Fylkir


Fylkir - 06.12.1968, Blaðsíða 1

Fylkir - 06.12.1968, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfsfæði,- Hokksíitg ^Si. 20. árgangur Vestmannaeyjum, 6. desember 1968 17. tölublað EIRÍKUR GUÐNASON, YFIRKENNARI UNDIR SMÁSJÁNNI. Starfstímann þarf að lengja Hver kannast ekki við hann Eirík kenn- ara? Spyrjið þið einhvern á aldrinum 6 til 30 ára, og það er sannarlega einhver furðufugl, senu ekki þekkir hann Eirík. Eiríkur er löngu orðinn kunnur og rómaður fyrir smábarna- kennslu sína, stubbadeildina, og margar mœð- ur þessa bœjar, sem kunna honum þakkir fyr- ir að aflétta fyrsta lestrarnáminu af heimil- inu. Við brugðum okkur á fund Eiríks um dag inn og spurðum hann nokkurra spurninga um jarðlífið. — Hvað ertu lengi búinn að vera í eldinum, Eiríkur? Það eru komin ein 15 ár núna, síðan ég byrjaði á í- troöslum. — Ertu ekki orðinn þreytt ur? Það get ég nú tæplega sagt, í það minnsta ekki leið ur. Það má kannski segja, að maður sé orðinn þreyttur á vorin, þegar þessu er að ljúka, en svo hlakkar maður aftur til á haustin, þegar byrjað er á ný. _ Finnst þér miklar breyt ingar hafa átt sér stað í kennsluháttum, síðan þú byrjaðir að kenna og þar til nú? Mér finnst aðallega að við horf fólksins til skólans hafi breytzt. — Og hvernig þá? Afstaða til skólans er að mun jákvæðari en áður var. Það er orðið betra að ræða vandamál, sem skjóta upp við foreldrana um þau kollinum. Mest vil ég þakka það foreldrafundum og svo betra sambandi og aukinni kynningu milli foreldra og skóla. — En hvað með formið á sjálfri kennslunni. Hefur það breytzt? Helzt er það varðandi les- greinarnar, og það þá helzt á seinni árum, sem sú breyt ing hefur átt sér stað. Þess- ir breyttu kennsluhættir hafa að mínu viti haft mjög jákvæð áhrif á starfslöngun barnanna, þar sem meira er af því gert nú að vekja for- EIRIKUR GUÖNASON vitni þeirra til að glíma sjálf við viðfangsefnin, en að troða svo og svo miklu inn í þau, sem kannski situr tak markaðan tíma í þeim. Sá misskilningur hefur gert vart við sig, að þessi aukna vinna barnanna létti störf kennarans, þar sem þau eru oft látin annast kennsluna sjálf í sínum bekkjum og jafnvel í öðrum bekkjum á stundum. En staðreyndin er hins vegar sú, að þetta ger- ir auknar kröfur til undir- búnings og alls skipulags af kennarans hálfu, auk þess, sem kennarinn þarf oft og tíðum að aðstoða börnin við efnisöflun og hjálpa til við úrvinnslu á verkefnum, sem krefst mikils tíma. Af öllu þessu leiðir, síðan þessir kennsluhættir voru teknir upp, að vinnutími kennarans hefur lengzt talsvert. Það má líka taka það fram, að þeir kennarar, sem kenna lesgreinarnar, fá ekkert greitt aukalega fyrir þennan aukna þátt sinn í kennslunni til að gera hana líflegri. — Er það þá þín skoðun, að það eigi að greiða kennur um laun fyrir þessi og önn- ur aukastörf, sem þeir tak- ast á hendur fyrir skólann? Launamálin eru nú alltaf eilíft nöldursefni. Eg álít, að afnema eigi allar aukagreiðsl ur til stéttarinnar, til dæm- is fyrir heimavinnu og slíkt, en gera kjór kennara það góð, að þeir geti unað við þetta starf eingöngu, og þurfi ekki að leita annað til að bæta upp rýr kjör. — En hvað