Fylkir


Fylkir - 29.11.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 29.11.1968, Blaðsíða 1
Mólgagn Sjálfsteði* fíokktini 20. árgangur Vestmannaeyjum, 29. nóvember 1968 16. tölublað eru iiieiiií ur Rœtt við Sigurð Sigurjónsson, form. mannafélags Vestmannaeyja. Starfs- _ Hvaða álit hefur þú á verkföllum? _ Verkföll valda alltaf tjóni. Verkföll geta aldrei verið annað en neyðarúrræði. Það er mín reynsla, að samn ingaleiðin sé það bezta. Það er alltaf hægt að ná nokkuð langt með þeirri aðferð. Það er ekki um neina samninga að ræða, ef annar aðilinn segir „ég vil þetta". — Þú sazt á síðasta þingi B. S.R.B. Var ekki rætt um það, að opinberir starfs- menn fengju verkfallsrétt? — Það er krafa opinberra starfsmanna, að þeir fái full an samningsrétt með verk- fallsrétti, með takmörkun- um. Enda kom það sjónar- mið fram á þinginu. Slíkur réttur gæti aldrei náð til allra opinberra starfsmanna. Það gæti valdið ófyrirsjáan- legri röskun í þjóðfélaginu. Tökum t.d .lögregluna. Hvar værum við staddir, ef hún færi í verkfall? Það myndi einnig valda óskaplegu tjóni ef hjúkrunarkonur og lækn- ar færu í verkfall. Það yrði erfitt að beita fyllsta verk- fallsrétti. — Á síðasta aðalfundi Sjálfstæðisfélags Vm., varst þú kosinn í varastjórn. Marg ir eru þeir, sem vilja halda því fram, að launþegar eigi ekki heima í Sjálfstæðis- flokknum. Hann sé aðeins flokkur hinna stóru. Ert þú á sama máli? _ Mitt sjónarmið er, að %M«WM%M«AMW%I lM>'«lMl^<KHMh f««T»l»\ý Nýr þáttur. Vcílvangur œskunnar, hcimili og skóli Ráðgert er, að með næita blaði hefjist fastur þáttur með bessu efni og mun Sigfús J. Johnsen sjá um hann. Þáttur þessi er opinn öllum, sem á- huga hafa á að skrifa um þessi mál, nemendum, foreldrum, skólamönnum og hverjum sem er. Mál- efni æskunnar eru ofar- lega á baugi í dag, og margir, sem kunna að vilja tjá hug sinn i þeim málum. Óski bréfritarar eftir að skrifa undir dulnefni, er þeim það að sjálfsögðu heimilt, en fullt nafn skal þó fylgja bréfunum, ef þau eiga að fá birtingu og verður vitaskuld farið með það, sem algert trún aðarmál. Utanáskrift bréfanna er: VETTVANGUR ÆSKUNNAR, Fylki. Sigfús J. Johnsen, Kirkjubæjarbraut 17, Vestmannaeyjum. Sigurður Sigurjónsson. það sé alveg sama í hvaða stjórnmálaflokki maður sé, til þess að geta unnið vel að félagsmálum. Það er vitað mál, að í Sjálfstæðisflokkn- um eru menn úr öllum stétt- um þjóðfélagsins. Sjálfstæð- isflokkurinn myndi ekki fá jafnrnikið fylgi og raun ber vitni, ef einungis væru í honum nokkrir stórkarlar. — Hvað viltu segja um síðustu gengisfellingu? — Örðugleikar í efnahags- málum eru ekkert einkamál íslendinga. Það fer ekkert milli mála, hvaða skoðun ég hef. Eg er sömu skoðunar og De Gaulle. Mér finnst, að gengisfellingar komi ekki að gagni nema um takmarkaðan tíma. Stór hluti af hagnaði gengisfellingarinnar fer í það að bæta upp hinum al- menna þjóðfélagsþegna. Við getum t.d. bent á, að ógrynni af nýjum skipum hafa ver- ið byggð. Eigendur þeirra skulda stórfé úti. Komast þeir fram úr