Fylkir


Fylkir - 25.10.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 25.10.1968, Blaðsíða 1
20. árgangur Vestmannaeyjum, 25/10 1968 11. tölublað Þ j ó ðst j órn ? Þetta er spurning, sem margir velta fyrir sér þessa dagana. Um þessar mundir sitja íulltrúar stjórnmála- flokkanna á fundum og ræða um, hvað gera skuli til lausn ar vandanum. Ýmsum hefur dottið í hug, að úr þessu makki yrði til þjóðstjórn. Foi'ystumenn flokkanna hafa lýst yfir stuðningi sínum við þessar hugmyndir. En hvað skyldi hinn almenni kjósi- antíi segja eða hinn almenni flokksmaður? Á nýafstöðnu aukaþingi S.U.S. kom það skýrt fram hver hugur manna er í þessu máli. Mikill meirihluti þing- fulltrúa var andvígur þjóð- stjórnarhugmyndinni. Eg býst við að eins sé ástatt í öðrum flokkum. Það er mjög óeðlilegt í lýðræðis- þjóðfélagi ,að þjóðstjórn sé mynduð. Treysti stjórnin sér ekki til að leysa /vand- ann, á hún að segja af sér. Allir viðurkenna að miklir erfiðleikar eru framundan og eitthvað þarf að gera. Fólkið vill fá að ráða því sjálft, hvaða leið verður val in. Því eiga allir flokkar að leggja fram sínar áætlanir, síðan er það kjósendanna að velja. Það er lýðræðislegt, hitt ekki. Almenningur mun ' ekki sætta sig við þjóðstjórnar- hugmyndina, heldur krefjast kosninga. Sig. Jónsson. Að undanförnu hafa farið fram nokkrar umræður um landbúnað og stöðu hans í þjóðfélaginu. í þeim umræð- j um hafa kratarnir galað hæst og ætlað bókstaflega að rifna niður í rass, yfir ástandinu í landbúnaðamálunum yfir- leitt. Hefur helzt verið á kratapostulunum að skilja að þeir vilji með öllu leggja landbúnaðinn niður að minnsta kosti skerða hlut hans verulega. Eða svo var helzt á Gylfa að heyra, sein- ast er hann hafði viðdvöl hér á landi. I því tilfelli nú, að kratarn ir meintu það sem þeir eru að gaspra um í landbúnaðarmál- unum og þeir vildu í raun og veru draga landbúnaðarfram leiðsluna saman og gera hlut HERMANN HRYGGBROTINN? Dagbl. Tímirm beindi þeirri spurningu til nokk urra manna og kvenna á föstudaginn var, hvern ig þeim líkaði ráðahag- ur þeirra Jackie Kenne- dy og Onassis. Einn þeirra, sem spurður var, var Hermann Einarsson og fylgir svar hans hér með. Ekki er gott að segja ,hvað Hermann á við, þegar hann talar um kjaftshöggið ,en vonandi hefur þetta ekki rist mjög djúpt. Hcrmansi Ein- arsson, kennari, Vestmannaeyj- um: Ég sé sár- an uftir henni, efcki sízt i slikan mann. Einhvern veginn hef > ég alltaí búirt viS því að ekkja ITohn F. Kennedys yröi áfram Kennedy. • en við það nafn eru sérstakir tiifinningar tengdar. En hún er nú eiuu sinni kona, og ef ;til vill «kki hægi að ætl&st ti! þcss að hi'ní verfli utan hjóna- bands ár os si3. En frétfin af (þfessu iyiixiutgJMij hjönabanqi. kam se>:! Jrjnftshöfg landbúnaðarins minni heldur en hann er í dag, þá mætti benda þeim á eitt ráð, til að koma þessu í framkvæmd, og það er einfaldlega að setja Eggert Þorsteinsson í stöðu landbúnaðarráðherra. Sú kyrrð og ró ,sem ríkt hefur yfir stjórnarathöfnum Egg- erts í sjávarútvegsmálum er nokkur bending um að mað- urinn myndi ekki fara sér öllu hraðar í landbúnaðinum, og eftir hæfilegt tímabil mætti ætla að staða landbún- aðarins væri lík og sjávarát- vegsins, ,að þar stæði ekki steinn yfir steini. Mættu þá kratarnir vel við una. Telja má víst, að útvegsmenn hefðu ekkert við þetta að athuga og gætu víst áreiðanlega séð af Eggert ,svo ekki sé nú minnst á, að skipt yrði um verksvið þannig, að Ingólfur yrði sjáv arútvegsmálaráðherra en Egg ert tæki við landbúnaðinum Og í raun og sannleika ætti lítið að vera