Fylkir


Fylkir - 22.11.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 22.11.1968, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis, fíokksini 2C. árgangur Vestmannaeyjum, 22. nóv. 1968 15. tölublað Kaupsíððurlnn er / dag, 22. nóvember 1968, eru liðin 50 ár frá því, að Vestmannaeyjar hlutu kaupstað- arréttindi. I 1. grein laga nr. 26, 22. nóvember 1918, er kveðið svo á, að „sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum skal vera bœjarfógeti". í 3. rjrein segir <m.nfremur, að „bœjarstjórn stýri málefnum kaupstaðarins", og í 4. grein, að 5 bæjarsjóður eignist allar eignir Vestmanna- 'óý.élu og Vestmannaeyjahrepps og tekur að \ qér allar skyldur hans og skuldbindingar". hina fyrstu j hefur því verið ákveðið að fresta þeim til næsta sum- Kosningar 1 æjarstjórn Vestmannaeyj a, fóru fram í janúarmánuði 1919, og fyrsti fundur bæj- arstjórnarinnar var haltíinn 14. febrúar sama ár. Bæjar- stjórn Vestmannaeyja hefur ákveðið að minnast þessara tímamóta í sögu byggðar. lagsins, og hefur verið unn- ið að undirbúningi þess að undanförnu. Margvíslegar á- stæður lágu til þess, að ekki Bæjarstjórn mun halda veglegan hátíðarfund hinn 14. febrúar nk., á þeim degi, sern fyrsti bæjarstjórnarfund urinn var haldinn fyrir 50 árum, en á sumri komandi verður efnt til hátíðahalda og sýninga í tilefni afmælis- ins. Eins og fyrr segir, hef- ur nokkurt starf verið unnið þótti fært að efna til hátíð- j að undirbúningi væntanlegra arhalda svo seint á árinu og j hátíðahalda á komandi sumri. Á næstunni mun und irbúningsnefndin leita til ein staklinga, félaga og félaga- samtaka um þátttöku í há- tíðahöltíunum, og er það von hennar og ósk, að brugðist verði vel við' málaleitan hennar, enda eindreginn vilji fyrir hendi um, að vand að sé til alls undirbúnings og sem flestir aSilar leggi þar hönd á plóginn. Heill þér fimmtugum. í OMDVEQI - Það var í sannleika sagt á | nægjulegt að skoða sýning- una, sem Sígurfinnur Sigur- finnsson hélt í Akóges núna dagana frá 16. til 20. þessa mánaðar. Þarna voru til sýn is, 29 myndir eftir listamann inn, 9 olíumálverk, 5 grafík- myndir, 10 kolteikningar og ARMJINN SVEINSSON, stud. jur. Sú fregn, sem okkur barst liinn 10 .nóvember s.l., að Ármann Sveinsson væri lát- inn, kom sem algert reiðar- slag. Það mun óhætt að segja, að Ármann hafi verið einn þeirra, sem ungir Sjálf stæðismenn bundu hvað mestar vonir við í framtíð- inni. Ilann var fæddur hinn 14. apríl 1946, og því aðeins, 22ja ára að aldri er hann lézt. Ármann heitinn var sonur hjónanna Margrétar L. Eggertsdóttur og Sveins Sveinssonar, múrara, og elzt ur fjögurra barna þeirra. Hann lét alla tíð mikið að sér kveða í félagsmálum, átti tiæti í síjórn Stúdenta- félags Háskóla íslands, sat í stúdentaráði og var formað- ur Vöku, félags lýðræðis sinnaðra stúdenta, er hann lézt. Hann skipaði sér ung- ur að árum í raðir Sjálf- stæðismanna, átti sæti í stjórn Heimdallar 1966-1967. Hann var framkvæmdastjóri Sambands ungra Sjálfstæðis manna um skeið og gegndi auk þess f jölmörgum trúnað arstörfum fyrir S.U.S. og Heimdall. Áhugi Ármanns á þjóðfélagsmálum var mik- ill og ekki á einu sviði frem- ur en öðrum. Eftir hann liggur nú mjög ítarleg grein argerð um kjördæmamál landsins, sem hann samdi fyrir S.U.S. á sl. sumri og bcr höfundinum glöggt vitni um vandleg vinnubrögð. Hann birti íim það tvær greinar í Morgunblaðinu nú í haust og vöktu þær verð- skuldaða athygli. Ármann var sókndjarfur og bjó yfir miklum baráttuvilja, jafn- framt því, sem allar gerðir hans einkenndust af heiðar- leika og hreinni framkomu. Það verður erfitt að fylla það skarð, sem myndaðist við andlát hans. Konu Ár- manns, Helgu Kjaran og syni þeirra, Birgi, vottum við okkar dýpstu samúð, um leið og við minnumst góðs drengs, hvers minning aldrei mun gleymast. Eyverjar, Vestmannaeyjum 5 myndir unnar með olíu- krít og þekjulitum. Voru 26 myndanna til sölu og seld- ust 12 þeirra, sem má telja afbragðsgott hjá nýliða í myndlistinni. Aðsókn var mjög góð að sýningu þessari, ]iótt hún stæði stutt yfir, og munu um 909 gestir hafa sótí hana. Mestan áhuga og aðdáun manna munu kolteikningarn ar hafa vakið, í það minnsta þess, sem þetta ritar, enda seldust flestar þeirra. Finn- ur hefur greinilega náð góð- um tökum á þessari grein myndlistarinnar, og er mér cérlega minnisstæð myndin „Bátur minn einn", sem ég tel beztu mynd sýningarinn- ar. Ef Iýsa ætti verkunum með einu orði, yrði það VANDVIRKNI, því að auð séð er, að Finnur hefur lagt mikla vinnu í myndirnar og ekki kastað höndunum að viðfangsefninu. Grafíkin vakti einnig verðskuldaða at hygli sýningargesta, enda um akemmtilegt tjáningar- form að ræða. Aftur á móti virðist mér hann ekki hafa náð fullu valdi á olíulitun um ennþá og nokkur við- vaningsblær yfir sumum þeirra olíumálverka, sem þarna voru sýnd. En það er heldur ekki langt síðan Finnur byrjaði á olíunni, og eflaust á hann eftir að gera betri hluti með henni, þegar fram líða stundir. Þó hefur hann náð sérstæðum stíl í nokrum þeirra, t.d. „Gamlir bátar" og „Horft af Naust- hamri". Og þótt undirritaður hafi ekki séð marga tugi mynd- listarsýninga, er þessi ein meðal þeirra skemmtilegustu, hvað heildarsvipinn snertir. í það minnsta er ég strax farinn að hlakka til næstu sýningar. S. J. IFró hjördsisri Aðalfundur Kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi, var haldinn að Selfossi 3. nóv. sl. Fundurinn var mjög vel sótt ur og mættir voru fulltrúar úr öllum sýslum kjördæmis- ins. Héðan úr Eyjum sóttu fundinn 11 fulltrúar. Að loknum venjulegum að alfundarstörfum flutti Ing- ólfur Jónsson, ráðherra er- indi um vandamálin í dag og viðhorf Sjálfstæðisflokks- ins til þeirra. Er ráðherra hafði lokið máli sínu tóku margir fundarmanna til máls og urðu fjörugar og gagn- legar umræður. f stjórn kjördæmisráðs voru kosnir, Lárus Ág. Gíslason, bóndi, Miðhúsum, Framhald á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.