Fylkir


Fylkir - 29.11.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 29.11.1968, Blaðsíða 2
2 F Y L K I R Málgagn S j álf stæSisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Ritnefnd: Björn Guðmundsson (áb) Sigurður Jónsson. Sigurgeir Jónsson Auglýsingar: Magnús Jónasson, Sími 1311 Prentsmiðjan Eyrún h.f. AF HVERJU ? í Framsóknarblaðinu hef- ur að undanförnu mátt lesa hinar furðulegustu ritsmíðar um það, sem aflaga hefur farið hjá oss í þjóðfélaginu. Er .Víða borið niður í rit- smíðum' þessum, en uppistað an er samt að núverandi rík- isstjórn beri ábyrgð á öllu, sem aflaga fer. Á þetta þó einkum við það, sem fjár- hags- og atvinnumál varða. í þeim efnum er það ríkis- stjórnin ein, sem alla ábyrgð ber. Framsóknarritstjórana varaðr ekkert um þó að út- flutningsverðmæti þjóðar- innar hafi síðan 1966 minnk að úr rúmlega 6 millj króna í tæplega 4 milljarða. Fram sóknarkappana hér í Eyjum varðar ekkert um þó að síld veiðarnar hafi nær alveg brugðizt tvö undanfarin sum ur og haust. Þá varðar ekk- ert þótt kostnaðurinn við að afla síldarinnarhafi margfald aztazt. Þá varðar ekkert um þótt hafís liggi fyrir landi mánuðum saman. Þá varð- ar ekkert um þótt harð- indi og köld veðrátta skapi bændum og búaliði margvís- lega erfiðleika. Allt þetta er bara skítur á priki hjá fram- sóknarliðinu. Erfiðleikarnir í þjóðfélagnu eru bara ríkis- stjórninm að kenna. Hun a alla" ,»«sökin&. . Aflabrestiir, verðfall, kólnandi veðurfar skiptir engu máli. Nfi er það vitað að Fram- sókri ér leiðandi flokkurinn i bæjarstjórn Vestmanna- eyjá. Jafnframt er vitað, að Bæjarsjóður á í miklum fjár hagserfiðleikum og vanskila skiiídir hlaðast upp. Það harigiÚ 'í að ' hægt sé að standa í skilum með vinnu- laun, þótt að allar lánastofn- anir séu slegnar í bak og fyr ir. Og hverjar skyldu svo vera skýringar framsóknar- forystunnar á erfiðleikum Vestmannaeyjabæjar? Jú, _ framsóknarkapparnir skýra vandræði bæjarsjóðs á þann veg, að það séu nú líklega erfiðleikar hjá frystihúsun- um, síldarbátarnir héðan hafi nú líklega ekki fiskað nógu vel upp á síðkastið og hrað- frystur fiskur hafi lækkað og þessvegna séu erfiðleik- ar með að ná inn peningum í bæjarsjóð. Mikið rétt. Erf itt árferði, verðfall og afla- brestur hefur engin áhrif á afkomu ríkissjóðs og skap ar ríkisstjórninni enga erfið leika, en öðru máli gegnir með bæjarsjóð Vestmanna- eyja og stjórn framsóknar á honum, þar veldur veðurfar aflabrestur og verðlækkun afurða erfiðleikum. Jæja, þar hafið þið það. Tekjur þjóðfélagsins hafa minnkað stórlega á undan- förnum tveim til þrem árum og það er orsök erfiðleik- anna. Bæjarsjóður er líka í erfiðleikum. Ekki er orsök erfiðleikanna þar tekjumiss- ir. Bæjarstjórnarmeirihlut- inn hefur undanfarin ár lagt á í útsvör og aðstöðugjöld, meira heldur en nokkru sinni fyrr, og ekki er vitað að hann hafi gefið eftir eða tapað neinu af sínum tekj- um. Verið er sífellt að væla um Jörgensen. En hverju hef ur bæjarsjóður tapað á Jörg ensen? Og nú úr því að ekki er um neinn tekjumissi að ræða, en samt allt í merinni af hverju skyldu þá öll vandræðin stafa? JÓN HJALTASON Hæstaréttarlögmaður Skrifstofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstími kl. 4,30 — 6 virka daga nema laug- ardaga kl. 11 — 12 f.h. Sími 1847. JÓN ÓSKARSSON lögfræðingur Vestmannabraut 31. Sími 1878. PÉTUR EGGERZ viðskiptafræðingur, Strandveg 43. Sími 2314. Viðtalstími: Kl. 4—7, virka daga nema laugard. kl.ll—12 RÉTTUR KROSSÁ RÉTTUM STAÐ Efalaust hafa nú flestir tekið eftir því, að búið er að skipta um kross á turni Landakirkju, ljós- krossinn hefur verið tek- inn niður og sá gamli kominn aftur á sinn stað. Ljóskrossinn hefur aftur á móti verið settur upp yfir sáluhliðinu við kirkjugarðinn. Það hefur hingað til borið meira á því í Sindri, að fundið væri að hlutunum, heldur en hitt, að þess só getið sem vel er gert. Þá skal í þessum stúf verða bót á til betrunar. Það voru börn og tengdabörn Sig- urðar Oddssonar frá Skuld, sem á sínum tíma gáfu ljóskrossinn til kirkj unnar, með þeirri ósk, að honum yrði fyrir komið á turninum. Þetta var vissulega höfðingleg gjöf og gefendum til mikils sóma. En því miður voru nokkrir annmarkar á með krossinn. í fyrsta lagi var það mitt álit, (og líka reyndar fleiri), að krossinn færi ekki