Fylkir


Fylkir - 13.09.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 13.09.1968, Blaðsíða 2
2 FYLKIR SIGURÐUR P. ODDSSON í MINNINGARSKYNI Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Guðlaugur Gíslason Prentsmiðjan Eyrún h. f. UMBROT í ALÞÝÐU- BANDALAGINU Allt frá því að Alþingi kom sam an á s.l. hausti, hefur mátt sjá að ekki var allt með felldu innan Al- þýðubandalagsins. Þrír þingmenn þess, þar á með- al formaður Alþýðubandalagsins 'Hannibal Valdemarsson hafa ekki mætt á þingflokksfundum með öðrum þingmönnum þess. Voru víst fáir í efa um að til tíðinda myndi draga hjá þessum flokki \fyr eða síðar og að ekki væri ein- ingunni eða samstöðunni þar fyrir áð fara. Nú hefur verið skýrt frá því op- inberlega í blöðum og útvarpi, að meirihluti kjördæmaráðs þessarar samsteypu á Vestfjörðum hafi sagt sig úr flokknum og telja sig ekki eiga lengur samleið með kommún- istum, sem þeir fullyrða að nú hafi tekið forystu Alþ.bandalagsins í sínar hendur og skora á aðra með- limi þess að gera hið sama. í sjónvarpsþætti s.l. þriðjudags- kvöld, taldi formaður Alþýðu- bandalagsins, Hannibal Valdemars son, sig ekki vera upphasmann umbrotanna fyrir vestan, en fyrir- spurn fréttamanns sjónvarpsins um afstööðu hans, sem formanns þessara pólitísku samtaka, eftir at burðina fyrir vestan, taldi hann sig orðinn heldur valdalítinn, þar sem tii landsfundar Alþýðubanda- lagsins hefði verið boðað nú í byrj un nóvember, án þess að nokkurt samráð hefði verið við hann haft um það og aðspurður taldi hann sig lítinn áhuga hafa fyrir að mæta á fundinum. Liggur það al- veg ljóst fyrir eftir þessa yfirlýs- ingu og atburðina á Vestfjörðum, að um algeran klofning er að ræða hjá þessum, fram að þessu heldur sundurlausu samtökum eða hrærigraut kommúnista, þjóðvarn- armanna og vinstri sinnaðra krata. Hvort eða hvaða áhrif þetta kann að hafa á íslenzk stjórnmál, er enn alveg óráðið. Auðséð er á ■öllu að kommúnistar hafa tekið iöll völd í Alþýðubandalaginu og Eina þá, sem aldrei frýs úti á Heljarvegi kringda römmum álnar-ís, á sér vök hinn feigi. Þessi vísa Indriða á Fjalli flaug mér í hug, þegar ég frétti hið sanna um afdrif vinar míns, Bóa í Dal. Vísa þessi er eftirmæli Ind- riða um einn af hans beztu vinum, sem farizt hafði með válegum hætti. Þau eftirmæli voru ekki lengri en þessi eina vísa. Og sannleikurinn er sá, að mað- ur skrifar varla langt mál eftir vin sinn látinn. Maður sezt kannski niður með penna og blað og leitar eftir orðum, sem ætlað er að leiða í ljós þær viðkvæmu hugsanir, sem innifyrir búa. En þá er allt í einu eins og maður kunni ekki lengur nýtilegt orð í þeirri tungu, sem þó á með glans að geta túlkað allt það, sem hugsað er á þessari jörð og með þeim margvíslegustu blæ- brigðum, sem ekki verða með töl- um talin. Og svo loksins, ef ein- hverjar setningar komast á blaðið, þá er vísast að úr þeim verði ekki annað lesið, en eitthvert innan- tómt gjálfur eða rugl, sem enginn skilur. En hvað mig snertir að þessu sinni, þá skulu þessar furðulegu staðreyndir látnar lönd og leið. Því þó að þessum línum sé ætl- að koma fyrir almenningssjónir í blaði, þá er það nú svo, þegar allt kemur til alls ,að mér finnst eins og þær séu fyrst og fremst ætlað- ar honum, sem hér er kvaddur í seinasta sinn og með sárum sökn- uði. Þeim er ætlað að flytja hon- um mínar innilegustu þakkir fyr- ir langa og ljúfa viðkynningu á sjó og landi, og undir margvísleg- um kringumstæðum. Þeim er ætl- að að þakka honum fyrir gleðina og hljóðlátan, græskulausan gásk- ann, sem að jafnaði fylgdi honum á minn fund, og þá drengilegu al- vöru, sem stöku sinnum örlaði á og sýndi kannski betur en margt annað þetta einstaka ljúfmenni, sem að baki bjó. Og ef mér hefur ekki skjátlast því meira á löng- um tíma kunningsskapar og vin- áttu, þá veit ég að honum Bóa vini mínum er manna bezt trúandi til að lesa