Fylkir


Fylkir - 17.10.1968, Síða 1

Fylkir - 17.10.1968, Síða 1
20. argangur Vestmannaeyjum, 17. október 1968 10. tölublað Málgagn Sjálfsi‘æðisr> flokksins Flugvöllurinn @r Viðtal við Steingrím Arnar verk stjóra. — Það smásaxast á öxlina, sagði ég við Steingrím Arnar, verkstjóra, er ég átti tal við hann suður á flug- velli á dögunum. Og blessaður, þetta gengur allt- 'of hægt, svaraði Steingrímur. Fjár veitingin er alltof lítil. Aðeins um milljón krónur í ár, var að vísu 2 'milljónir i fyrra, en lækkaði í ár niður í eina milljón. og hvað er milljón nú á dögum. Og þessi fjár veiting er vanalega búin á miðju sumri og þá er lifað af sumarið með lánum út á næsta árs fjár- framlag. En þetta baslast nú svona áfram, ef til vill mest að þakka Ingólfi Jónssyni, flugmála- ráðherra, því þegar allt er komið í strand, fjárframlag búið, er það alltaf Ingólfur, sem leitað er til, hann snýr út peninga með ein- hverj móti og kemur öllu af stað á ný. Og það skal ég segja þér, Björn, að ef Ingólfs hefði ekki not ið við á undanförnum árum, þá væri flugvallargerðin mun styttra á veg komin en raun er þó á. Eygló Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló, hélt aðalfund sinn í gær í Sam- komuhúsinu. Stjórnin var öll end urkjörin, en hana skipa, Gerður E. Tómasdóttir, formaður, Hall- dóra Úlfarsdóttir, varaformaður, Helga Aaberg, ritari, Elín Árna- dóttir, gjaldkeri, og meðstjórnend- ur, Aðalheiður St. Scheving, Sig- ’ urbjörg Axelsdóttir og Jakobína Guðlaugsdóttir. Félagsstarfið var mjög líflegt á s.l. starfsári, m.a. hélt félagið fönd urnámskeið s.l. haust er var vel sótt og tókst vel. Þá voru haldn- yir 4 almennir fundir í félaginu á starfstímabilinu. Félagið hefur í hyggju að koma upp öðru föndur- námskeiði í haust og efna til baz- ars. — Og hvað hefur svo verið aðal verkefnið í sumar? Jú, það hefur verið breikkun og lenging þverbrautarinnar. Þver- brautin er orðin nú 910 metrar, og er nú komin í endamörk að sunn- an eða því sem næst. Annars er þverbrautin teiknuð 1300 metra. Við eigum því 400 metra eftir í norður og það er þó nokkur á- fangi eins og flestir vita er til að- stæðna þekkja. Þá hefur þver- brautin verið breikkuð í sumar um 15 metra og er nú komin í þá breidd, sem fyrirhugað er. Breiklc un þessi var mjög aðkallandi, þar sem vissir örðugleikar eru á að fljúga á braut, sem ekki nær þeirri breidd, er þverbrautin hef- ur nú náð. Austur-vestur brautin er orðin aðeins tæpir 1200 metrar og auðvitað hefur viðhald á henni verið meðal verkefna í sumar. Efnið í lengingu þverbrautar og breikkun, höfum við fengið úr Sæ fellsöxlinni. Má segja að það sé mjög heppilegt, því að með því að sprengja niður öxlina, skapast miklu betra skilyrði aðflugs að austan. Um þetta þarf ég nú ekki að fjölyrða, þetta er öllum kunn- ugt. Annars má ef til vill geta þess svona til gamans, að alltaf þegar þeir fyrir '„sunnan’ þurfa að sýna eitthvað sérstakt í sam- bandi við flugvallargerð hérlend- is, er farið með viðkomandi hing- að og þeim sýnt, að orðið hefur að færa fjöll til þess að koma flug vellinum fyrir. Og hver eru svo ! framtíðar- verkefnin? Aðalfundii1 Sj álf stæðisfélag Vestmannaeyja heldur aðalfund sinn 27.. október n.k. Verður sá fundur nánar aug lýstur síðar. Félag ungra sjálfstæðismanna, Eyverjar halda svo sinn aðalfund á morgun, laugardag, í Matstof- unni Drífanda. Hefst sá fundur kl. 4 e.h. Ja, herra minn trúr, þau eru nú mörg. En fyrst og fremst lenging þverbrautarinnar, ljós á hana og svo malbikun á allan völlinn. En þetta er nú rétt meira heldur en að segja það. Til þess að koma þessu áleiðis. svo einhverju nemi, á næsíu árum, þurfa fjárframlög til flugvallarins að aukast að mun frá því, sem nú er. Og hér þurfa ráöamenn þæjarfélagsins aldeilis að vera vel á verði. Sífellt og alla tíð að vera að berja á því, að fá frekari fjárframlög til flugvallar- ins. Fiugvöllurinn er lífið í sam- göngumálum Eyjanna. Hafa menn gert sér ljóst, að nær hver ein- asti maður er ferðast til og frá Eyj unum fer í loftinu. Mannflutning- ar með skipum millum „lands og Eyja”, eru að leggjast niður. Og vöruflutningar í lofti aukast hröð- um skrefum með hverju ári. Hve þróunin er ör í þessu efni má bezt marka af því að í júlí 1967 voru flutt „hér á milli” 30 tonn af vör- um en í júlí í ár 80 tonn, takið eft- Framhald á 4. síðu. ‘Þéi SS ára Íþróííafélagið Þór minnist nú um helgina 55 ára afmæl is félagsins. í kvöld verður dansleikur í Samkomuhúsinu og annað kvöld verður aðalhátíðin. Fer Jhún fram með dansi og skemtunum í báðum sam- komuliúsum bæjarins. Fylkir óskar Þór til ham- igju með þessi tímamót. Steingrímur Arnar. ríidtíi Á laugardaginn var, hélt stjórn Í.B.V. ,hóf í Samkomuhúsinu til heiðurs knattspyrnuliði Í.B.V., er sigraði í bikarkeppni K.S.Í. svo sem öllum er kunnugt. Ásamt heiðursgestunum hafði Í.B.V. boðið ýmsum aðiljum til hófsins, bæjarráði, stjórnum Þórs og Týs, áhugamönnum og velunn- urum. Formaður Í.B.V., Stefán Runólfs con, stjórnaði hófinu, er var mjög ánægjulegt. Margar ræður voru íiuttar, þjálfara liðsins, Hreiðari Ársæíssyni færðar sérstakar þakk- ir, og gjafir færðar liðsmönnum og þjálfara, m.a fékk hver og einn hosmáður svo og varamenn mjög : -. áklegan oddfána frá Í.B.V. :í iig var bæjarstjórn. færður 'c. dfáni að gjöf, og sagði formað- ur Í.B.V., við afhendinguna, að hann vænti þess að fáninn yrði hengdur upp í skrifstofu bæjar- ins, — svona til þess að minna á tilveru íþróttahreyfingarinnar. —

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.