Fylkir


Fylkir - 01.11.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 01.11.1968, Blaðsíða 4
Hjartkær dóttir mín KIRSTEN ANNA SIGFÚSSON Vestmannabraut 24, Vestmannaeyjum er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Aase Sigfússon. Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður tengdaföður og afa, GUÐJÓNS PÉTURSSONAR Sigurlaug Jónsdóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Grétar Þórarinsson. Sigurlaug Grétarsdóttir, Guðjón Grétarsson. flejtom tiörnum.... Otsala Aflabrögð: Afli hefur ver- ið ósköp rýr í seinustu viku, alt niður í rúmlega tonri eft- ir vikuna, hjá þeim bátum, er lélegast hafa aflað. Aðrir hafa verið heppnari 5 til 6 tonn eftir sólarhringinn, en það telst nú til undantekn- inga, og í heild hefur aflinn verið svo sem fyrr er sagt, mjög rýr. Veðrið á eins og svo oft áður sinn þátt. Stólpa rok bæði austan og vestan við og hvergi næði nema hérna í kring. Furðu margir bátar eru enn að, en gera má ráð fyrir að þ'eún fari fækkand'i úr þessu. Síldin: Á föstudag og laug- ardag, komu á land 185 tonn af síld. Gjafar var með 60 tonn, Kristbjörg 35 og Hug- inn 00. Síld þessi var mjög góð og fór öll í vinnslu, mestallt flakað. Síld þessa fengu bátarnir austur vió Hrollaugseyjar og Tvísker. Seioustu dagana hefur ekki neinnar síldar orðið vart á þessum slóðum enda veður óhagstætt, austm og norð- austan strekkingur og á stundum rok. Lín^n: Lélegt hefur verið á línuna að undanförnu. Öðl ingur og Stígandi voru á sjó á mánudag og fengu 2 tonn hvor, og ekki var aflinn betri í fyrradag, innan við tonn. Aftur hafa trillurnar verið að kroppa á línuna. Handfæri: Enginn Eyja- bátur er ,,á færum” þessa stundina. Alltaf er þó slang- ur af færabátum úr öðrum verstöðvum hér í kringum Eyjarnar. Afli hefur verið sáratregur hjá þeim að und- anförnu, alveg steindautt. En ef til vill er eitthvað að glæð ast. Má til að mynda geta þess, að Sjóli úr Reykjavík, landaði hér í fyrradag 15 tonnum af fallegum ufsa. Afla þennan fékk Sjóli aust- an við Eyjar, og það mest á einum degi. Net: Ekki heppnaðist neta útgerðin hjá Ófeig III. og er báturinn nú búin að taka upp netin. Leitað var víða fyrir sér, austan og vestan Eyja á Sevogsbankanum og víðar og hvergi „stikk” á mæli, enda enginn afli, nokkiúr fiskar. Er illt til þess að vita, að þessi tilraun skyldi ekki heppnast. Síldarsala: Tveir Eyjabát- ar, Gideon og Halkion seldu síldarafla í Þýzkalandi í vik unni. Síld þessa veiddu bát- arnir í Norðursjó. Halkion landaði 48 tonnum er seld voru fyrir 26300 mörk, en Gideon var með 42 tonn og fékk 25600 marka sölu. Er þetta allgott verð, liðlega 8 krónur fyrir kílóið. í fyrra og nú: Aflinn á sumarvertíðinni í ár, eða nánar tiltekið frá miðjum maí til septemberloka, var 11397 tonn af slægðum fiski með haus. Humaraflinn var 105 tonn af slitnum humar. Þar að auk lögðu aðkomu- bátar hér á land, 1160 lestir, og 220 tonnum var landað og selt erlendis. Afli þessi fékkst á 65 báta. Bátarnir voru mislangan tíma „að”, flestir í júlí 65 en fæstir 55. Á sumarvertíð í fyrra voru 40 til 55 bátar að veið- um. Þá varð aflinn 8435 smá lestir og 108 tonn af slitnum humar. Þá lönduðu aðkomu- bátar 548 tonnum og siglt var með 300 lestir. Af þessu má sjá að aflinn í ár er í heild nokkru meiri heldur en í fyrra, en taka verður með í reikninginn að bátarnir er veiðar stunduðu í sumar eru nokkru fleiri en í fyrrasum- ar. Landhelgisbrot: Á þriðju- daginn í þessari viku var lið lega tugur báta héðan úr Eyj um tekin að meintum ólög- legum veiðum inn á Ál. Að- dragandi þessara tíðinda mun hafa verið að forsvars- mönnum Raf- og Vatnsveitu hér í Eyjum munu hafa ótt- ast að bátarnir, er þarna voru að veiðum væru of ná- lægt rafstrengnum og vatns- leiðslunni, og kynnu að valda skemmdum á fyrr- greindum leiðslum. Af þess- um sökum munu þeir hafa kært til viðkomandi aðilja. Afstaða þessara manna er skiljanleg. Ef spjöll eru unn