Fylkir


Fylkir - 06.12.1968, Blaðsíða 6

Fylkir - 06.12.1968, Blaðsíða 6
G F Y L K I R MINNING Frú Sigríður V. Magnús- dóttir, félagsformaður „Ey- kyndils” .andaðist að Sjúkra liúsi Vestmannaeyja, þann 18. september síðastliðinn. í rúman aldarfjórðung stóð hún í lyftingu félagsins, undir merki „Eykyndils” og slysavarnarsamtakanna hazl- aði hún sér völl og vann þar dyggilega að brautargengi góðra málefna, ásamt dug- mikilla sterkra samtaka fé- lagssystra sinna. Með norrænum dug og þrótti hélt hún um stjórnvöl inn, og stýrði ætíð og ávallt markvisst fram á leið, haf- andi að leiðarljósi mannúðar starf slysavarnanna. Ung að árum gerðist Sig- ríður liðsmaður og virkur baráttumaður að sínu hjart- fólgnasta málefni, slysavarna starfinu, sem átti og hug henar allan. Hún var ætíð maður meiri, er unnin var erfiður áfangi og hafði þrek til starfa í áratugi í erfiðu og erilsömu formannsstarfi. Það er eigi ætíð, sem afrakst ur erfiðis er nægur til að geta haldið í horfinu, hvað þá að sækja fram á við, enda þótt þörfin sé ærin til viðhalds hinu virka slysa- varnarfélagsstarfi. En Sigríður talaði hvatn- ingarorð til félagssystra sinna gaf góð heilræði og fyrirskipanir. Haldin stefna og markmið eitt, undir hand leiðslu formannsins sýndi fé- lagsáttavitanum stefnufasta réttvísandi leið. Sigríður talaði oft um það og lofaði hvað hún hefði ver ið lánsöm að eiga slíkar sam starfsystur, þar sem Eykynd ilskonurnar væru. Þeirra fetörf og stuðningur væri sér ómetanlegur og yrði aldrei fullþakkaður. Alltaf væru hjálpfúsar hendur reiðubún- ar til starfa. Jafnframt því að sitja í öndvegi síns félags, átti Sig- ríður aðild að aðalstjórn Slysavarnarfélags íslands, sótti þing þess og ráðstefnur. Þar, sem annars staðar bar hún rós í barmi með sóma. Málstað góðra tillagna var hún ætíð fylgjandi, með sinni festu og rósemi, sem voru henni meðfæddir eigin- leikar. Þá átti hún og sjálf margar hugmyndaríkar til- lögur til bættra aðstæðna slysavarnarstarfseminni, sem hún flutti og bar fram til sigurs. Með setu sinni í að- alstjórn var hún hluttakandi í að marka leiðir inn á víð- feðmt félagslegt landabréf allsherjar samtaka slysa- varnafélaganna. Giftusamlegri ferð Sigríð- ar er lokið og Eykyndilskon- ur kveðja formann sinn með virðingu og þakka henni allt það, sem hún var þeim og slysavarnarstarfinu. Eykyndilskonur. Vestmannaey ingar Það er staðreynd ,að í skammdeginu cykst brunahættan verulega. Athugið því livort cigur yðar cru tryggöar í samræmi við nú- verandi verðlag. Við bjóðum yður allar tegundir trygginga. Tryggið strax í dag. I Umboðsmaður í Vestmannaeyjum RICHARD ÞORGEIRSSON Birkihlíð 1, — sími 1605. Válryggingafélagið h.f. Þakkarávarp Við aðstandendur áhafnarinnar á v.b. Þráni, sem fórst þann 5. nóv. sl. sendum hjartans þakklæti okkar til allra þeirra fjölmörgu, sem hófu þegar leit, strax og bátsins var saknað. — Við þökkum Slysavarnarfélagi íslands, skipstjór- um og áhöfnum leitarskipanna, starfsmönnum við Vestmanna eyja-radíó, Sigurði Þórðarsyni, útgerðarmanni, flugmönnum og þeim, sem leituðu á landi, fyrir alla þá alúð og árvekni, scm þeir sýndu með hinni umfangsmiklu og skipulögðu leit. Jafnframt þökkum við öllum, sem á einn eða annan hátt sýndu okur hluttekningu í orði og verki, með samúðarkveðj- um, blómsveigum eða á annan hátt vottuðu okkur samúð og sýndu þannig burtkölluðum ástvinum okkar virðingu sína. Okkur er ekki auðið að tjá hverjum eintökum þakklæti okkar, en vonum, að línur þessar nái til allra, sem hér eiga lilut að máli. Megi þeir finna, hve djúpt við erum snortin aí vinsemd þeirra og samúð í okkar garð. Guð blessi ykkur öll. AÐSTANDENDUR. öm hátíSarnar verður flugáætlun okkar sem liér segir: 24. des. Aðfangadagur, frá RVK. kl. 0930. 