eða skynja það hvað verða þar allsráðandi á næstunni og er þeim þessi sauðagæra á- byggilega kærkominn nú þegar þeir ganga lengst allra, af einskær um ótta við almenningsálitið, í að afneita öllu sambandi sínu við al- þjóðakommúnismann og fordæma ofbeldisaðgerðir Rússa gagnvart Tékkum. skilmerkilegast, sem aldrei var sagt eða skrifað. Sigurður Pétur Oddsson hét hann réttu nafni. Hann var fædd- ur 18. dag maímnaðar, árið 1936, hér í Vestmannaeyjum. í Dal stóð vagga hans og þar leið hans bernska og æska við móðurkné, til fullorðinsára. Eg þekki því miður ekki æskuheimili hans. En það duldist engum, sem hann þekktu, að þar hefur hann búið við það atlæti, sem skapar það Sigurður Pétur Oddsson. þrek og þor, sem öðru fremur er ungum mönnum afl til þess, sem gera skal. Ennfremur varð ég var við, að með honum og föður hans voru einkennilega aðlaðandi kær- leikar, næstum hljóðlausir og án greinarmerkja. Bói byrjaði snemma að fást við skipstjórn og litlu síðar við eigin útgerð. Hefur líklega ekki haft skap til að standa á annarra manna fótum. Og þó að hann hafi frá byrjun verið verulega vaxandi maður í sínum greinum, þá þori ég að fullyrða ,að þeir sjóðir, sem í hans hlut féllu frá atvinnurekstr- inum, hafi löngum verið léttir í vasa. Eg dreg mjög í efa ,að Bói hefði nokkurntíma orðið ríkur maður í þess orðs merkingu, þó að honum hefði orðið langra lífdaga ;auðið. Ekki það, að ég hafi efazt um dugnað hans eða gáfur á borð við hvern sem vera skal. Þvert 'á móti. En ég held að hann hafi skort þann hugsunarhátt, sem þar til mun þurfa. Þá virðingu fyrir fé og þeim frama, sem miklum fjár- munum gjarnan fylgir í heimskum heimi. Og ég hef rökstuddan grun um, að sá eini fjársjóður, sem hann sá einhverntíma verulega á- stæðu til að sækjast eftir, hafi verið elskuleg eftirlifandi eigin- kona hans, fluggáfuð og fönguleg, og síðar þrír litlir drengir, sem nú hafa misst meira en þeir sjálfir eru ennþá færir um að skilja. Bói í Dal var maður sérlega prúður í framkomu og einlægur í viðmóti, og allur svo hrekkjalaus, að unun var að. Þar af leiðandi mun hann hafa átt það til að falla marflatur og furðu lostinn frammi fyrir hverskonar prettum og ó- drengilegum viðbrögðum manna, sem hann þurfti að hafa sam- skipti við. En þó aldrei, að ég hygg, nema einu sinni á sömu lóð. Það var eins og hann gæti ekki eða vildi ekki ætlast til þess af öðrum, sem hann var ekki sjálf- ur reiðubúinn til að samþykkja með eigin fordæmi, nema þá að undangenginni óyggjandi reynslu. En að fenginni slíkri reynslu, þá vissi ég að hann gat verið fastari fyrir en flestir þeir ,sem ég þekki til. Hann mun hafa látizt að kvöldi dags ,hins 14. ágúst s.l. á fjarlæg- um slóðum og var fyrir Guðs hjálp jarðsettur hér heima á laug- ardaginn var, í svikalausri sam- fylgd. Það var falleg jarðarför og mér þakkarefni, úr því, sem komið var, að fá að vera þar viðstaddur. Foreldrum hans, Oddi Sigurðs- syni og frú Magneu og öðrum nán um skyldmennum og tengdafólki, votta ég mína dýpstu samúð. Seinast en ekki sízt minnist ég ekkjunnar ungu, sem ásamt börn- um sínum hefur nú í einni svipan séð vorið og sumarið kveðja, æv- intýrabókina lokast og framundan blasa við líklega nokkuð langur vetur. Eg bið þann, sem sólina skapaði, að sá vetur verði henni og' þeim öllum bjartur og mildur, Steingrímur Arnar . GJAFIR TIL „KRABBAVARNAR” VE. Kr. 500,00 frá G.M. Kr. 1000,00 frá S. S. Kr. 500,00 í bréfi frá ónefndum. Með þakklæti móttekið. E. Guttormsson. Til sölu! Lítið notuð Rafha eldavél, þvottavél og eldhúsvaskur. Upplýsingar í síma 1700. íbúð óskast. 2. herbergi og eldhús óskast til leigu í stuttan tíma. Upplýsingar í prentsmiðjunni. Tapazt hefur innkaupatazka (tapaðizt í júlí). Einnig tapaðizt blá barnaúlpa með rauðu fóðri. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 1284.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.