Fylkir


Fylkir - 08.11.1968, Qupperneq 1

Fylkir - 08.11.1968, Qupperneq 1
Málgogn Sjálfstæðis» flokksins •n '■ 20. árgangur Vestmannaeyjum, 8. nóv. 1968 13. tölublað Nýjor 09 ferskor hugmyndir - rstt við Hörð Bjarnoson símstöðvorstjóro Á aðalfundi Sjálf- stœðisfélags Vest- mannaeyja, sem hald inn var fyrir skömmu var Hörður Bjarna- son, símstöðvarstjóri kosinn formaður fé- lagsins. Hörður er fœddur í Reykjavík, 29. júlí 1928. Hann er símvirki að mennt, og lauk prófi árið 1948. Hann starfaði síðan við bœjarsím- ann í Reykjavík, þar til hann var settur hér símstöðvarstjóri til fjögurra ára. Blað ið hafði stutt viðtal við Hörð, sem hér fer á eftir. — Hvernig heldurðu að það virki á fólk, Hörður, að aðkomumaður taki að sér formennsku í Sjálfstæðisfé- laginu. —Eg fæ ekki séð, að það hafi neitt slæmt í för með sér. Annars má geta þess, svona til gamans, að ég er nú ekki svo fjarskyldur Vest mannaeyingum, þar sem afi minn, Nikolaj Bjarnason, átti hér heima og vann hjá Brydesverzluninni. Eg heid að það spretti engar deilur um það, að ég er nýfluttur hingað í bæinn. Mín skoðun er sú, að í félagsstarfi flokk- anna eigi að hafa menn, sera 'geta komið fram með nýj- ar og ferskar hugmyndir, men, sem ekki eru orðnir þreyttir á starfinu. Og þá skiptir pkki miklu máli, hvort þeir eru frá þessum eða hinum staðnum. —• Hefur þú starfað að té lagjmálum í Sjálfstæðis- flokknum? — Árið 1946, var ég kjör- inn í fulltrúaráðið í Reykja- ENN ER LEITAÐ Fullvíst mun nú vera, að m.b. Þráinn NK 70, hafi sokkið. Enn er hald- ið áfram leit að þeim 9 mönnum, sem á bátnum eru, enda þótt menn séu orðnir vondaufir um, að leitin beri árangur. Um 40 slcip og bátar liafa tekið þátt í lcitinni, og auk þess þrjár flugvél- ar. Ekki cr enn afráðið, þegar þetta er skrifað, hve Iengi leitinni verður haldið áfram. Þessir menn eru á Þráni: Grétar Skaftason, skipstj. Helgi Kristinsson, stýrim. Guðm. Gíslason, vélstjóri. Gunnl. Björnsson, 2 vélstj Einar Magnússon, matsv. Einar M. Ólason, háseti. Tryggvi Gunnarsson, hás. Gunnar Björgvinsson liás. Hannes Andrésson, háseti vík, og hef starfað þar, allt til þess er ég fluttist hingað. Eg hef líka lagt mitt af mörkum við allar kosningar, sem farið hafa fram á þeim tíma, að undanskildum for- setakosningunum, þegar Ás- geir Ásgeirsson var kjörinn. Þá tók ég mér frí. — Hefur þú trú á, að stjórnir eigi að sitja lengi í félögum? — Eg vil, að stjórnarskipti séu sem örust í öllum félög- um. Að mínu áliti örvar það starfsemina mikið, ef nýir mer.n með nýjar hugmynd- ir komast að með sín áhuga- mál. — Og hvað hefur Sjálf- stæðisfélagið þá á prjónun- um um þessar mundir? — Nú um helgina verður haldinn fundur, þar sem stjórnir allra sjálfstæðisfé- laganna koma saman, og hef ur Sjálfstæðisfélag Vest- mannaeyja forgöngu um boð un þessa fundar, þar sem stjórnir Eyglóar og Eyverj- ar mæta líka til ráðagerða um það, hvernig vetrarstarf- ið verði skipulagt. Fyrr en sá fundur er afstaðinn, er í raun og veru ekki hægt að gefa neina greinargerð um væntanlegt starf, annað en það, að það verður starfað í vetur. — Nú virðist svo, sem ým- iss konar klúbbastarfsemi blómgist um þessar mundir, svo sem átthagafélög o.fl., en einhver deyfð sé ríkjandi i hinum pólitísku félögum. Hvað finnst þér um þetta? — Ja, ég veit ekki, hvort þetta er með öllu rétt. Á sama tíma og talað er um, að deyfð sé í Sjálfstæðisfé- laginu, rís Sjálfstæðiskvenna félagið Eygló upp af fullum krafti, og starf Eyverja er Hörður Bjarnason. einnig þróttmikið. Það má ef til vill segja, að starf eldra félagsins gæti verið betra og það á líka vonandi eftir að sýna sitt í vetur, ekki hvað síst, ef samvinna verður góð við hin tvö fé- lögin, sem ég efast reyndar ekkert um að verði. — Það liefur yfirleitt ver- ið dauft yfir öllum fundar- höldum í seinni tíð. Er tími til kominn að breyta fund- arsköpum? — Þegar nýir menn taka við stjórnartaumum, er það þeirra að koma fram með hugmyndir, sem geta hrifið fólk með sér, jafnt í þessum málum og öðrum svo að ekki verði um sífelldar end- úrtekningar að ræða. — Og hver er þá afstaöa þín í því sambandi? Stefna félagsins er og verð ur að vera sú að fá beinna samband milli þingmanns og kjósenda. Að þeim málum verður félagið að starfa vel. Þeir þingmenn, sem kjörnir eru fyrir kjördæmið, verða að taka tillit til hinna ýmsu félagahópa. Það fæst m.a. með félagslegri starfsemi, Framhald á 4. síðu IÐNSKÓLINN Sú breyting hefur nú ver- ið gerð á námsskrá skólans, að inntökupróf verða tekin í janúar fyrir þá, sem setjast eiga í 1. bekk. Er því brýn nauðsyn ,að allir, sem hafa hugsað sér að stunda nám í 1. bekk, hafi samband við Lýð Brynjólfsson, skóla- stjóra, sem fyrst. Knottspyrno Valur Andersen Nú um helgina fara fram tveir knattspyrnuleikir um Fiskiðjubikarinn. Þá leika A-lið Þórs og Týs og einnig B-lið sömu félaga. Úrslit í einstökum leikjum eru sem hér segir: Týr A — Týr B 9-2 Þór A — Þór B 10-2 Týr A — Þór B 19-0 Þór A _ Týr B 2-2 Og fyrst farið er að minn- ast á knattspyrnu, má geta þess ,að í skoöanakönnun Brautarinnar var Valur And ersen, makiega kjörinn knatt spyrnumaður Eyjanna 1968. Óskar Fylkir honum til liam ingju með titilinn.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.