Fylkir


Fylkir - 17.10.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 17.10.1968, Blaðsíða 2
2 wiHnrnra FYLKIR Stráharnir heimta œfingar Málgagn S j álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Björn Guðmundsson. Auglýsingar: Magnús Jónasson, sími 1311 Prentsmiðjan Eyrún h. f. Vatnsveitan Gamall draumur er að rætast. Vatn frá ,meginlandinu er komið til Eyja og þessa dagana er verið að ganga frá vatnsleiðslunni í hús í hluta af bænum. Þetta mun vera eitthvert stærsta verkefni, er nokkurt bæjarfélag hefur lagt í hér á landi. Um nauð- syn þessa verks hefur verið og er samstaða um innan bæjarstjórnar og í bænum. Nútíma samfélag fær ekki þróast nema nægilegt vatn sé til staðar, til neyzlu og til iðnað- ar. Þetta er öllum ljóst. En þetta verður dýr framkvæmd. Álitið er að vatnsveitan muni í heild kosta um 125 milljónir króna. Þetta eru geysilegir fjármunir, fyrir ekki ' stærra bæjarfélag, og mun á næstu áratugum setja meiri og minni svip á fjármál bæjarfélagsin og bæjarbúa, bæði í óbeinum og bein- um sköttum. Gera má ráð fyrir að vatnsskatturinn verði í mörgum tilfellum hærri en það, sem menn borga fyrir rafmagn. En þrátt fyrir þær miklu fjárhags legu byrðar er íbúar kaupstaðar- ins taka á sig í sambandi við vatnsveituna er sjáanlegt að meira verður að koma til. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að á fjárhagsáætl un kaupstaðarins á komandi árum verði stór fjárhæð til vatnsveit- unnar. En þetta hrekkur ekki til, svo fremi að fjárhagsgrundvöllur fyrirtækisins eigi að vera tryggur. Bæjarfélagið og íbúar þess geta ekki undir neinum kringumstæð- um staðið einir undir svo viða- miklu og fjárfreku fyrirtæki. Hér verður ríkissjóður að hlaupa und- ir bagga. Að vísu er á fjárlögum yfirstandandi árs, nokkur fjárhæð til vatnsveitunnar, en þessi fjár- hæð verður að hækka verulega á næslu árum. Annað er óhugsandi, eigi gjaldþoli bæjarfélagsins og íbúa þess ekki að verða ofboðið. Verkefni næstu ára hlýtur því m. a. að verða að sameina alla krafta innan bæjarins um að sannfæra ríkisvaldið um að það verði að láta mun meira af fjármunum til vatns veitunnar en nú er fyrirhugað. Knattspyrnutímabilinu er lokið. í fyrsta sinn léku Vestmannaeying ar í fyrstu deild. Stóðu þeir sig með prýði — hlutu 9 stig. Eftir að íslandsmótinu lauk, lék Í.B.V. í bikarkeppni K.S.Í. Fóru leikar svo, að Eyjamenn sigruðu í þeirri keppni og fluttu hinn eftirsótta bikar burt frá Reykjavík. Mún það vera í fyrsta sinn, sem bikarinn yfirgefur þá borg. Þjálfari liðsins hefur verið Hreiðar Ársælsson. í tilefni af hinni góðu frammistöðu Eyja- manna snéri blaðið sér til Hreið- ars og fór þess á leit við hann að mega eiga stutt viðtal við hann. Varð Hreiðar góðfúslega við þeirri beiðni. Hverju viltu þakka þennan góða árangur? Þrotlausum æfingum. — Þrekið er númer 1. Æfingar hafa verið vel sóttar. Minnst hafa mætt 8 á æfingu. Reyndar var þá kolvit- laust veður. Nú heimta strákarnir æfingar. Og þá er það Evrópukeppni næsta sumar? Já, alveg örugglega. í sumar var alltaf verið að Vatnsveita Vestmannaeyja er ein- stakt fyrirtæki. Öflun vatns til Vestmannaeyja, þaðan sem koma um 15% af gjaldeyristekjum þjóð arinnar getur ekki verið sérmál í- búanna. — gera breytingar á liðinu. Mörgum líkaði þetta miður vel. Hver var ástæðan fyrir þessum breytingum? Eg þurfti að leita að mönnum. Þekkti ekki mennina. Svo var það að ýmsir hættu að æfa og misstu þrek. Hver var bezti leikur Í.B.V. í sumar? Leikirnir við Val og Fram hér heima. Hvaða leikur er þér minnisstæð astur? Leikurinn við Keflavík í bikar- keppninni. Aðeins tvær mínútur voru eftir er við jöfnum. Ruku þá forráðamenn Í.B.K. inn á völlinn (haldandi á skeiðklukku). Töldu þeir að leiktíminn