vel á turninum, meðan dags- birta var, að hann bæri turnspíruna ofurliði, þó svo að hann væri fallegur að kvöldlagi, þegar kveikt hafði verið á hon- um. En ástæðan til þess, að hann liefur nú verið tekinn niður var þó önn- ur, ástæða, sem rétt er að þakka sóknarnefnd fyrir að hafa tekið til athugun- ar og framkvæmdar. Á- stæðan fyrir tilfærslunni var sú mikla áhætta, sem viðgerðarmaðurinn þurfti að taka á sig, þegar Ijós- ið bilaði í krossinum. Og að athuguðu máli, afréð sóknarnefnd með fullu samþykki gefenda kross- ins að setja aftur upp gamla fallega krossinn, sem Guðjón Jónsson í Magna smíðaði á sínum tíma, en velja Ijóskross- inum stað, þar sem hann nú er, og engin áhætta við viðgerðir á lionum. Fyrst í stað hélt ég, að fegurðarsjónarmiðið hefði þarna verið’ látið ráða, en sóknarnefnd hefur nú upplýst mig um hið rétta í málinu. En hvað um það söm var gjörðin, og nú má með sanni segja, að kominn sé réttur kross á réttan stað. REIKNIMEISTARI BRAUTARINNAR Það hefði einhvern tímann ekki þótt mikið verk að leiðrétta villur og ranga málsmeðferð í blaði sem er fjórar síður að stærð, og þar af ein og hálf síða auglýsingar. En það væri efniviður í langa og mikla grein, ef takast ætti á hendui að leiðrétta allt það, sem rangt er með farið í Braut inni í síðasta Sindri var gerð nokkur grein fyrir reikningaskekkjum frá ritstjórans liendi, þar sem hann skrifaði um fund Sjálfstæðisfólks, fyrr í þessum mánuði. Við nán ari eftirgrennslan kemur í Ijós, að stærðfræðikunn átta hans er í því fólgin að taka ávallt einn þriðja hluta af öllum tölum, er liggja fyrir hendi. Svo ' var í þetta sinn að minnsta kosti. Fundar- menn, sem voru 75 tals- ins, voru í Brautinni 25. Og af þeim þremur full- trúum flokksins í bæjar- stjórn, sem mættu, tald- ist Brautinni til, að að- eins einn hefði verið til staðar. Væri nú ekki ráð, að einhver stærðfræðing- ur úr hópi krata tæki rit- stjórann í tíma, svona við og við. Og ætli Magnús yrði þá ekki sjálfskipað- ur, sem kennari, hann ætti að bera það gott skynbragð á tölur, eftir því, sem fjármál bæjarins segja íim. Kannski er reglan um einn þriðja höfð í hávegum þar líka? Annars datt mér nú svona í hug, að tölurnar liefðu, ef til vill, ruglast, siðan Unnar stórkrati, Stefánsson, vísiteraði hér á dögunum, og tölurnar 25 og 1 hefðu átt að fylgja greininni um móttökurn- ar, sem hann fékk. Eitthvað virðist ritstjór inn líka utan við sig í al- mennum fréttaflutningi, eins og greinin um flóð- lýsinguna ber með sér, en þar var rangt með farið, eins og fram kom í síð- asta Fylki. Sjálfsagt er Alþýðublaðið tekið til fyr irmyndar, hvað fréttaþjón ustuna áhrærir, en hún er til mikils sóma (að á- iiti krata). Og eitthvað liefur ver- ið efnisfátt í blaðinu hjá honum síðast, því lieill dálkur af Ianghundi, með útúrsnúningum um grein sem ég ritaði í Fylki í haust um peningavaldið, er notaður til uppfylling- ar. Þar birtir hann orð- réttan kafla úr umræddri grein, svo rækilega orð- réttan, að sama koiiimu- villan og' slæddist inn í greinina hjá mér, fylgil þar með. En þessi eina komma. breytti allri hugs- un sétningarinnar, og varð orsökin að heilum dálki í Brautinni. Oft velt ir lítil þúfa þungu hlassi. En ef ég myndi nú upp- lýsa hinn fróðleiksfúsa ritstjóra um það, að komman á milli félaga og launþega í greininni, átti ekki að vera þar, gæti það þá eitthvað orðið til að létta á forvitni hans? Ef ekki, væri líklega rétt ast að svara með útúr- snúningi í líkum dúr og hann og segja lionum að fletta upp á orðinu al- menningur í íslenzku orðabókinni. Og vonandi verða nú engar auka- kommur í þessari grein, þá gæti maður jafnvel átt von á tveimur dálkum af spurningum í næstu Braut. ÚTI ER ÆVINTÝRI Ilvað kom svo á daginn? Eftir öll skrifin í síðustu Braut um nauðsyn kokkt- eilanna, en handbragð greinarinnai, sem sögð var aðsend (bar þó keím ax stíl bæjarstjórans), kom Jóhann Björnsson l'ram með þá tillögu á síðasta bæjarstjórnar- fundi, að hér eftir yrðu felldar niður vínveitingar á veguin bæjarins. Þad er bara vonandi, að ekki lendi í neinu vevulegu orðaskaki milli Magnúsar og lians, varðandi þessa tillögu. Og hvað skyldu saumaklúbbarnir i Reykjavík segja um þessa ráðstöfun? Eða þá há- skólanemar? S. J. !

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.