þessu til fyrirstöðu. Múrari getur al- veg eins farið með landbún- aðarmál og sjávarútvegsmál. Aðalfundur Eyverja FAXI Aðalfundur Skátafélags- ins Faxa var haldinn sunnu- daginn 20. október. í stjórn voru kosin: Félagsforingi, Jón Ögmunds son. Aðstoðarfélagsforingi Magnea Magnúsdóttir, gjald keri, Sigurbjörg Guðnadótt- ir, spjaldskrárritari, Ólafur Magnússon. Eyverjar F.U.S. héldu að- alfund sinn laugardaginn 19. okt. Það kom fram í skýrslu stjórnar, að allmikil starfs- semi hefur verið á vegum félagsins á síðasta starfsári. Má þar til nefna: Þrettánda dansleik, alm. dansleik og Vorhátíð félagsins. Félagið hélt tvo alm. félagsfundi, einnig var efnt til hópferð- ar á Landbúnaðarsýning- una. Félagið sendi 8 fulltrúa á aukaþing S.U.S. Á fundinum kom fram, að fjárhagur félagsins er all góður. Félagið hefur fest kaup á húseigninni Vík við Báru- stíg. Hyggst félagið koma þar upp félagsheimili. Sigurgeir Sigurjónsson baðst eindregið undan end- urkosningu til formanns. Eft irtaldir menn voru kosnir í stjórn félagsins: Sigurður Jónsson, formaður, Sigur- geir Jónsson, varaformaður, Magnús Jónasson, gjaldkeri, Arnar Sigurmundsson, rit- ari. Meðstjórnendur voru JjflWiJíéldginfl Að venju munu Sjálfstæð- isfélögin í bænum heilsa vetri með árshátíð sinni. Verður hún haldin í Sam komuhúsinu annað kvöld og hefst með borðhaldi kl. 20. Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, mun flytja ávarp og síðan verður stiginn dans með undirleik Loga. Aðgöngumiðaverði hefur mjög verið stillt í hóf, kr. 250, sem telst tæplega mik- ið nú á tímum, þegar miði á venjulegan dansleik kost- ar kr. 200. Ef að vanda lætur, verður þetta fjölsótt og góð skemmt un, og er Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna og taka með sér gesti. Aðgöngu miðasala og borðapantanir verða á föstudag og vísast nánar um það til auglýsing- ar í blaðinu í dag. kosnir: Bjarni Sighvatsson, Sigurgeir Sigurjónsson, Sig- urður Þ. Jónsson. f varastjórn vorú kosnir: Garðar Arason, Sævar Tryggvason, Ellert Karlsson. Hússtjórn skipa: Sigurgeir Sigurjónsson, Magnús Jón- asson, Sigurður Örn Karis- son, Engilbert Gíslason, Magnús Kristmannsson. Framhald á 4. síðu. Afmœlis- iagnaður pórs íþróttafélagið Þór, efndi til mannfagnaðar í Samkomu- húsinu s.l. laugardag í til- efni af 55 ára afmæli félags- ins. Fjölmenni var og sam- koman hin ánægjulegasta. Ýmsir eldri og yngri félagar voru heiðraðir, ýmist fyrir vel unnin störf í þágu félags ins eða íþróttaafrek. Tvo af eldri félögum sínum þá Guð laug Gíslason og Húnboga Þorkelsson gerði félagið að heiðursfélögum, fyrir mikil, velunnin og óeigingjörn störf í þágu félagsins á undan- förnum áratugum. Gjafir bárust Þór frá f.B. V. og Tý og skeyti barst frá Í.S.Í., þar sem tilkynnt var, hefði ákveðið að færa félag- inu gullskeifu Í.S.f. fyrir góð an og heilladrjúgan skerf til íþróttanna. Breytt útlit Eins og lesendur hafa ef- laust rekið augun í, er þetta blað nokkuð öðruvísi að út- liti en fyrri blöð hafa ver- ið. Stafar þetta af því, að ráðist hefur verið , að bæta einum lesmálsdálki við, en þeir hafa verið fjórir fram til þessa. Með því að mjókka aðeins hina dálkana og nýta betur spássíurnar hefur þetta tekizt, auk þess, sem lesmálsdálkarnir hafa ver- ið lengdir lítið eitt, þannig að rúmið nýtist nú mun betur en fyrr. Það er von okkar, að þessi útlitsbreyt- ing þyki til bóta, og þótt ým islegt verði kannski ekki sem bezt í byrjun með þessu nýja fyrirkomulagi, að það muni þá batna, þegar fram líða stundir.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.