25. des, Jóladagur, ekkert flogið. 26. des‘. 2. jóladagur, frá RVK. kl. 1430 31. des. Gamlársdagur, frá RVK. kl. 0930. 1. jan. Nýársdagur, ekkert flogið Að öðru leyti verður flugáætlun okkar óbreytt. jP?---------- ICELAJVDAin Vdtvangur æskunnar hcimili og skóli Eins og getið var um í síðasta blaði, þá er mein- ingin að reyna að hefja hér fastan þátt undir þessu nafni „Vettvangur æskunnar, heimili og skóli”. Naumast verður sagt, að þættinum séu nokkur takmörk sett með við- fangsefni, en markmiðið er að koma af stað umræð um um þessi mál, því sannast sagna, þá höfum við hér í Vm. mjög mikla sérstöðu í þessum málum eins og svo mörgum öðr- um umfram aðra lands- menn, sem af mestum þætti ákvarðast af ein- angrun okkar frá öðrum nærliggjandi byggðarlög um. Þessi mikla einangrun okkar hefir kennt okkur að meta spakmælið, sem segir: „Hollur er heima- fenginn baggi”, en Skv. því höfum við á undan- förnum árum ' reynt að búa svo að á sem flest- um sviðum, að við værum sjálfum okkur nóg í sem flestum tilvikum. Þetta hefir tekizt með ágætum í ýmsum þáttum þjóðlífs- ins, en miður í öðrum. Með þessum skrafdálki mætti, ef til vill, finna lausn á ýmsum þeim þátt um, er við enn eigum við að glíma og ef þannig tæk ist til þá væri tilgangin- um náð. Með hinni ótvíræðu ein angrun, sem við eigum við að stríða, skapazt ým is vandamál, er alla snerta. Val fólks á vettvangi, til að eyða tómstundum, hlýtur hér að afmarkast af því einu er upp á er að bjóða hér hjá okkur sjálf- um, en til annarra verður ekki leitað með þann vanda. Æskan hér á ekki völ á því, að bregða sér um helgar í næsta þorp, sveit eða bæ. Ný viðhorf verða ekki sótt til annars, en þess er gefur að líta í næsta ná- grenni og einskorðast því allt. Þröngur og mjög ein- hæfur vinnumarkaður á hér einnig sinn stóra þátt. Með tilliti til þessa og margs margs annars verð um við að mæta öllum þeim vanda er við okkur blasir. í þeim málum þar sem við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta með öðrum landsmönnum s. s. í skólamálum, ber okkur að standa vel á verði og gæta sérstöðu okkar í hví vetna. En vandamál þau, er kalla mætti staðbundin, verða ekki af öðrum leyst en vandamál þessi eru margvísleg s.s. forsendur allar hljóta að leiða af sér. Og svo við lítum í því tilliti fyrst til æskunnar, þá blasa ýmis mál þar við, sem gefa verður gaum að og finna lausn Mér verður t.d. oft hugs að til þess stóra hóps æskufólks, sem lokið hef- ir skólaskyldu sinni, sumt 13, 14 og 15 ára. Sá hóp- ur er hættir námi að loknu unglingaprófi, er töluvert stór. En hver verður nú vettvangur þessa æskufólks til dægra dvalar og tómstundaiðk- ana. í mörgum tilvikum getum við svarað þessu, en því miður mér vitan- lega ekki í öðrum s.s. hvar á þetta fólk að fá t. d. um helgar, skemmtanir og dansleiki við sitt hæfi. Ekki má þetta fólk sækja almenna dansleiki, aldursins vegna og ekki geta þeir lengur sótt skemmtanir skólans, sem þeir ekki lengur tilheyra. Hvert á þetta æskufólk að fara? Ef til vill getum við fundið svar við því og svo mörgu öðru, sem á cklcur sækir, þá er við hvgleiðum þessi mál. Nú væri gaman og gæti verið gagn að, ef fá mætti svör við þvi, hvað er hér til úrbóta? S. J. J. Koníeklksssar Glæsilegt úrval — bæjarins bezta verð. Epli og appelsmur vænían- legt um miðjan desember. Verður selt í 1/2 og 1/1 kössum á sérstaklegn góðu verði. Ö1 og gosdrykkir seijum við eins og venjulega fyrir jól og stórhátíðir á lægsta verði miðað við kaup á 24 flösk- um. Jólaplattar 1967 og 1968 frá Bing og Grþndahl á garr.la verðinu. MJÖLKURRARINN HEIÐARVEG 1

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.