in á þessum mannvirkjum, kann það að valda milljóna króna tjóni, fyrir utan þau feikna óþægindi, er slíkt kynni að valda í byggðarlag- inu. Þetta verða skipstjórn- armenn að hafa í huga. All- ir skilja nauðsyn þess að afli komi á land, en það verður að fara að öllu með gát. Gæzla landhelginnar hef ur að undanförnu ekki ver- ið ýkja ströng, svo ekki sé meira sagt. Af þeim sökum ætti að vera hægt að láta þennan tiltölulega litla blett í friði, lofa smáýsunm, sem þarna fæst vaxa ögn, hún skríður „út á” seinna og kemur þá í gagnið. Bj. Guðm. Ný sending Hettukápur, einnig vetrarkápur. MIöSTRÆTI 5A (Hóli) Framhald af 1. síðu. Nú spyr ég Sigurfinn, hvort hann haldi að krakk- ar hafi gott af þessu. Hvort þeim væri ekki nær að gera eitthvað annað. Sigurfinnur setur upp fyr- irlitningarsvip og svarar: — Hverjum unglingi er nauðsynlegt að geta unnið að sínu áhugamáli. Það er nauðsynlegt að gefa börnum kost á því að nota frístundir sínar á heilbrigðan hátl. Því tel ég nauðs-yn á að Mynd- listarskólinn sé starfræktur. Sérstaklega á þetta við í bæ eins og Vm., þar sem ekki er tómstundaheimili. _ Ætti að kenna börnum fyrr að teikna? — Sú nýbreytni hefur ver ið tekin upp í Barnaskóian- um að kenna teikningu í 9 ára deildum. Flestum börn- um þykir gaman að teikr.a. Við höfum áhuga á að taka yngri börn, 6 — 8 ára. Því miður eyfa ástæðurnar það ekki. Vonandi verður það hægt síðar. _ En hvað er að frétta af þér. Alltaf að mála? s _ í sumar hef ég málað mjög mikið. Aðallega hef ég notað kol til þess að teikna með. Einnig hef ég málað nokkuð á striga. — Er þá ekki að væma sýningar? — Eg ér búínn að fá Akó- ges laugardaginn 16. nóv. Stendur sýningin fram á miðvikudag og- verður opin frá 14 — 22 alla daga. Mun ég sýna þar 29 myndir, þar af 26 til sölu. Nú er klukkan farin að ganga átta, svo ég kveð Sig- urfinn og þakka fyrir snjall- ið S. okkar í Víðidal heldur áfram Bezta útsala ársins. Nærföt á nær engu verði. Fólk á að nota sé þau kjara- kaup, sem þarna er hægt að gera. Á mánudaginn kemur fram örlítið af barnanáttfötum. Opið daglega kl. 3— 7 e.h, Lítið inn þegar þér komið úr vinnu. Verzl BJÖRN GUÐMUNDSSON MARKAÐURINN Bifreíð fil sölu Volkswagen ‘56 til sölu. Upplýsingar að Faxastíg 27 Verzlunin Geysir auglýsir! Nýr lundi, svið, hangikjöt, saltkjöt, hjörtu, nýru og lifur Ávextir, nýir, þurrkaðir og niðursoðnir. Allar nýlenduvörur og hrein lætisvörur. Sendum heun SÍMI 2220 Verzlunin Geyslr Skólaveg 21 Þjóðkirkjan: Messað n. k. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Jó- hann Hlíðar predikar. Barna guðsþjónusta í Landakirkju kl. 11 i.h. Dánarfregn: Síðastliðinn mánudag andaðist að heimili sínu, Hólagötu 22, Júlíus Magnússon, útgerðarmaður. Július heitin var aðeins tæp- lega þrítugur að aldri er hann lézt. Betel: Samkoma á sunnu- daginn kl. 4,30 e.h. Barna- guðsþjónusta kl. 1 e.h. Skotfélag: Nýlega var stofnað hér í bænum skot- félag er hlaut nafnið Skot- félag Vestmannaeyja. Stofn- endur voru 20. Stjórn félags- ins skipa: Jón R.xSigurðsson, formaður og meðstjórnend- ur Bjarni Rögnvaldsson og Jóhannes Skaftason. Lagattúdentar: Væntan- legir eru hingað á morgun í kynnisferð 25 stúdentar úr Félagi laganema við Háskóla íslands. Hópurinn mun dvelja hér til sunnudags. Jarðarför; Útför Júlíusar Magnússonar, fer fram á morgun kl. 2 e.h. Þeir sem vildu minnast hans er vin- samlega bent á Minningar- sjóð Bergs Magnússonar, en afgreiðsla sjóðsins er í Verzl. Reyni við Bárugötu. Afmæli: 85 ára er í dag frú Elínborg Gísladóttir, Laufási. Blaðið óskar henni allra heilla í tilefni afmælisins. AHiugið: Tökum að okkur að spila í allslags hófum. Verð eftir samkomulagi. Upplýsingar i símum 1814 eða 1114 LEIGJUM út fundarsali. SMURT brauð. SENDUM' heim. MATST0FAN DRÍFANDA. BÁRUGÖTU 2, sími 1181 FAST fæði. LAUSAR máltíðir. GISTING. MATST0FAN DRÍFANDA. BÁRUGÖTU 2, sími 1181

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.