Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 7

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 7
7 JÓLABLAÐ FYLKIS 1968 Á TÓNLEIKUM HLJÓMLEIKAR LÚÐRASVEITAR VESTMANNAEYJA 1968 Eins og sólin lækkar á lofti fram að jólum, jafn fastur vani er það orðin, að Lúðra sveit Vestmannaeyja haldi hljómleika í skammdeginu okkur bæjarbúum til ánægju og yndisauka. Það er líka orðinn nokkuð fastur vani, að ég skrifi eftir á um hljóm leikana, og rétt að bregða ekki út af vananum í þetta sinn. Það má reyndar spyrja hvað leikmaður sé að gera með að skrifa um efni, sem hann hefur takmarkað vit á, og er fyllilega réttmætt. En allt frá því að ég var í litlu lúðrasveitinni í Gagnfræða- skólanum, hef ég haft yndi af lúðrablæstri og reyndar tónlist í hvers konar mynd, allt frá sinfónískum verkum til bítlatónlistar. Svo má um hitt deila, hversu vel mér ferst það úr hendi að skrifa umsagnir um verkin. Mig minnir, að ég hafi hrósað lúðrasveitinni allvel í fyrra, og það svo, að jafn- vel sumum meðlimum henn- ar þótti nóg um. Þá er rétt þar úr að bæta, ef bót skyldi kalla. Því miður get ég ekki gefið lúðrasveitinni sömu meðmæli nú og í fyrra, þótt ekki sé kannski réttmætt að segja, að um beina afturför sé að ræða. Fremur mætti orða það svo, að stjórnand- inn hefði farið inn á ný svið, sem ekki henta syeitinni jafn vel og það, sem flutt var í fyrra. Mér fannst á þessum hljómleikum, að hann hefði gert tilraun til að brúa bilið milli aðalradda og undirradda, þannig að heildarsvipurinn yrði sam- felldaiú. Á stundum tókst þetta með ágætum, en hitt fannst mér þó tíðara, að und irraddirnar kæfðu hinar, er að áliti fróðra manna á yfir- leitt ekki við. Eins fannst mér öllu losaralegri blær yf- ir hljómleikunum núna, og ekki fráleitt, að æfingaleysi eða þá æfingaþreyta eigi sinn þátt í því, þótt mér sé það mál ókunnugt. Hljómleikar þessir voru haldnir nú í lok nóvember í Samkomuhúsinu, svo sem venjan er. Á sanna lúðra- sveitarvísu, var byrjað á marsi, The bell of Chicago, eftir marsakónginn Sousa, j þan hinn sama og fann upp | bassalúðurinn nýja, er nefnd ur hefur verið eftir honum, og Hreggviður Jónsson ,Ieik- ur á í lúðrasveitinni. Þá kom röðin að tveimur lögum eftir Oddgeir Kristj- ánsson, en hann á orðið fast sæti á vinsældarlistanum, ef svo má að orði komast. Fyrra lagið var Svo björt og skær, sem ég minnist ekki að hafa heyrt leikið áður op- inberlega. Mér fannst sveit- in ekki ná fram hinu bezta í laginu, og hafði á tilfinn- ingunni, að þeir léku undir getu. Reyndar gerðu þeir svo bragarbót í lokin, þegar þeir endurtóku lagið á stór- um betri máta. Hitt lagið eftir Oddgeir var gamall kunningi, hið fallega og vin- sæla lag Heima. Hér voru þeir félagar betur í essinu sínu, enda hafa þeir leikið I þetta lag áður. Ekki er mér heldur grunlaust um, að taugaóstyrkur hafi átt ein- hvern þátt í því, að ekki var allt snurðulaust í byrjun. Og nú var komið að heima landi stjórnandans, Martins Hunger. Einhver kröftugasti mars, sem ég hef heyrt um dagana, Bayerngriiss eftir J. Parrel, þrumaði yfir á- I heyrendum. Þarna var svo j sannarlega stillt á fullt hjá öllum, og látið hvína í. Skemmtilegur mars, sem vonandi verður ekki gefinn upp á bátinn strax. Og í kjöl farið fylgdi svo rólegra lag frá sömu slóðum og marsinn, Bayerische Gemutlichkeit eftir H. Rappel. Á hvorugum þessara lagasmiða kann ég nein deili önnur en þau, að þeir hafa samið góða tónlist. Þessi tvö lög voru að mínum dómi þau bezt útfærðu á hljómleikunum. Þá hafa þeir greinilega eitt hvað stungið saman nefjum, kollegarnir Hunger og Geir- harður Valtýsson, sem löngu er orðinn landsfrægur, því að næst voru á efnisskránni tvö lög raddsett af þeim síð- arnefnda. Fyrra lagið hefur oft heyrzt í óskalagaþáttun- um, lagið Töfratrompet. Því miður var sniðtrommuleikar. inn ekki vandanum vaxinn í þetta sinn, aðrir skiluðu sínu með sóma, en nóg var, að hann brást til að ekki næðist fullur árangur. Betra næst. Hitt lagið var gamal- þekkt, Aldrei að víkja, radd- sett af Geirharði, og myndi líklega útleggjast á músik- máli, tilbrigði um stef við Öxar við ána, og sitthvað fleira. Þar með var fyrri hluta hljómleikanna lokið, og gert stutt hlé. Eg verð að játa, að ég vonaði í lengstu lög, að viljandi hefði „lé- legri” verkin verið sett fram á undan hinum betri, og svo ætti að slá í gegn eftir hlé. Enda var efnisskráin ekki