skuldunum án aðstoðar? _ Nokkuð hefur verið rætt um það að breyta fyrirkomu laginu á innheimtu gjalda. Telur þú, að þar sé fcreyt- inga þörf? — Eg er á móti því að mönnum séu fengnir í hend- ur fjármunir, sem þeir eiga ekkert í, vegna þess að inn- heimtan fer fram árið eftir. Gallinn á því fyrirkomulagi, sem nú er, kemur skýrt í Ijós hjá sjómönnum. Margir sjómenn fengu miklar tekj- ur á árunum 1965—66, en nú eru þeir í hreinustu vand- ræðum með að borga gjöld- in, vegna þess hve afli er miklu minni og verðlag lægra. _ Telurðu, að skattabyrð- in komi réttlátlega niður á alla þegna þjóðfélagsins? — Einhvern veginn er því þannig varið, að það er ekki litið á það, sem afbrot, þótt menn reyni að hagræða skattaframtölum sínum, ef þeir hafa aðstöðu til. Allir reyna að bjarga sér. Það er vitað mál, að ýmsir aðilar hafa aðstöðu til að hagræða sínu framtali. Þeir, sem ekki telja rétt fram sínar tekjur, eru ekki aðeins að svíkja ríki og bæ, heldur eru þeir einnig að velta byrðinni yfir á þá, sem ekki hafa aðstöð- una. Samkvæmt því sem skattalögreglan hefur upp- lýst í sjónvarpsviðtali, þá eru því miður all mikil brögð að því, að menn telji ekki rétt fram sínar tekjur. Það kom einnig fram í við- talinu, að skattstjórar fylgd- ust betur með skattaframtöl um, heldur en nú er. S. J J Oþarfa útgjöld i) Fyrir skömmu minnti Fylk i'r á klausu í Brautinni, frá 30 marz 1966, þar sem það ágæta blað gerir að umtals- efni og auglýsir verkalaun þáverandi bæjarstjóra og varabæjarstjóra, og ráðlegg- ur loks bæjarbúum, að at- huga vel, áður en þeir gangi r.ð kjörborði það vorið, hvað hægt væri að gera fyrir alla þessa upphæð, sem blaðið telur óþarfa útgjöld. Það sem gerðist við kjör- borðið það vorið, muna bæj- arbúar allir og líklega þeim 'mun betur, sem lengra líður Sjálstæðisflokkurinn missti meirihluta sin í bæjarstjórn og bæjarstjóra og varabæjar stjóra var vikið frá störfum, við innilegastan fögnuð þeirra, sem sem gleggzt sáu, hvar spara mætti fúlgur fjár frá því, sem verið hefði, framfaramálefnum staðar- ins til óendanlegrar blessun. ar. Ekki verður annað með sanni sagt, en að nýtt blóð og ferskt hafi strax í upp- hafi kjörtímabils tekið að renna um lífæðar bæjarmál- efna, því að eitt fyrsta verk bæj arst j órnarmeirihlutans var að ráða sem bæjarstjóra einn helzta ritsmið Brautar- inar, vel þektan mann, — af skrifum sínum, — að útsjón- arsemi í fjármálum og sparn aðarhugsjónum fyrir bæjar- ins hönd. Eftir að Fylkir hafði rifj- að upp skrif Brautarinnar frá vorinu 1966, lét hann í veðri vaka ,að gaman væri nú fyrir bæjarbúa að vita, hvað núverandi bæjarstjóri hefur í laun (allt meðtalið og sundurliðað). En hvernig sem á því stendur, hafa launasérfræðingar Brautar. innar ekki endurtekið sig í að upplýsa neitt um þau efni. Vera má, að þeim Brautarmönnum hafi snúizt Framhald á 3. síðu. Hinningordthöfn 1 um þá, sem fórust með 1 m.b. Þráni NK 70, ferl fram frá Landakirkju á 1 morgun, laugardag, kl. 1 2 e. h. I

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.