Fylkir


Fylkir - 06.12.1968, Blaðsíða 5

Fylkir - 06.12.1968, Blaðsíða 5
FYLKIR ÞRAINN FERST Síðastilðinn laugardag var haldinminningarathöfn utn þá, sem fór- ust með vélbátnum Þráni, frá Landakirkju. Mikið fjölmenni var við minningarathöfnina, og stóðu félagar úr sjómannafélögumim heiöursvörú frá kirkju að minnisvarð anum. PaU 11. Á*nason, Þor laui/argerði, sen di bíaðinu eftirf'arandi m inningarljóð un i þetwan burð. vulega at- Þeir lögðu á djúpið með löngun í svip, lífsglaðir, tápmiklir, íslenzkir drengir. Að þreyta við hafið sín gjöfulu grip, svo glúpni ei efnahags fárþandir strengir. En vetur er kominn með svarra í svip og sólargang styttir en nóttina lengir. Það er enginn leikur að tefla það tafl við taflkónginn Ægi, óvæginn og harðan. Hans mislyndu dætur með ógnþrungið afl óska ei hlutinn hans föður síns skarðan. Hver holskefla rís eins og hrynjandi skafl með lireinhvítan faldinn sinn stormhryðjum barðan. Þeir tefldu á Þráni hinn þrautreynda leik og þöndu sinn eyk eftir holskeflubökum. Þó særinn sé sterkur, en súðin sé veik og sorgin svo þung í þeim hamremmistökum og náttmyrkrið svartkryddað sælöðurs reyk. Það segir oft lítt frá þeim helþrungnu rökum. En Drottinn tók stjórnvölinn sterklegri hönd og stýrði í geiminn til landanna sinna. í svipan var á höggvið ástvina bönd og ógnlangt að horfa til nýaðra kynna. Hrollköld og auð þeirra lieimila strönd, og hrímsvalur þungi í brjóstum vor hinna. Hver fjölskylda sjómanns á þjóðlega þökk, þrautreynd af áhyggjum, sundruð svo löngiun. En vegna þess stóra, í stríði hugrökk og stéttin er mögnuð af bænum og söngvum. Og ef verða slys, verður alþjóð vor klökk frá innstu háfjöllum að skerjum og dröngum. P. H. Á. 2T7 tli það hafi ekki marg- ir búizt við breyting- um á dagskrá sjónvarpsins er ráðinn var nýr dagskrár- stjóri lista- og skemmti- deildar. Stemdór Hjörleifs- son, hafði með þetta að gera en hætti störfum, af hverju, veit ég ekki. Svo vár'-^lðinn nýr yfirmaður, Jón Þórar- insson, tónskáld. Lengi get- ur vont versnað, segi ég, því hver ætli hafi búizt við þess um ósköpum, sem í kjölfarið fylgdu. Vinsælustu þættirn- ir voru numdir brott úr tíagskránni, og var sagt, að almenningsálitið hefði verið svo á móti þeim, að ekki hefði verið stætt á því að hafa þá áfram. Eg spyr, hvað segir almenningsálitið í þessum bæ? Skyldi það vera mál manna, að föstu þætt- irnir á föstudags- og sunnu- dags- og mánudagskvöldum, hefðu átt að víkja fyrir fram haldsmyndaflokkum af mis- jöfnum gæðaflokki? Eða eiga kerlingabækurnar enda laust að fá að tröllríða öllu hjá sjónvarpinu eins og fleir um. Ljótt væri, ef sjónvarp- ið, sem fór svo vel af stað, ætti eftir að sökkva í dý þeirra fordóma. /^vg svo að minnzt sé á framhaldsmyndirnar. Hvað heldur hinn nýi dag- skrárstjóri, að hægt sé að FRAMHALD Á - FRAMHALD OFAN — AÐSENT BRÉf UM SJÓNVARP laginu. En hér set ég punkt, og vænti þess og vona, að sjónvarpið fari sömuleiðis að, setji punkt, þar sem hann á að vera, en ekki allt- af kommu. Dýrlingur. bjóða fólki upp á margar framhaldsmyndir? Látum vera með eina í viku. En þegar taka á upp slíkar sýn ingar helming þeirra kvölda sem sjónvarpið er, er þá ekki komið fullmikið af svo góðu? Langhundurinn um Forsyte-ættina kvað endast fram á sumar, og bindur því að sjálfsögðu áhorfendur, er vilja fylgjast með henni, við tæki sínu öll mánudags- kvöld, allt fram á vor. Við vitum, að ekki er gaman að missa úr mynd, sem sýnir heila sögu, en er þetta þá ekki fulllangt gengið. Þriðju dagskvöldin eru einnig með framhaldsmyndaflokk, þó ekki eins langan í vöfum, en þó slíkan, að ekki má missa úr einn þátt, til að allt sé farið úr samhengi. Og svo var sunnudagskvöldið kórón að, með því að fara af stað með enn einn framhalds- flokkinn. Eru þá Millistríðs- árin ótalin með, en þau eru auðvitað en mynd úr þess- um flokki, þótt þar sé um fræðslumynd að ræða. ~it /Teð þessu fyrirkomulagi, XVA er verjg ag ganga á hlut fólks. Það er eingöngu fólk, sem situr heima hvert kvöld, sem getur haft á- nægju af þessu. Hinir, sem ekki geta af ýmsum ástæð- um bundið sig heima við á hverju kvöldi, hljóta þess vegna að hafa heldur bragð- daufa ánægju af því, að sjá kannski einn og einn þátt á stangli og úr öllu samhengi við það, sem áður hefur gerzt í myndunum. T~'g trúi því ekki að ég sé ■*■“' sá eini, sem er óánægð ur með þetta ástand, og skora því á fleiri að rísa upp á afturfæturna og mótmæla. Sé meirihluti áhorfenda hins vegar ánægður með þetta, er ekki annað að gera, en að bíta í það súra epli að láta sér þetta lynda áfram. En ég er vantrúaður á, að' það séu svo ýkjamargir, sem eru ánægðir og býst við að fleiri séu isama sinnis og ég og vilji fremur hafa í sjónvarp- inu stutta og sjálfstæða skemmtiþætti. Tjrvað ætli sé með hina ■*■ mörgu aðdáendur Dýr lingsins, Harðjaxlsins, Hauks og Mavericks? Eru þeir al- gerlega búnir að fylgja þess- um gömlu kunningjum sín- um til grafar? Mætíi ég fyr- ir minn smekk heldur fá þá á ný, en að burðast með For- syte og aðra Afglapa. T raun og veru ætti ég að ■*• ljúka þessu spjalli mínu með því að setja undir, fram hald í næsta blaði eða blöð- um, og væri þá að fullu far- ið eftir sjónvarpsfyrirkomu- Það er hægt að gleðja bréf ritara með því, að nafni hans kemur í heimsókn í sjónvarp ið í kvöld. Verða ábyggilega margir til að fagna honum. JÓLALÝSING Tengjum jólaljós í kirkjugarðinum, laug ardaginn 21. des. frá kl. 1 til 5 eh. og sunnu daginn 22. des. frá kl. 9 til 12 fh. og 1 til 5 c.h. Tengigjald kr. 150 og 200. Upplýsingar í Kjarna Sími 2234. kemnr út 20. desember c<

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.