Fylkir


Fylkir - 30.08.1968, Blaðsíða 3

Fylkir - 30.08.1968, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 mii 09 útflutningur Afli í sumar hefur verið allsæmi legur miðað við undanfarin ár. Samtals hafa komið á land hér 9.973 tonn af fiski undanfarna þrjá mánuði, eða frá 15. maí til 15. ágúst. Er hér að langmestu leiti um fisk af togbátum að ræða. Hefur þessi afli haldið öllum frystihúsunum gangandi í allt sum ar og oft þurft að vinna bæði eft- ir- og næturvinnu, og kaup verka- fólks sem við fiskiðnaðinn vinnur því með betra móti. Skreiðin. Sama hörmungarástandið ríkir með útflutning skreiðarinnar. Ligg ur enn ófarin skreið frá haustinu 1966 og að heita má öll framleiðsla ársins 1967 og að sjálfsögðu það litla, sem verkað var í skreið nú á þessu ári. Saltfiskurinn. Undanfarin allmörg ár hefur all- ur saltfiskur, sem framleiddur hef ur verið að vetrinum til verið full unninn og farinn þegar í júní eða júlímánuði og hefði á undanförn- um árum verið hægt að selja mun meira magn af saltfiski, en fyrir hendi var. Nú í ár bregður aftur á móti svo við, að aðeins er farinn rúmlega 1/3 hluti af saltfiskframleiðslu vetrarins og alveg óvíst hvenær afgangurinn fer. Stafar þetta vafa laust af meiri saltfiskframleiðslu bæði hjá íslendingum og öðrum fiskveiðiþjóðum jjy | Freðfiskurinn. Nokkurrar sölutregðu hefur einnig gætt á freðfiskmarkaðinum nema þá helst, ef um sérstaka gæðavöru hefur verið að ræða. Því miður hefur aðeins lítið af fiski okkar náðst í þann flokk og gefur það vissulega tilefni til at- hugunar á, hvort ekki er beinlín- is nauðsynlegt að athugun fari fram á því, á hvern hátt hér er hægt úr að bæta, jafnvel þó að það kostaði eitthvað minni heild- arafla .sérstaklega yfir sumarmán- uðina. Hefur sölutregða og nokkuð verðfall sjávarafurða á erlendum mörkuðum valdið fiskiðnaðinum bæði hér og annarsstaðar verulegu fjárhagslegu tjóni og erfiðleikum, sem alls ekki er séð fyrir endann á enn hvernig úr rætist. Ibúð til sölu Neðri hæð húseignarinnar nr. 46 við Urðaveg er til sölu. Upplýsingar gefur undirritaður Gísli G. Guðlaugsson, símar 2220 eða 1894 Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför, HJÁLMARS JÓNSSONAR, frá Dölum. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs lyfja- tíeildar III C Landsspítaans fyrir frábæra umönnun í veik- indum hans. Einnig viljum við þakka „Álseyingum” fyrir vináttu þeirra og tryggð. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur Landakirkja. Messað í Landakirkju sunnudag- inn 1. sept. kl. 10,30 f.h. Andlátsfregn. Gísli Ingvarsson, frá Uppsölum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 28. þ.m. ■ «*r* Innilegar þakkir færum við þjóðhátíðarnefnd íþrótta- félagsins Þórs, fyrir að þeir buðu okkur í Dalinn á Þjóð- hátíðina. Vistfólkið Elliheimilinu. Þakka fyrir árnaðaróskir og vinarhug á 65 ára af- mæli minu. Ólafur Sveinsson. Barnaskólinn verður settur í Landakirkju, mánudaginn 2. sept. kl. 2 e.h. og eiga þá 4. 5. og 6. bekkir að mæta. Börn yngri bekkjanna mæti sem hér segir: 3. bekkir kl 11 f.h., 2. bekkir kl. 1 e.h., 1. bekk- ir kl. 2 e.h. Kennarafundur verður kl. 1 e.h., mánu- daginn 2. sept. í kennarastofunni. Skólastjóri. BARNASKOLI S. D. A. verður settur mánudaginn 9. sept. kl. 1 e.h. Skólastjóri. ALÞÝÐUHÚSIÐ DANSLEIKUR n.k. laugardagskvöld kl. 9—2. Logar skemmta. Týr. Sjómenn! Vélstjóranámskeið 1. stigs verður haldið hér í bæ á vegum Vélskóla íslands, næstkomandi haust, og mun hefjast seinnihluta septembermánaðar. Inntökuumsóknum ber að skila til Sveins Gíslason- ar, Illugagötu 45, sími 2096 eða til Alfreðs Þorgi'ímssonar, Vesturvegi 20, símar 1293 og 2380 og veita þeir allar nán- ari upplýsingar. Vélstjórafélag Vestmannaeyja vill sérstaklega vekja athygli undanþágumanna á því, að ætlast er til, að þeir noti nú tækifærið og afli sér réttinda á þessu námskeiði. Vélstjórafélag Vestmannaeyja. Frá taflfélaginu. Um síðustu helgi fór hér fram bæjarkeppni í hraðskák milli Tafl félags Vestmannaeyja og Skákfé- lags Akureyrar. Keppendur voru 10 frá hvorum aðila, og var tefld tvöfld umferð þannig að hver Vestmannaeyingur tefldi tvær skákir við hvern Akureyring. Um- hugsunartími var 10 mínútur á hvorn keppenda til að ljúka báð- um skákunum. Alls voru tefldar 200 skákir, urðu úrslit þau að Akureyringar sigruðu með 109 vinningum gegn 91 vinning Vestmannaeyinga. Bezt an árangur af Vestmannaeyingum náði Björn Karlsson, hann hlaut 17 vinn. úr 20 skákum. Æfingar Taflfélagsins munu hefj ast í byrjun sept. n.k. og verða þær nánar auglýstar síðar. HAPPDRÆTTI Sunnudaginn 1. september verð- ur sj úkrahússj óður Kvenfélagsins Líknar með rúlluhappdrætti sitt á Stakagerðistúninu, til eflingar nýja sjúkrahúsinu. Nú þegar eiga þær í sjóði rúmlega eina milljón króna, og betur má, ef duga skal, þessum peningum verður öllum varið til áhaldakaupa fyrir nýja sjúkrahúsið. Styðjið sjúkrahússjóð inn með því að koma og draga. Það er um marga skemmtilega og góða muni að ræða, en málefnið er auðvitað aðalatriðið. í dag eru okkar sjúkrahúsmál í öldudal, en Kvenfélagið Líkn hef- ur ávallt sýnt þessu máli mikinn áhuga og gamla sjúkrahúsið okkar hefur margt og mikið fengið frá þeim. Nú síðast í vor, þegar þær gáfu áhöid og bekk, svo hægt væri að hefja hér krabbameins- rannsóknir. Þessi áhöld og önnur, sem þær hafa gefið flytjast öll yfir í nýja sjúkrahúsið. Fyrir nokkrum árum gáfu þær veglegan lyfjaskáp, sem hefur kom ið sér mjög vel og á eftir að standa fyrir sýnu í nýja sjúkra- húsinu, og svona mætti lengi telja. Vestmannaeyingar, þetta er allt fyrir peninga, sem þið hafið stutt sjóðinn með. Sýnið enn rausn ykk ar með því að kaupa miða hjá okk ur á Stakagerðistúninu næskom- andi sunnudag.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.