væri útrunninn. Ekki vildi dómarinn fallast á þetta. Áður höfðu Keflvíkingar reynt að tefja leikinn. Mun dóm- arinn hafa dregið þann tíma frá. Mikið er talað um það í Reykja víkur blöðunum, að Eyjamenn leiki grófa knattspyrnu. Þetta eru eins og hver önnur ó- sannindi. Það er ekki til neitt gróft i liðinu. Það mætti gjarnan minnast á það, að í leiknum við Keflavík meiddist Viktor vegna grófs leik Keflvíkinga. Þetta var mikil „blóðtaka” fyrir liðið. Að missa traustasta varnarmanninn. Nei, okkar lið leikur ekki gróft. Það hefur aðeins einu sinni ver- ið dæmt á okkur fyrir gróft brot. Hvernig er mórallinn í liðinu? Hreiðar Ársælsson. Hann er góður. Um tíma datt hann niður. Það er einmitt sá kafli, sem við misstum niður dýr- mæt stig. Hvernig verður æfingum háttað í vetur? Við munum æfa sem mest úti. ERFIÐI _ PUB. Og að lokum Hreiðar, hvernig hefur þér líkað að starfa í Vest- mannaeyjum? Mjög vel. Allri fjölskyldunni hefur líkað mjög vel hér. Krakk- arnir gátu ekki hugsað sér að fara aftur til Reykjavíkur. Vestmanna- eyingar eru gott fólk. Músngangur í motorbúrínu Neyðin kennir naktri konu að spinna og lötum manni að vinna, stendur einhversstaðar. En til slíks eru dæmin, að lati maðurinn hafi alls ekki farið að vinna þó að honum kreppti. heldur brugðið sér út í óheiðar- legan lifnaðarmáta. Þetta hef ur skotið upp kollinum hér i þessum bæ, ekki síður en öðr- um lieimshornum, og það á nokkuð nýstárlegan hátt. Hér áður meir var þaö algengt, að opnar væru allar dyr í bátun- um, og þótti ekki 'tiltökumál, enda fóru ekki af því sögur, að gripdeildir ættu sér þar stað. Nú er þó orðin önnur raunin á.1 Menn hafa sjálfsagt velt vöng um yfir fæðisreikningum, sem þeim finnst ,að ekki fái staöizt, og síðan kennt um bruðli í' kokknum. En því er nú þannig farið, að kokkurinn á bara ekki | sökina í öllum tilfellum. í þess- um bæ eru menn, sem fram- fleyta sér og sínum að allmiklu leyti með kosti úr bátunum, teknum ófrjálsri hendi. Til að mynda mun vera hér eitt heim- ili, (ef heimili skyldi kalla) er liefur má segja allt sitt viður- væri á þennan hátt. Nú í sum- ar greip skipstjóri einn í bæn- um tvo menn, sem voru að koma úr bát hans með góðan skerf af þeirri matvöru, sem skipshöfnin átti að nærast á í næstu veiðiferð. Þetta mun og ekki vera eina dæmið um at- hafnasemi þessara pilta, sem þykir fyrirhafnarminna að láta starfsbræður sína á sjónum borga fyrir sig matinn en að vinna fyrir honum á heiðar- legan hátt. Sá, er þetta ritar, varð (sjálfur fyrir svipaðri reynslu á bát í sumar, þar voru matarhizlur ólæstar framan af og þótti illa nýtast næringin. Lásar voru þá settir fyrir, en dugðu um skamma hríð, þar eö liungur hefur rekið athafna- mennina til að brjóta þá upp. Voru þá settir nýir lásar, öllu rammbyggilegri, og stóðu þeir af sér allar orrahríðir brota- manna, létu að vísu á sjá, en þjónuðu sínum tilgangi. Og þar með var tryggð kjötmáltíð í túrnum. Það er því ekki nema sjálf- sagt og rétt að beina þeim til- mælum til útgerðarmanna og skipstjóra að búa svo um hnút ana, að erfið megi innreiðin búrið, og áhöfnin megi reiða sig á að hún fái sjálf að snæða þann mat, sem liún hefur greitt fyrir. Leið oss ekki í freistni, segir í gamalli bók, og því rétt að fara að þeim tilmælum og beina athygli þessara manna að öðr- um og nytsamlegri störfum en þcim að læðast í forðabúr bát- anna. Nú á þessum síðustu og verstu tímum, þykir mönnum víst nóg um að fæða sig og sína þótt ekki bætist við nokkrir ó- magar í framfærsluna, ómagar, sem ekki liafa beðið um slíkt, heldur liafa boðið sér sjálfir til veizlunnar. Lokið dyrum ykk ar fyrir þeim og þá sérstaklega dyrunum að matargeymslunum. S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.