Fylkir


Fylkir - 13.09.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 13.09.1968, Blaðsíða 1
 Mólgagn Sjálfstæðis- fíokksans ~^^-^ ^•¦^¦¦¦^'^^********^^*^***!*-^***^** »-^^-^-^-*--*-*—»-J 20. argangur Vestmannaeyjum, 13. september 1968 9. tölublað Þróun bæjarmálanna Hættuleg skuldasöfnun. Vanskil við Trygginga- srofnun ríkisins nemo orðið 10 til 12 millj. kr. Tvisvar sinnum í sögu kaupstað- arins hefur samsteypa vinstri flokkanna komist í þá aðstöðu að hafa forystu bæjarmálanna. í fyrra skiptið eftir kosningarnar 1946. Var því þá óspart haldið að kjósendum, að útsv. myndu lækka verulega á öllum almenningi, ef 1 vinstri flokkarnir fengju meiri- hlutaaðstöðu og einnig myndu framkvæmdir aukast. Nákvæmlega þessu sama var haldið fram af fulltrúum vinstri flokkanna fyrir kosningarnar 1966. En því miður hefur reynslan þeg- ar sýnt, að í báðum tilfellum var um hreina blekkingu að ræða til verulegs tjóns fyrir eðlilega þró- un byggðarlagsins. Þeir, sem muna stjórnartímabil vinstri manna á árunum 1946 til 1954 vita að framkvæmdir á veg- um bæjarins voru þá minni, en þær höfðu nokkur sinni áður ver- ið og einnig að fjármál bæjarins fóru þá öll úr skorðum. Veruleg skuldasöfnun átti sér stað og bæj- arsjóður komst í þá aðstöðu áður en yfir lauk, að geta ekki einu sinni greitt starfsmönnum laun sín samkvæmt samningum, hvorki fasta starfsmönnum eða þeim verkamönnum, sem hjá bænum unnu í tímavinnu. Útsvör urðu á þessu tímabili hærri hér í Eyjum en annarsstaðar. Því miður virðist enn vera að síga á sömu hlið hjá núverandi valdhöfum byggðarlagsins, sem við tóku eftir kosningarnar 1966, að því er álagningu útsvara, verk- legar framkvæmdir og skuldasöfn- un varðar nema varðandi greiðsl- ur á launum starfsmanna, sem fram að þessu hafa verið greidd nokkurnveginn reglulega. Að undanskildum vatnsveitu- framkvæmdunum hefur svo að segja verið stöðnun í allri upp- byggingu byggðarlagsins. Aðeins 5 þær framkvæmdir, sem komnar l.voru á lokastig eða verulega áleið- is, er bæjarstjórnarskiptin urðu, hefur verið lokið við. Um nýjar framkvæmdir eða áframhaldandi vegagerð úr varanlegu efni hefur ekki verið að ræða, eins og bæjar- búar vita allir. Nuverandi meirihluti bæjar stjórnar afsakar sig í þessum efn- um með vatnsveituframkvæmdun- um. En þau rök fá ekki staðist og er um sjálfsblekkingu að ræða, ef þeir trúa því sjálfir. Þegar vatnsveituframkvæmdirn ar voru á sínum tíma ræddar og á- kveðnar í bæjarstjórn af fyrrver- andi meirihluta, var aldrei á það minnst og kom víst engum bæjar- fulltrúa í hug, að þær ættu að verða til þess að stöðva eðlilega uppbyggingu byggðarlagsins, held ur væru þær aðeins einn þáttur- inn í uppbyggingu þess og til þess að bæta aðstöðu fólks og laða það til búsetu hér. Ef athugaðar eru fjárhagsáætl- anir fyrir árin 1967 og 1968 kemur í ljós, að einnig núverandi meiri- hluti var þessarar skoðunar, því inn á þær áætlanir eru auk vatns- veituframkvæmdanna tekin inn framlög til ýmissa nýrra stofn- ana, svo sem byggingu nýs barna- skóla, barnaheimilis, safnahúss, leikhúss að ógleymdri sundhöll- inni og malbikun vega. Ekki hefur enn verið hafist handa um neinar þessar fram- kvæmdir og eru vatnsveitufram- kvæmdirnar enginn afsökun fyrir þessu, þar sem til þeirra hefur enn ekki verið varið