Fylkir


Fylkir - 12.07.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 12.07.1968, Blaðsíða 1
 Malgagn Sjalfstæðis* flokksans "V 20. argangur Vcstmannacyjum, 12. júli 1968 6. tölublað. »¦«¦¦«»¦—»¦¦«•¦-¦<•¦>-» ~m-m-~ m-m-*¦¦-*¦ m-*¦+¦¦*¦*.*¦ *-m-^ *¦*+-m-m-—m. m ~ ^ *-^ + m m m ... . , ............------------------------,------------rrrrrrrj'j-jxjjjjjjjjj. Langþrdðu morkí Vestmnnnaayinga nóð. Dansbfl hapalshipið Henry P. Ladíng, eign N.K.T., hom með vatnsleiðsluna hingað í Vestmannaeyjahó'ln $. I. miðvihudag, 10. \. m. Undirbúningur undir stofnun vatnsveitu hér í Eyjum á sér langan aðdraganda og athugun og var bæjar- stjórn ávallt sammála um að mál- ið væri svo mikilvægt, að sjálf- sagt væri að rasa ekki um ráð fram, þó að það kynni að seinka framkvæmd verksins um nokkurt árabil. Lögð var áherzla á að kanna allar hugsanlegar leiðir til vatnsööflunar áður en ráðizt yrði í leiðslu frá fastalandinu, sem á þeim tíma var talin miklu hæpn- ari framkvæmd, en síðar kom ,í ljós. Var í allan undirbúning og athuganir lögð mikil vinna, bæði af bæjaryfirvöldum og þáverandi bæjarverkfræðingi, Þórhalli Jóns- syni, og urðu þær allkostnaðar- samar áður en lauk og því full á- stæða til að rifja málið í heild upp nú, þegar þa ðer að komast á lokastig, því vonandi verða veð urguðirnir Vestmannaeyingum vel- viljaðir, þegar til kemur að leggja leiðsluna yfir sundið milli lands og Eyja. Fystu athuganir. _ Grunnvatnsboranir. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1954 var fyrst í alvöru farið að ræða um möguleika á að stofna vatnsveitu hér í Eyjum. Þótti þetta að minnsta kosti af utanbæjarmönn um allmikil bjartsýni, þar sem hér var ekki um neina uppsprettu að ræða og því síður læk, sem hægt væri að virkja. Jarðfræðingar töldu þó, að hugs- azt gæti, að svonefnt grunnvatn væri undir Eyjunum. Töldu að ef aðstæður væru eðlilegar hlyti svo að vera. Þetta var á árinu 1955. Á- kvað bæjarstjórn árið eftir að fá j arðhitadeild Raforkumálaskrifstof- unnar til að framkvæma hér jarð- boranir, til að kanna hugmyndir Djúpborunin 1964. jarðfræðinga um hugtanlegt grunn vatn. En til þess þurfti að bora niður að eða aðeins niður fyrir sjávarmálsdýpi. Árið 1956 voru þessar boranir framkvæmdar og boraðar 6 eða 7 holur þvert yfir Heimaey. Syðsta holan suður við Breiðabakka og sú nyrzta niður við Friðarhöfn. Reyndist strax við fyrstu prófun nær ómengaður sjór í öllum holunum nema einni, sem boruð var rúmlega 100 m. niður upp við Dali. Sú hola gaf í fyrstu nokkra von. En þegar farið var að dæla hana til lengdar varð vatnið því saltara, sem lengur var dælt og því auðséð hvert stefndi einnig með þá holu og frekari bor anir eftir grunnvatni taldar þýðing arlausar af jarðfræðingum, enda kom í ljós í öllum tilfellum, að þeg ar komið var niður á sjávarmáls- dýpi, var komið niður í þykkt lag af brunahrauni, sem sjór leikur í gegnum. Bæði jarðfræðingar og aðrir vita því eftir þessar boranir, um byggingarlag og undirstöðu Eyj anna að þessu leiti., og töldu þeir á þeim tíma svokallaðar djúpboran ir svo hæpnar og mikið ævintýri, eins og þeir orðuðu það, að þeir treystu sér ekki til að mæla með, að ríkissjóður tæki að sínum hluta þátt í kostnaði við þær, eins og hann hafði gert við grunnboranirn- Vinnsla vatns úr sjó. Þegar fyrir lá, að vatnsveitan yrði ekki byggð á hugsanlegu grunnvatni undir Eyjunum, ákvað bæjarstjórn að stíga næsta skref og láta kanna möguleika á vinnslu vatns úr sjó, en sú aðferð var þá mjög farin að ryðja sér til rúms og voru Bandaríkjamenn komn- ir lengra á því sviði en aðrir, að pví er þá var vitað og voru þess- ar tilraunir aðallega gerðar í fyrstu þar sem þeir höfðu bækistöðvar og vatnsskortur var, og var í þeim tilfellum að sjálfsöögðu ekki horft hvorki í stofn- eða reksturskostn- að, eins og lítið sveitarfélag hlaut að verða að gera. Snéri bæjarverkfræðingur sér til þeirrar deildar í ráðuneytinu í Washington, sem með þessi mál hafði að gera fyrir Bandaríkja- stjórn, og fékk þaðan upplýsingar um alla framþróun þessara mála og möguleika á að leysa vatns- skortinn eftir þessari leið. Og fyrir milligöngu Rannsóknaráðs ríkisins var fenginn hingað bandarískur sérfræðingur til athugunar á að- stæðum hér í Eyjum og til viðræðna við bæjaryfirvöld. Sendi hann bæj arstjórn skýrslu um málið, og taldi hún þá enn sem komið var vinnslu vatns úr sjó ekki komna á það stig að vatnsveita hér yrði byggð á peim forsendum. Árið 1963 taldi bæjarverkfræðingur ,að sú fram- þróun hefði átt sér stað í þessum málum, að eðlilegt væri að taka það upp til nýrrar athugunar. Var honum þá falið að leita tilboða í tæki, sem framleiddi nægilegt magns af vatni ,eða um 3000 tonn á sólarhring, sem talið var lágmark þess, sem vatnsveita hér þyrfti með í framtíðinni. Hagstæðasta til- boð, sem barst, var frá heims- þekktu þýzku fyrirtæki, Atlas, en stofnkostnaður var mjög hár eða um 60 til 80 milljónir miðað við stöðina uppsetta og það sem verra var, að fyrirsjáanlegt var, að rekst urskostnaður við framleiðslu vatns ins myndi verða svo mikill, að nær óhugsandi var að framleiðsla vatns úr sjó gæti verið undirstaða undir vatnsveitu hér á landi, miðað við verðlag á orku ,sem til framleiðsl- unnar þurfti, auk þess var hér um mjög flókna og margbrotna véla- samstæðu að ræða, og því meiri bilunarhætta en ella. Djúpborun. Þegar einnig þetta lá ljóst fyrir voru enn á ný hafnar viðræður við jarðfræðinga Jarðhitadeildar Raf- orkumálaskrifstofunnar um djúp- borun hér í Eyjum allt niður á Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.