Fylkir


Fylkir - 16.08.1968, Qupperneq 1

Fylkir - 16.08.1968, Qupperneq 1
Málgagn Sjálfstæðis? flokksíni 20. argangur Vestmannaeyjum, 16. ágúst 1968 7. tölublað Rúmlega hálf öld er síðan að Björgunarfélag Vestmannaeyja hóf starfsemi sína. Hitti blaðið núver- andi formann þess, Jón I. Sigurðs- son, hafnsögumann, að máli í til- efni þessara merku tímamóta í sögu félagsins, og átti við hann stutt samtal og fer það hér á efir. Er það ekki rétt Jón, að Björg- unarfélagið sé fimmtíu ára um þessar mundir? Jú, það er rétt. Af því sem fram kemur af fundargerðarbókum fé- lagsins er fyrsti formlegi stjórn- arfundur þess haldinn að Hofi hér í bæ þann 4. ágúst 1918. Var á Karl Einarsson, sýslumaður. „Gamli” Þór. þeim fundi samþykkt að láta byggja um 60 tonna bát til gæzlu og björgunarstarfa. Af byggingu þessa báts varð þó ekki. Sigurður Sigurðsson, lyfsali, var nokkru síð ar ráðinn til fjáröflunar fyrir fé- lagið og fór hann meðal annars til Reykjavíkur í þessu sambandi. Var honum af kunnáttumönnum þar, meðal annars Emil Nielsen, fyrsta framkvæmdastjóra Eim- skipafélagsins, ráðlagt að hafa skip ið nokkru stærra. Komu kaupin á „gamla Þór” þá þegar til athugunar? Félaginu höfðu borizt tilboð í nokkur skip. Og snsemma í ágúst 1919 bárust stjórn þess boð um, að hafrannsóknarskipið „Thor”, sem danska landbúnaðarráðuneytið átti, væri falt til kaups. Frekari athuganir og viðræður enduðu með kaupunum á þessu skipi, eins og kunnugt er. Heldurðu ekki að það hafi ver- ið erfitt fyrir Vestmannaeyinga að ráðast í kaup á svo stóru og dýru skipi á þeim tíma? Ekki efast ég um það. En mér hafa tjáð menn, sem þetta muna vel, að vegna þeirra tíðu sjóslysa, sem hér höfðu orðið hafi ver- ið mjög almennur áhugi á málinu. Kom þetta greinilega í ljós, þegar farið var að safna fé til kaupa á skipinu. Menn gengu mjög nærri sér. Lögðu jafnvel fram allt spari- fé sitt, og ekki mun það hafa ver- ið óalgengt, að auk eigin framlags hafi foreldrar látið börn sín leggja fram sparifé sitt til kaupa á skip- inu. , Svo samstilltur var hugur Eyjabúa til að hrinda málinu í framkvæmd. Það hefur sjáanlega verið um hreina nauðvörn hjá Vestmannaey ingum að ræða? Já, vissulega. í engin hús önnur var að leita. Ekkert björgunar- eða gæzluskip var þá í eigu ríkisins, og gátu Vestmannaeyingar á eng- an treyst nema sjálfan sig í þess- um efnum. Hvenær kom svo „Þór” hingað? Skipið kom hingað þann 26. marz árið 1920 við mikinn og al- mennan fögnuð Vestmannaeyinga. Kostnaðarverð skipsins hingað komið mun hafa verið rúmlega 270 þúsund krónur, sem var geysi mikið fé á þeim tíma miðað við allar aðstæður. Telurðu ekki að Vestmannaey- ingar hafi stigið rétt og heilla- drjúgt spor með því að ráðast í kaup á svo traustu björgunarskipi? Jú, alveg án efa. Skipið var stórt á þess tíma mælikvarða og vel út- búið til björgunarstarfa í alla staði. Meðal annars var hafður Jóhann Þ. Jósefsson, alþm. Ársæll Sveinsson, framkv.stjóri. Jón í. Sigurðsson, núv. formaður læknir um borð í skipinu, Jón Benediktsson, næstum frá byrjun. Nauðsyn fyrir skipið kom fljótlega í ljós. Þegar á öðrum degi var skipið svo lánsamt að bjarga bát og skipshöfn, sem í nauðum var stödd hér austur af Eyjum. Og þannig varð „gamli Þór” ávallt til mikils halds og trausts fyrir Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.