Fylkir


Fylkir - 30.08.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 30.08.1968, Blaðsíða 1
*mm*mrmmm Máfgagn Sjólfsfceðis? flokksiná -»>: 20. argangur Vestmannaeyjum, 30. ágúst 1968 •*^^**-^i +**m&*&~w*4Þ*m*m 8. tölublað 3^ I (:<'! JVi Kommúnistar kosta grímunní Atburðirnir í Tékkóslóvakíu hafa orðið til þess að opna augu manna Um heim allan fyrir því hverskonar stjórnmlastefna komm únisminn er. Áróðursmenn komm- únista bæði hér á landi og annar- staðar hafa viljáð haída því fram, að stefna þeirra væri frjálslynd umbótastefna, sem hefði það að markmiði að bæta kjör launafólks og þá helst láglaunamanna. Hafa því miður allt of margir orðið til þess að trúa þessum áróðri og stutt þá í kosningum hvort heldur hefur verið til Alþingis eða sveita stjórna. Er að sjálfsögðu ekkert við þessu að segja. Þar sem lýð- ræði rikir er hverjum og einum frjálst að hafa sínar skoðanir og haga atkvæði sínu við kjörborðið eins og hann telur skynsamlegast hverju sinni. En nú hafa kommúnistar kastað grímunni. Þeir hafa að vísu áður sýnt sitt sanna innræti bæði með árás sinni á "úrigverska alþýðu 1956, hernámi Eystrasaltsríkjanna og árásinni á Finnland. Urðu glæpaverk komm- únista, sem unnin voru í þessum löndum til þess að opna augu margra fyrir hinu sanna innræti þeirra. En umboðsmenn Rússa hér á landi sem annarsstáðar treystu sér þó til að verja' þennan verknað" og réttlæta hann, þó um hrein of- beldisverk yæri a.ð ræða. Griðrof. Árásin á Tékkóslóvakíu er nokk uð annars eðlis og enn svívirði- legri. Tékkneska þjóðin hafði fulla ástæðu til að ætla, að með samn- ingunum í „Bratislava hefði hún tryggt sér, að Rússar og leppríki þeirra myndu virða landamæri Tékkóslóvakíu, enda voru gefin bein 'fyrirheit þar um í samning- unum, sem þar voru gerðir. Síðar hefur komið í ljós, að Rússar voru þá þegar, er þeir gáfu þessa yfirlýsingu, búnir að ákveða innrásina í Tékkóslóvakíu. Það eru þessi griðrof, sem almenn ingur um allan heim fordæmir og telur slíkt níðingsverk, að óverj- andi sé í samskiptum siðaðra þjóða. Meira að segja hefur al- menningur í sumum leppríkjum Rússa, eins og til dæmis í Austur- Þýzkalandi fundið hvöt hjá sér og lagt út í að mótmæla þessu ger- ræði, og er það í fyrsta skipti, sem slík rödd heyrist úr þeim herbúð- um og hefur það að vonum vakið alheimsathygli. Ef tékkneska þjóðin hefði gert uppreisn gegn Rússum væru við- brögð þeirra skiljanlegri. En svo var ekki. Tékkar höfðu marg lýst því yfir, að þeir óskuðu þess að vera áfram í Varsjárbandalaginu og að þeir myndu standa við allar skuldbind- ingar sínar gagnvart því. Ennfrem ur höfðu þeir lýst því yfir, að þeir ætluðu sér áfram að búa við sós- alistiskt skipulag. En það, sem þeir fóru fram á var að koma á hjá sér „sósialisma með mannúðlegu yfirbragði", eins og þeir orðuðu það sjálfir í yfir- lýsmgu, er gefin var eftir viðræð- urnar í Moskvu. Það vill segja að veita íbúum landsins nokkuð aukið frelsi og leyfi til að gagnrýna gerð ir stjórnarinnar að vissu marki. Þetta þoldu Rússar ekki, og töldu að skipulagi sínu stafaði af því bein hætta. Þeir vissu, að ef einhversstaðar yrði slakað á, myndu önnur leppríki þeirra krefjj ast aukins frelsis ,og að jafnvel í þeirra" eigin landi myndu koma fram kröfur um mannúðlegra skipulag. Hafa þeir þar með viðurkennt fyrir öllum heiminum, að sósial- ismi ,eins og kommúnistar fram- kvæma hann er bein