Fylkir


Fylkir - 16.08.1968, Blaðsíða 3

Fylkir - 16.08.1968, Blaðsíða 3
/ FYLKIR Upplysingar um vafttþjónutsu lœhna. Læknar bæjarins skipta með sér vöktum, utan venju- legs vinnutíma. Kvöld og næturvakt er frá klukkan 6 á kvöldin til klukkan 8 á morgnana og helgarvakt hefst klukkan 12 á hádegi á laugardögum. Til þæginda fyrir bæjarbúa og til þess að létta álagi af sjúkrahúsinu var sjálfvirkur símsvari settur upp og rækilega auglýst, að hægt væri að fá upplýsingar um hver gegnir neyðarvakt hverju sinni, með því að hringja í svar- símann. Mikil brögð eru að því, að fólk hringi í sjúkrahúsið að óþörfu, til þess eins að fá upplýsingar þær, sem fást sjálfvirkt í símsvaranum og veldur það miklum töfum og óþægindum á sjúkrahúsinu. Viljum við því biðja bæjarbúa að sýna starfsfólki sjúkrahússins þá tillitssemi að hringja heldur í svarsím- ann: 1245. Hann svarar eftir klukkan 6 á kvöldin á virk- um dögum og á öllum frí- og helgidögum. Sjúkrahúsið tekur að sér að veita upplýsingar á vökt- um hvar lækna er að finna og tekur við skilaboðum, ef ckki svarar í heimasíma læknisins. SJÚKRAHÚS VESTMANNAEYJA SUNDLAUGIN Sundlaugin hefur verið opnuð eftir gagngerðar lag- færingu á kerinu (sem því miður tók lengri tíma en áætlað hafði verið). Laugin verður opin þannig: Kl. 8—9 almennur tími. — Kl. 9—12 kennsla eingöngu. — Kl. 14—16 kennsla og almennur tími. _ Kl. 16—17 kvennatími — Kl. 17—19 almennur tími. _ Kl. 20—22 almennur tími.. Þessi tími gildir frá þriðjudögum til föstudaga. Á laugardögum verður laugin starfrækt eins og venjulega fram að hádegi, en alm. tími verður þá frá 14—19. Á sunnudögum og mánudögum verð- ur laugin lokuð vegna hreinsunar. BÆJARSTJÓRI. Frá Barnashólannm Öll skólaskyld börn eiga að hefja nám 2. september n. k. Börnin skulu koma í skólann á eftirtöldum tímum: 4. 5. og 6. bekkir, mánudag 2. sept. kl. 2 eh. í Landakirkju 3. bekkir, þriðjudag 3. sept. kl. 11 f.h. í skólanum 2. bekkir, þriðjudag 3. sept. kl. 1 e.h. í skólanum 1. bekkir, þriðjudag 3. sept. kl. 2 e.h. í skólanum Skólastjórinn LOGFRÆÐI- | FASTEIGNIR SKRIFSTOFA. Hef opnað lögfræðiskrifstofu að Vestmannabraut 31, Kaupangi, og jafnframt tekið við óloknum mál- um Braga Björönssonar hdl. Skrifstofan verður opin á sama tíma og áður. Síminn er 1878. Jón Óskarsson, lögfræðingur. TIL SÖLU. Einbýlishús við Strandveg, Her- jólfsgötu, Brekastíg og Urðaveg. Fiskhús við Skildingaveg. íbúð við Hásteinsveg. Hef kaupanda að 4ra herbergja í- búð við fáfarna götu. JÓN ÓSKARSSON. lögfræðingur. Vestmannabraut 31. Sími 1878. SUNNU-dagar í sólarlöndum Vinsælar utanlandsferðir með íslenzkum fararstjórum. MALLORCA _ LONDON — 17 dagar. 9. okt. — 23. okt. LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN 12 daga ferðir kr. 14.400,00. Brottfarardagar: 1. sept. _ 8. sept. — 15. sept. ÍTALÍA í septembersól. Brottför 1. september, 21 dagur, verð kr. 27.600,00. PARÍS - RÍNARLÖND _ SVISS. Brottför 23. ágúst, — 17 daga ferð. — Verð kr. 22.840,00. EDINBORGARHÁTÍÐIN. Brottför 24. ágúst — 7 daga ferð. — Verð kr. 8.900,00. HAUSTFERÐ TIL SUÐRÆNNA STRANDA. 11. október. — 20 dagar. — Verð kr. 34.800,00. ÆVINTÝRAFERÐIN TIL AUSTURLANDA. 6. október. — 21 dagur. — Verð kr. 28.900,00. Upplýsingar og söluumboð í Vestmannaeyjum: Páll Helgason. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA, Reykjavík. KÆLISKÁPAR FRYSTISKÁPAR. Sjálfvirkar þvottavélar. Útborgun 4-5000 kr. eftirstöðvar, 1500 kr. pr. mán. Philipssjónvörp, verð frá kr. 14.000,00. Útborgun frá kr. 3000,00. eftirstöðv. frá kr. 1500,00 pr. mán. Úrval góðra húsgagna. Gott verð, frábærir af- borgunarskilmálar. PHILIPSSJÓNVARPSUMBOÐIÐ MJÓLKURBARINN KAUPGREIÐENDUR Munið að halda eftir af launum starfsmanna yðar til greiðslu á útsvörum til bæjarsjóðs. Kaupgreiðendur bera ábyrgð á gjöldum starfsmanna sinna sem eigin gjöldum, ef þeir vanrækja að halda eftir af launum þeirra og tilkynna ekki innheimtunni, þegar starfsmaður byrjar störf hjá þeim. ÚTSVARSINNHEIMTAN, VESTMANNAEYJUM. LÖGFRÆÐI- SKRIFSTOFA. Vegna flutnings úr bænum hef ég hætt rekstri lögfræðískrifstofu minnar og tekur Jón Óskarsson, lögfræðingur við öllum málum, sem ég hef haft með að gera og ekki er lokið. Viðskiptamenn mínir eru því beðnir að snúa sér til hans með þau mál, sem ég hef verið með fyrir þá. Með þökk fyrir viðskiptin á liðn um árum. Bragi Björnsson, hdl.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.