Fylkir


Fylkir - 22.11.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 22.11.1968, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag V es tmannaey j a Ritnefnd: Björn Guðmundsson (áb) Sigurður Jónsson. Sigurgeir Jónsson Auglýsingar: Magnús Jónasson, Sími 1311 Prentsmiðjan Eyrún h.f. KYNDISTÖÐ Á hinum fjölmenna bæjar málafundi, er Sjálfstæðisfé- lögin stóðu að sl. sunnudag, var af tveim ræðumönnum bryddað upp á mjög athygl- isverðu máli. Var það í sam bandi við sameiginlega hita- veitu fyrir kaupstaðinn. Báð ir þessir ræðumenn reifuðu málið nokkuð og bentu með al annars á, að hitakostnað- ur væri nú orðinn mjög til- finnanlegur útgjaldaliður og öllum bæjarbúum þungur í skauti. Bæri því að láta fara fram athugun á því, hvort ekki gæti verið hagkvæmt að koma upp hitaveitu fyrir kaupstaðinn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að bæði hér- lendis svo og erlendis eru sameiginlegar hitaveitur, er kyntar eru með olíu, algeng- ar. Þær eru sprottnar upp af þörfinni fyrir að hafa hit unarkostnaðinn sem lægst- an. Reynslan af þeim hefur líka orðið á einn veg, hitun- arkostnaður hefur lækkað að mun. Kemur þar margt til, m.a. að hægt er að nota ódýrari olíu, heldur en hægt er að nota við einkaveitur í einstökum íbúðarhúsum. Með tilliti til þess, sem hér hefur verið á bent, svo og annarra atriða, er einsýnt að athuga bæri þetta mál af gaumgæfni. Hér er án efa um mikið hagsmunamál að ræða fyrir alla íbúa kaup- staðarins. Það væri ekki lít- ils virði, ef þessi athugun leiddi í ljós, að með sameig iulegri hitaveitu væri hægt að lækka hitunarkostnað húsa hér, að miklum mun. Eins og nú er háttað eru til- lögur sem þessi, orð í tíma töluð og verðskulda það, að þeim sé sýnd fyllsta athygli. FJÁRMÁL VATNSVEITUNNAR OG FRAMKVÆMDIR VIÐ HANA HeildarkostnaSur við vatns veituframkvæmdirnar nam samkvæmt bókhaldi bæjar- ins 12. þ.m. samtals kr. 76,7 millj. Þar af, vegna stofnæð- ar og dælustöðvar kr. 59,9 millj. og vegna bæjarkerfis- ins kr. 16,8 millj. og hefur þá verið reiknað með kostn- aðarhækkun vegna nýafstað innar gengisbreytingar. Meirihluti bæjarstjórnar hefur gert lítið að því að gera bæjarbúum grein fyrir kostnaði við vatnsveitufram kvæmdirnar, heldur látið sér nægja að vitna til kostn aðaráætlunar yfir verkið í heild, þegar báðar fyrirhug- aðar leiðslur hafa verið lagð ar og verkið full frágengið. Eg tel hinsvegar, að bæjar- búar eigi fullan rétt á því að vita hvernig málin standa á hverjum tíma og hvaða fjár- hagslegar skuldbindingar bæjarfélagið hefur tekið á sig í sambandi við þessar framkvæmdir. Eins og að framan segir nemur heildar- kostnaður við vatnsveitu- framkvæmdirnar kr. 76,7 millj. kr. hinn 12. þ.m. sam- kvæmt bókhaldi bæjarins og skiptist hann þannig að því | er bezt verður séð. ar bæjarfélagið hefur tekið á sig í sambandi við þær. En það dæmi lítur þannig út, samkvæmt bókhaldi bæjar- ins, eins og það var uppfært hinn 12. þ.m. 1. Tekin lán. Landsbanki íslands ............ kr. 1.000,000,00 Brunabótafélag íslands ........ kr. 1.000,000,00 Lánasjóður sveitarfélaga ...... kr. 9.500,000,00 Sjómannadagsráð ............. kr. 300.000,00 N. K. T. Kaupmanahöfn ......... kr. 35.600,000,00 Hambros Bank, London .......... kr. 3.360,000,00 Bráðabirgðalán, víxlar o.fl. ca kr. 1.000,000,00 Lán samtals ................... kr. 51.760,000,00 Ríkisframlag ...................kr. 5.700,000,00 Álögð útsvör v/ inanbæjarkerfisins samkvæmt fjárhagsáætlun ....... kr. 24.000,000,00 1. Stofnæð í landi ........... kr. 17.710,000,00 Dælustöð á landi .......... kr. 6.582,000,00 Neðansjávarleiðsla ........ kr. 35.600,000,00 2. Samtals kr. 59.892,000,00 Innanbæjarkerfi ..... kr. 16.776,000,00 Kostnaður alls kr. 76.668,000,00 Kostnaður við stofnæð á- samt þeim mannvirkjum, er henni tilheyra, svo sem dælu stöð, vatnsgeymir og fleira er styrkhæft úr ríkissjóði, en bæjarkerfið ekki. Eitthvað af kostnaði, sem nú er tal- inn tilheyra innanbæjarkerf inu mun yfirfærast á stofn- æð við uppgjör reikninga í árslok, en verður á þessu stigi ekki séð af bókhaldinu hversu mikið það kann að verða. Fjáröflun til framkvæmdanna Þá tel ég einnig rétt, að bæjarbúar séu látnir fylgjast með hvernig fjárins hefur verið aflað til framkvæmd- anna og hvaða skuldbinding j Fullyrðingar meirihlutans i fá ekki staðizt. Meirihluti bæjarstjórnar j hefur mjög haldið því á lofti | að vatnsveituframkvæmdirn i ar kæmu fjárhagslega séð í veg fyrir að hægt væri að hefjast handa um aðrar að- kallandi framkvæmdir á veg um bæjarfélagsins. Þetta fær ekki staðizt. Eins og fram kemur af framanrituðu yfirliti hefur nægilegs fjár til framkvæmd ana verið aflað með lántök- um, ríkisframlagi og álögð- um útsvörum þeirra vegna sérstaklega. Vatnsveitufram kvæmdirnar hafa því á eng- an hátt komið í veg fyrir að hægt hefði verið að hefjast handa um aðrar framkvæmd T0MT PLAT Eg verð víst að biðjast afsökunar á því að liafa bendlað tvo ágæta unga menn hér í bænum við stofnun Æskulýðsfylking arinnar eða endurreisn hennar, eins og ég komst að orði í síðasta blaði. Reyndar tók ég það fram þá, að hér væri um óstað- festar fréttir að ræða, enda var svo. Fram hefur komið, það sem ég að öll um líkindum held að sé rétt, að mættir voru þrír (ekki tveir) menn, sem röbbuðu saman um mál- ið, en þótti ekki rétt að gera neitt í því, og endur reisn því skotið á frest. Þetta er það, sem ég veit sannast og bezt um mál- ið, en þó mun skylt að hafa það er réttara reyn- ist. Það gleður mig líka sannarlega að þessir tveir lieiðursmenn skuli hafa á- kveðið að Iáta öll við- fkipti við Æskulýðsfylk- inguna afskiptalaus. Það er víst nóg, að hettusóttar faraldur er nýgenginn yf- ir í bænum, þótt ekki færu að bætast þar við Rauðir hundar. HIÐ SANNLEIKS- ELSKANDI BLAÐ Aldeilið að þau eru indæl skrifin í kratablaðinu í gær, og ekki ólíkt þeim. Að Iíkindum, eru menn nú liættir að trúa því al- mennt, sem í Brautina er skrifað dags daglega, en skyldi þó einhver vera, sem enn er trúaður, er rétt að leiðrétta eina af greinum Brautarinnar (því miður er ekki rúm í blaðinu fyrir meira að oinni, slíkt tæki líka mik ið rúm, ef leiðrétta ætti allt það, sem Brautin birtir). Þessi grein var á for- síðu og fjallaði iim bæj- armálafund Sjálfstæðis- manna um síðustu helgi. Brautin segir, að einn bæj arfulltrúi hafi mætt (reyndar voru þeir þrír, og aðrir boðuðu forföll). Og tala fundarmanna var i hinu sannleikselskandi málgagni krata 25 en raunin er sú ,að þeir voru yfir 70 og minnist ég þess ekki, að neinn þeirra hafi á fundi þessum hnýtt neinu í þá fulltrúa, sem mættir voru, né þá, sem boðað höfðu forföll. En kratar eru nú einu sinni kratar, og varla við því að búast, að þeirra liugarfar og reiknings- kúnstir breytist mikið hvað þá fréttamennska S. J. . ir, sem fé hefur verið áætl- að til á fjárhagsáætlun á undanförnum árum. Er dælustöðin ævintýri? í stórum dráttum séð, mið að við breyttar aðstæður, virðist áætlaðuf kostnaður við vatnsveituframkvæmd- irnar ekki ætla að fara veru lega fram úr áætlun, að und anskildum áætluðum kostn- aði við dælustöðina. Þar virðist ekkert standast mið- að við það, sem upphaflega var gert ráð fyrir. Þegar samþykktin um þessa fram- kvæmd var gerð í bæjar- stjórn, var að mig minnir, talað um 6 til 7 milljónir kr. Nú heyrast aftur á móti nefndar tölur 20 til 25 eða jafnvel 30 milljónir króna í þessu sambandi. Mun þetta byggjast á því, að samið hef- ur verið um kaup á mikið fullkomnari eða „flottari” dælustöð, en upphaflega var reiknað með og á það bæði við um dælukerfið sjálft og ekki síður um hin sjálfvirku stjórntæki, sem virðast vera óheyrilega dýr, og ekki bæt- ir það úr, að fyrir hinum er. lenda kostnaði við dælustöð- ina, sem nema mun um 13,5 millj. króna, hefur verið tek ið mjög óhagstætt erlent lán sem greiðast á upp á örfáum árum. Hér er að sjálfsögðu um mjög tæknilegt atriði að ræða, sem erfitt er fyrir leikmenn að átta sig á, en óhjákvæmilega hlýtur sú hugsun að vakna, hvort meirihlutinn hafi ekki þarna verið flæktur út i ævintýri, sem hægt hefði verið að komast fram úr á ódýrari hátt. Og enn bætir það ekki úr skák, að meirihluti bæj- arstjórnar hefur bundið væntanleg ríkisframlög og Framhald á 4. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.