þá með öll frí. in. Nú er sumarfrí kennara þrír mánuðir og það á full- um launum? Já, gott var, að þið minnt- uzt á blessuð fríin. Eg vildi svara með annarri spurn- ingu. Hvað finnst ykkur um það fyrirkomulag að láta menn, sem aflað hafa sér dýrmætrar þekkingar, ganga um eins og villuráfandi sauði í öðrum störfum 1/4 hluta starfsársins? Mér finnst, að fátæk þjóð, eins og íslendingar hafi ekki efni á slíkum lúxus. Það er staðreynd, að undanfarin ár höfum við stöðugt verið að dragast aftur úr nágranna- þjóðunum, hvað menntun alla snertir, og það er líka staðreynd, að þeim mun bet- ur, sem þjóðin er menntuð, því betri lífskjör hefur hún, Framhald á 3. siðu. Áramótabrennur TAKMARKAÐUR þrifn- aður hefur verið að, þegar drengir hafa safnað í ára- mótabrennur. Litlum bál- köstum hefur verið hlaðið upp, svo tugum skiptir og að lokinni brennunni hefur rusl úr henni verið skilið eftir og getur það dreifst um stórt svæði. Þarna er eink- NEFSKATTUR Á HLJOÐVARP Á þingi hefar nú verið borið upp mjög athyglisvert frumvarp. Þeir Tómas Karls son og Pétur Benediktsson bera frumvarpið fram, en það fjallar um breytingu á núgildandi lögum um hljóð- varp og afnotagjald af því. Legja þeir til, að afnotagjald verF' *¦•' -''ð, en þess í stað lagður á nefskattur á hvern þan landsmann, sem náð hef ur 18 ára aldri. Með frum- varpinu fylgir einnig álits- gerð um hámarksaldur, sem miðast að mestu leyti við 67 ára aldur, nema í sérstökum tilfellum. Þetta á áreiðanlega eftir að fá þó nokkurn hljóm- grunn meðal landsmanna, og sýnist mér í fljótu bragði, að hér sé um prýðilega lausn á erfiðu vandamáli að ræða. Þær reglugerðir, sem nú eru í gildi um þessi mál, eru svo vafasamar, að þær eiga tæp- lega rétt á sér lengur, og er þar margt sem veldur. Þar ^""mhald á 3. síðu. um um að ræða, nagla, víra og gjarðarusl. S.l. sumar, lagði bærinn töluverða vinnu í að hreinsa þetta rusl Þar sem brennurnar hafa verið á grónu landi, hafa þær skilið eftir sviðna jörð, sem . erfitt er að græða upp. Drengir í brennusöfnun, hafa oft valdið mönnum til- finnanlegu eignatjóni með framferði sínu. Sumir þess- ara drengja hafa lent í inn- brotum og ýmsum þjófnuð- um og hafa þeir afsakað framferði sitt með því, að þeir væru í brennusöfnun. Öllum má ljóst vera, að þetta er óæskilegt og ættu foreldrar að fylgjast betur með þessu en gert hefur ver io. Það er engum þökk í, að banna áramótabrennur og ætti bæjarfélagið, í samráði við lögreglu, að gangast fyr- ir einni eða tveimut hienn. um. Brennur þessar ættu að vera stórar og staðsettar þar sem víðast sæist úr bænum. þær gætu í senn orðið til augnayndis og þrifnaðar- auka Ef þessi háttur verður haíðui á, tel ég <ið þessar smáorennur hverfi úr söe;- unni. án frekari aðgerða, svo sem hefur sýnt sig í öðrum kaupstöðum. Brennuleyfi verða veitt á lögreglustöðinni frá 20. des- ember. Leyfishafi (umsjón- armaður skal vera 21 árs eða eldri og ber hann alla ábyrgð á brennunni. Hann skal hafa hlutast til um, að brennustaðurinn verði þrif- inn fyrir 6. janúar 1969, ann ars mun það gert á kostnað hans. Guðmundur Guðmundsson, yfirlöffregluþjónn.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.