJAVERZLUNIN Haraldur Eiríksson h. I Símar: 2166 og 1966. Takið eftir! Stórkostlegt úrval af strigaskóm á yngri og eldri. Verzlunin SKEMMAN Sími 2080. Sjómannamessa heitir greinarkorn, er stóð að finna í Framsóknarblaðinu 30. maí s.l. Höfundur er J.B. (Jóhann Björns- son) póstfulltr., oddfellow, í stjórn kirkjukórsins, kaupfélagsins, ferða félagsins og mannfélagsins. Nú geysist þessi virðulegi maður fram á ritvöllinn og vill stjórna sjó- mannadeginum og einnig Þjóðhá- tíðinni, en það er annað mál, og jVerður skrifað um. Okkur er að þessari grein standa viljum láta kirkjur og minningar. 'athafnir vera í friði og teljum ekki blaðamat. Hinsvegar erum við neyddir til að bera hönd fyr- ir höfuð okkar, vegna ófyrirleit- inna skrifa í okkar garð. Við vísum því algerlega á bug, að við viljum ekki koma í Landa- kirkju. Hitt verður J.B. að skilja að öll störf sjómannadagsins falla á okkar herðar, en ekki hans og eru þau mjög mikil og öll unnin í sjálfboðavinnu. Þau gerum við meðan J.B. getur setið í kirkju með „helgiathafnir” í huga og jafnframt gagnrýni og svívirðingar um okit- ur, forráðamenn sjómannadagsins. (Sú manngerð virðist skjóta upp kollinum ennþá, er gengur upp í musterið og segir: „Guð, ég þakka þér fyrir, að ég er ekki eins og aðrir menn”). Einnig vísum við því á bug og skal það skrifast algjörlega á reikn ing J. B., að smábörn séu send eft- iirlitslaus í kirkju, til þess að for- eldrarnir fái sofið út heima. Slík orð gera engum gagn og kalla varla fram þakklæti, hjá þeim meira en 500 Eyjamönnum , er kusu þennan mann, sem fulltrúa sinn í bæjarstjórn. J. B. lætur sneiðarnar skella á þeim, ekki síð- ur en hinum, er telja að allt geti gengið, án þess að hans afsldpta njóti. Það, sem virðist greina á milli J.B. og Sjómannadagsráðs er að athöfnin eigi að byrja með messu- gjörð í Landakirkju og síðar úti við minnismerkið. Okkar sjónarmið hefir verið að meira en 50 sunnudaga eru he’.gar tíðir sungnar við Landakirkju og njóta þær skiljanlega sem slíkar fyrsta réttar...... Það er einn sjómannasunnudag- ur á ári og okkur hefir fundizt þess vegna, að minning drukkn- aðra og hrapaðra gangi fyrir öðru í dagskrárröðun. Hugir Vestmanna eyinga eru ekki sameinaðir um slíka stund, á öðrum tíma, en þenn an hálftíma, er hefir verið helg- aður þeim, sem hafið, björgin og flugslysin hafa hremmt. Þetta viil J.B. ekki og hefir stundað bréfa- skrif og liðssöfnun gegn þessari á • heyra ' sjálfan sig syngja sálma, með kirkjukórnum, heldur en að kvörðun okkar. J.B. vill heldur Lúðrasveitin leiki sálmalög. Hann vill heldur að Vestmanna- eyingar hlusti á hann sjálfan og kórinn, heldur en landsþekkta lista menn, því eins og kunnugt er, þá hefir sjómannadagsráð aldrei spav- að að leggja sitt fram um að minn- ingarathöfninni væri sýndur mesti sómi, virðing og heiður. Þess vegna höfum við heldur kosið Árna Jónsson, tenórsöngvara, Guð- mun Guðjónsson, óperusöngvara og nú síðast Magnús Jónsson, ein- söngvara, með undirleik færustu manna, kæmu þarna fram og þar með er ekki kastað steinum að neinum. Sú ábending J.B. með óheppi- legt veður við minnismerkið, fær ekki staðist, því hægt er að telja á fingrum annarrar handar þá sjó- mannadaga, er óveður hefir hiodr- að minningarathöfnina. Að endingu óskum við eftix þvi að vera lausir við orðasnepla og á • lit, sem kemur fram hjá J.B. að „við sneyðum hjá kirkjunni og fyr ir siðasakir hafi messu á dag.:- skránni”. Þessari illkvittni og iógi vísum við til föðurhúsanna. Á meðan J.B. tilheyrir ekki sjó- mannastéttinni og þarafleiðar.di verður ekki kosinn í sjómannadags ráð, þá óskum við eftir að fá að vera í friði frá hans hendi. Með þökk fyrir birtinguna. S. S. og K. S. SUMARMÓT Ársþing Hvítasunnumanna á ís- landi, verður að þessu sinni hald- ið hér í Eyjum. Verður það sett þriðjudaginn 25. júní og stendur yfir frá þeim degi til sunnudagsins 30. júní, að honum meðtöldum. Mótið verður sett í Betel og þar verða allar innbyrðissamkomur haldnar. Hefjast þær með morgun bænum alla daga mótsins kl. 10,15. Síðan verða Biblíulestrar kl. 14 og kl. 16. Að kvöldinu verða svo almennar samkomur kl. 20,30. Reiknað er með góðri þátttöka víða af landinu, einnig erlendis frá og þar á meðal frá Grænlsndi. Auk innlendra ræðumanna, þá munu útlendir menn tala og verða ræður þeirra þýddar jafnóðum. Lögð verður mikil áherzla á söng og hljóðfæraleik í almennu samkomunum og verður hann fjöl breyttur að vanda. Hámenrxtaðir og landskunnir hljóðfæraleikarar munu stjórna söngnum. Bæjarstjóri, Magnús Magnússon, hefir góðfúslega leyft okkur tjald- stæði á Stakkagerðistúninu fyrir stórt samkomutjald. Reiknað er með, að almennu samkomurnar verði þar. í tjaldinu verður ljós og Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.