ánauð, og vita vafalaust engir betur en þeir sjálfir, sem við hann búa, að svo er. Hræðslan við almenningsálitið. Eins og fram hefur komið af fréttum, sem birst hafa í blöðum útvarpi og sjónvarpi, hefur allur almenningur af heilum hug for- dæmt ofbeldisaðgerðir Rússa og leppríkja þeirra í Tékkóslóvakíu. Umboðsmenn kommúnista hér á landi, sem annarsstaðar, hafa því lent í ónotalegri aðstöðu. Margir þeirra, eins og Magnús Kjartansson ,ritstjóri Þjóðviljans og Einar Olgeirsson, hafa eytt allri starfsorku sinni mestan hluta ævinnar í að útbreiða kenningar Rússa ,túlka ágæti kommúnism- ans umfram annað stjórnarfar og verja gerðir þeirra, hversu sví- virðilegar, sem þær hafa verið. Allt í einu standa þessir ágætu umboðsmenn kommúnista frammi fyrir þeirri staðreynd, að hið rúss- neska skipulag fær ekki staðist, nema að beitt sé kúgun, svikum og ofbeldi, eins og nú hefur átt sér stað og almenningsálitið um allan heim hefur þegar fordæmt. Hvað áttu þeir að gera? Áttu þeir að verja ofbeldisað- gerðir yfirboðara sinna eða áttu þeir að láta berast með straumn- um. Þeir hafa án efa séð, að* ef þeir tækju hinn fyrri kostinn myndu þeir fljótlega einangrast í íslenzk- um stjórnmálum og vart eiga sér uppreisnar von. Slíkt hentaði þeim án efa ekki. Þeir tóku því hinn síðari köst, að láta berast með hinum þunga straum almenningsálitsins og mót- mæla ofbeldinu. Hversu lengi þetta varir lvjá þeim verður reynslan að skera úr um. En ýmýs teikn eru þegar á lofti um, að þegar Rússar hafa nú neyft" Tékka til nokkurrar undirgeíni, muni Þjóðviljinn og önnur máí- gögn kommúnista fara að linast í andstöðu sinni við Rússa og ekki telja kommúnismann eins óala'r.di' og óferjandi, eins og þeir í bili vilja vera láta. Rafmagn til upp- hitunarhúsa Þegar horfið var frá kolakynd- ingu við upphitun húsa og yfir í olíukyndingu, þótti það mikil framför og þægindi og voru það ó- neitanlega, auk þess, sem kynding með olíu er mun hreinlegri en 'kolakynding. Nú liggur það fyrir, er til kem- ur aukið rafmagn vegna virkjun- ar Þjórsár við Búrfell, að athugun hlýtur að fara fram á því hvort ekki verði unnt að taka upp kynd ingu húsa hér í Eyjum með raf- magni. Ef slíkt teldist hagkvæmt myndu það verða álíka framfarir og er horfið var frá kolunum yflr í olíu og ekki minna þrifnaðarspursmál, auk mun minni eldhættu. Sá maður hér í Eyjum, sem án efa hefur mest hugsað þetta mál og bezt getur gert sér grein fyrir því, er Garðar Sigurjón?son, raf- veitustjóri. Snéri blaðið sér ti'i hans og beindi tii hans nokkrum spurning- um varðandi málið og fara svör hans hér á eftir. í fyrsta lagi Garðar. Telurðu ekki að mjög komi til athugunar að taka hér upp kyndingu húsa með rafmagni, er sá hluti Þjórsár, sem nú er verið að virkja, verður tekinii í notkun? Jú, ef orkuverð lækkar, eins 03 reiknað hefur verið með, tel ég að betta hljóti að kr-ma mjög til álita. Verðlag hefur fram að þessu verið haldið háu til h^.íanar vegna ónógrar orku frá Soginu. Hvað um stofnkostnað hitakerf- ef um nýbyggt hús er að ræða? Er hann meiri eða minni, en þeg- ar reiknað er með olíukyndingu? Samkvæmt útreikningum Gísla Jónssonar, rafveitustjóra, í Hafn- arfirði, en hann hefur kynnt sér þetta mál einna bezt manna hér- lendis, telur hann stofnkostnað olíukyndingar á 124 fermetra ein- býlishúsi vera 103 þúsund krón- Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.