slorleg yfir að líta. Fyrst var kafli úr óper- unni Aida eftir Verdi. Eg hef alltaf verið hrifinn af óper- um Verdis, og ekki sízt Aidu. Hitt er svo annað mál, hvort lítil lúðrasveit ræður við þetta verk, sem stærstu sin- fóníuhljómsveitir hafa átt fullt í fangi með að spreyta sig á. Þó fannst mér þeir fé- lagar komast mjög vel fram úr verkinu og mun betur en hinum tveimur, sem á eftir fylgdu. Dance of the happy Spir- its úr óperunni Orpheus eft- ir Gluck, var næst á skránni. Ekki hef ég heyrt þetta verk það oft leikið, að ég treysti mér til að dæma um flutn- ing þess þetta kvöld. Síðasta óperuverkið, sem flutt var, var jafnframt það viðamesta af þessum þremur, Píla- grímakórinn úr óperunni Tannhauser eftir Wagner. Þetta er mjög fallegt tón- verk, og því skiljanlegt, að það hafi verið freistandi fyr ir stjórnandann að taka það til meðferðar. En með þess- um þremur verkum hefur sennilega verið færzt of mik ið í fang, og ekki við því að búazt, að ekki stærri lúðra- sveit en okkar er, ráði við slík verk. Þar er þó engum um að kenna, hvorki stjórn- anda taé hljóðfæraleikurum, nema þá helzt væri hægt að kenna höfundunum um að semja svona vandasöm verk. Blásararnir skiluðu sínu eft- ir fyllstu getu, svo að ekki er við þá að sakast. Það má einnig vera, íjð eftir að hafa hlustað á heimskunna lista- menn flytja þessi verk, fari maður að gera samanburð, MARTIN sem auðvitað er ekki rétt- mætur. Næsta lag átti auðheyri- lega betur við lúðurþeytar- ana en óperuverkin. Það var lagið Vormenn íslands í nýj- um búningi, raddsett af Geir harði Valtýssyni, og það smekklega gert. Síðast voru þrjú lög eftir Harold L. Walters, allt al- þýðleg lög, sem flestir kann- ast við. Létt og lifíeg lög, er lúðrasveitin réði alveg við. Mestan fögnuð mun líklega síðasta lagið hafa vakið með al áheyrenda, gamalþekkt samba, sem nefnist Ay, ay, my Eye á frummálinu, en var velþekkt hér áður fyrr og mikið sungið með textan- um Æ, æ og ó, ungmeyjan grætur. Að öllum líkindum hafa þessi þrjú lokalög fall- ið einna bezt í kramið hjá áheyrendum þetta kvöld. Tvívegis var lúðrasveitin klöppuð fram og lék hún þá tvö lög eftir Oddgeir Kristj- ánsson. Var stjórnandanum ákaft fagnað að leik loknum svo og lúðrasveitinni í heild. Ekki hefur bæjaryfirvöldum þótt tilefni til að þakka þetta framlag lúðrasveitarinnar að neinu leyti þetta kvöld, eng- in blóm voru afhent, svo sem venja er við tækifæri sem þessi. Lúðrasveitin á það fyllilega skilið ,að henni sé sýndur þakklætisvottur fyr- ir þann skerf, sem hún legg- ur til menningarmála í bæn- um, svo að þetta sinnuleysi bæjaryfirvalda finnst mér jaðra við durtshátt. Sífellt er klifað á því í blöðum bæj arins, hversu menningarlíf- ið sé fábrotið í bænum og þörf úr að bæta en loksins, er einhver merki sjást þess, að menn vilji bæta úr, sjá bæj- aryfirvöldin ekki ástæðu til að fagna því, þó svo að þeir HUNGER riti manna mest um þörfina á auknu menningarlífi. Þótt talað sé um að það eigi að fara að spara, á ekki smá- sálarháttur á borð við þetta að komast að við svona tæki færi. Hitt er annað mál, að þeir lúðrasveitarmenn fengu miklu betri þakkir þetta kvöld, en nokkur blómvönd- ur hefði fært þeim. Nær hús fyllir var á tónleikunum og bæjarbúar sáu um það, sem bæjarstjórnin gleymdi, að vísu ekki með blómagjöfum heldur með dynjandi lófa- klappi. Það hefur áreiðan- lega verið þeim félögum meira ánægjuefni en allir heimsins blómvendir. Eg verð að segja það eins og er, að ég hafði búizt við meiru þetta umrædda kvöld. Þetta er ef til vill óréttmætt, þar sem ekki er hægt að I segja, að lúðrasveitinni hafi farið aftur, en það er víst orðinn vani hjá okkur öllum að heimta meira og meira, og betra og betra. Enginn skal skilja þessi orð mín svo að ég sé að hallmæla lúðra- sveitinni. í mínum augum er hún með þeim beztu á land- inu, og á þar Martin Hunger sennilega stærsta þáttinn í. Eg saknaði líka félaganna, sem léku í hléinu í fyrra, saknaði þess virkilega að fá ekki dixieland í hléinu og verða að láta mér nægja kók í staðinn. En vegna veikinda eins þeirra félaga, sáu þeir sér ekki fært að halda áfram með „dixiebandið”. Það er von mín, að þeir séu ekki alveg búnir að gefa það upp á bátinn. Að lokum vil ég þakka lúðrasveitinni fyrir á- nægjulega kvöldstund, og vona, að ég megi fá að njóta fleiri slíkra. S. J.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.