úr bæjarsjóði meíra fé, en lagt hefur verið auka lega á bæjarbúa þeirra vegna sér- staklega nema síður sé. Hættuleg skuldasöfnun. Hjá bæjarfélaginu hefur á und- anförnum árum smámsaman átt sér stað allveruleg skuldasöfnun, sem farið hefur vaxandi með hverju ári, sem hefur liðið. Er nú svo komið, að ekki verður annað séð, en að bæjarfélaginu geti staf- að af þessu bein hætta. Tryggingastofnun ríkisins mun vera þar stærstur aðilinn og nem- ur krafa hans í dag á bæjarfélagið milli 10 og 12 milljónum króna, og er engan veginn séð hvernig meiri hluti bæjarstjórnar ætlar að kom- ast fram úr greiðslu á þeirri skuld, og er alveg útilokað að ætla að halda áfram á sömu braut gagn- vart þessum aðila. Krafa Tryggingastofnunarinnar á hendur bæjarsjóði er rétt hærri en aðrar kröfur, þar sem Trygg- ingarstofnunin getur samkvæmt lögum tekið í sínar hendur hluta af aðaltekjustofni bæjarsjóðs, út- svörunum og er þá vandséð hvern ig færi um daglegan rekstur bæj- arins hvað þá verklegar fram- kvæmdir, ef hún teldi sig nauð- beygða til þess að beita þessu á- kvæði. Fyrir byggðarlagið í heild er hér um alvörumál að ræða, bæði vegna reksturs bæjarfélagsins og uppbyggingar þess, auk þess sem það væri til stór tjóns og álits- hnekkis Eyjunum, ef Tryggingar- stofnunin sæi sig tilneydda vegna vanskila að taka fjárreiðurnar að vissu marki úr höndum bæjar- stjórnar, en málin eru komin á Framhald á 4. síSu. Stóríðja 09 stjórnarand - Eins og birzt hefur í fréttum, bæði í útvarpi, sjónvarpi og blöð- um, dvelur iðnaðarmálaráðherra Jóhann Hafstein, erlendis um þess ar mundir, ásamt nokkrum sér- fræðingum, til könnunar á mögu- leikum fyrir byggingu sjóefnaverk smiðju, til framleiðslu á salti og fleiri efnum til iðnaðar, sem úr sjónum má vinna, og einnig og ekki síður til athugunar á áfram- haldandi virkjun Þjórsár og stækk un álbræðslunnar í Straumsvík. Þegar ráðist var í þessar tvær síðastnefndu framkvæmdir á sín- um tíma, snérust báðir andstöðu- flokkarnir, bæði kommúnistar og Framsókn gegn þeim af öllum mætti. Töldu þeir framkvæmdum þessum allt til foráttu og gengu þeir svo langt í andstöðu sinni ,að þeir töldu jafnvel,' að þeir' þing- menn, sem framkvæmdirnar studdú með atkvæði sínu á Al- þingi, yæru að selja landið í hend- ur erlendum auðhringjum. Slíkt var viðhorf þessara flokka þá til þessara mála og stóriðju al- mennt, sem allir vita að ekki verð- ur komið á fót hér svo nokkru nemi, nema að erlent fjármagn komi til. En viðhorf þessara flokka til stóriðju virðist, sem betur fer, vera orðið nokkuð annað nú, og má segja að batnandi manni er bezt að lifa. Bæði Þjóðviljinn og Tíminn birtu tilkynningu iðnaðarmálaráðu neytisins um umrædda för ráðherr ans, án nokkurra athugasemda, og hefði það einhvemtíma þótt tíð- indum sæta. En til þess liggja ákveðnar á- stæður. Bæði ráðamenn kommúnista og Framsóknar vita að allur almenn- ingur gerir sér fulla grein fyrir, að beita verður öllum tiltækum ráðum, til þess að tryggja undir- stöðu þjóðfélagsins eins og kostur er á og gera hana öruggari, en hún nú er . Að sjálfsögðu verður sjávarút- vegurinn undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar um langa framtíð enn og sá atvinnuvegur, sem færir Framhald á 4. siðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.