Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FYLKIS 1968 15 Holbergs líki að hugmyndum. Viðkvæmni Kristián") þér vaki hjá, útlegging Jóns og orðaval Bjarna, þekking Gröndals og Þórðar arfa, Sveinbjörns fyndni og Sigurðar, vizka Guðmundar og vinsemd Jóns. Öðru sinni sendi Jón Sig- urði tíu vísna brag og þar var þessi vísa: Verðir þú metinn af mætum menntanna þjónum, og virtur af þjóðvinum völdum, og visindi rækja, og að þér minningar merki með mannkostum reisir sjálfum, þá svífur önd frelsuð til sólarheimkynna. Endaði hann siðan braginn með þessari ferskeytlu: Legg ég niður ljóða klið, þó listir styðji ei góðar, forláts biður bauga við bágur smiður óðar. í júní 1874 skrifaði Jón Sig urði bréf frá Stuðlakoti í Reykjavík. Kvaðst hann vera á förum til fiskveiða fyrir Vesturlandi og ekki koma aftur fyrri en seint í júlí eða snemma í ágúst. Hann sagði í bréfinu: . .ekki hef ég aflagt enn að yrkja, því t.d. þá voru í viku um borð í enskum barki ellefu stúlkur og enginn íslenzkur karlmaður að skipa út sæ- festu, og að lokum voru þær í tveimur böllum með þeim, og þá setti ég saman nokkr- ar vísur og eru hér nokkrar: Fréttir þær um láð og lög listugt flytur mengi, að R.víkur meyjar mjög meti enska drengi. Þá tíðin treynist dimm, mín von, ég við þær syng, þá veðrin ríkja grimm, að fáum enskan íslending ár sjötíu og fimm. Hann kvaðst nú allstaðar vera nefndur og skrifaður Jón Vestmann, en eftir að kom til Ameríku nefndi hann sig John Thorgrimsson Skaptfjeld. Áður en Jón fró úr Eyjum heitbatzt hann stúlku, sem hét Þuriður Bjarnadóttir, og var hún vinnukona á Tangan um. Jón fór vestur um haf um haustið 1874, og aldrei skrifaði Jón henni þaðan, og jliðu árin. Árið 1878 fékk hún Sigúrð Sigurfinnsson til þess að skrifa fyrir sig bréf til Jóns. Óskaði hún svarbréfs frá Jóni, sem anaðhvort yrði ,gott eða vont, og klykkti út með því, að sér þætti miður sú fregn, að Jón væri orðinn mormóni. Jón skrifaði Þuríði um haustið og snérist bréfið einkum um Sigurð. Hefur hann þóttzt þekkja fingra- för hans á bréfi Þuríðar. Var bréf Jóns mikill reiði- lestur og var þar með lokið vináttu þeirra Sigurðar og Jóns. Um utanför Jóns er það að segja, að hann fór beint til New York. Þar réði hann sig á skip, sem sigldi suður með ströndum Ameríku, og suður fyrir syðsta hluta Suð ur Ameríku og síðan norður með vestur með vestur- ströndunum alla leið til Kali forníu. Þar var hann um tíma en fluttist til Utah ár- ið 1878, og þar dvaldist hann árið 1915. Átti hann þá heima í smáþorpi, sem heit- ir Thistle og var hann þar einsetumaður. Jón kvæntist vestra Guðrúnu, dóttur Jóns Ingimundarsonar, bónda á Önundarstöðum í Landeyj- um, en um þessar mundir voru þau löngu skilin og hún dáin. í bréfi frá Utah á árinu 1895 til Sigurðar Sigurfinns- sonar segir svo: „John Þor- geirsson, gamli kunningi þinn, er að hirða fé norður í Montana. Kemur oft ekki heim svo árum skiptir. Ekki mun hann ríkur vera, nema af bókum og menntum, sem einhverra hluta vegna verð- ur honum afnotalítið. Heim- ili hans er lítilvert, ónýt lóð og lítilfjörlegt hús. Konan ekki oft heima til og, frá að vmna. Börn eiga þau tvö. Samlyndi í meðallagi”. Virðist af þessu mega ráða að Jón hafi ekki verið reglu maður. Jón Þorgeirsson skrifaði oft Jóni Vigfússyni í Túni, frá Ameríku og enduðu bréf in oft á nokkrum vísum,, en öll eru þau nú glötuð. Jón skrifaði lítilsháttar í í ^blöðin vestan hafs og hér_ heima. í Heimskringlu 1892 f skrifaði hann um trúarskoð- anir og trúfrelsi. Jón endaði grein sina, sem var liðlega samin, á þessum orðum: „Ef kristindómskenningarnar eru réttar, en vísindaskoðanirnar rangar, þá er það hættuleg- ast fyrir vísindaskoðanirnar, að allt fari sem hreinskiln- ingslegast og skipulegast fram, því þá kemur hið sanna í ljós, því fáfræðin er móðir vanafestunnar, en þekking er vald.” Sýnir greinin að Jón hefur verið vel heima í sagnfræði. Árið 1894 skrifaði hann ísafold nokkra Ameríku- pistla. Birtist aðeins einn þeirra með þessum formáls orðum ritstjórans: „Landi einn vestra, Vest- mannaeyingur, er verið hef- ur mörg ár í Bandaríkjunum kynnzt viða, en á heima meiri hluta ársins í Spanish Forks í Utah, skrifar ísafold nokkra pistla almenns efnis um Ameríku, er votta mikið góða greind og eftirtekt, og meiri þroska en almennt ger ist.” Jón átti laglegt bókasafn, bæði á ensku og íslenzku. Jóni hafa verið eignaðar þessar vísur um Ágúst Kohl sýslumann, en það fær varla staðizt: Dana kappi drjúgum hér, drengi flengja þorir. Ráfar títt í Venus ver, vopna-grér það temur sér. Hann er að kenna hermanns sið, hann er að renna um stræti, hann er að grenna heill og frið, hann er að spenna kvenfólkið. Kohl dó 1860, en þá var Jón enn á barnsaldri. Eiríkur á Brúnum var mik ill vinur Bjarna Magnússon- ar, sýslumanns í Vestmanna- eyjum. Eitt vorið heimsótti hann Bjarna og hafði mikil umsvif fyrir liann. Um það kvað Jón: Öll um hirðir ilátin ei meö svörum snúnum, með sýslumanni út og inn Eiríkur á Brúnum. Jón Þorgeirsson virðist hafa verið greindur maður, en nokuð laus í rásinni, og mun á honum hafa sannazt það, sem segir í vísunni: Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er jafnan endir á íslendingasögum. LÆKURINN F ullkomiia§ii kiilupeiininn kemur frá Svíþjóð me'z I epoca er sérstaklega lagaður til að gera skriftina þægilega. Blekkúlan sem hefir 6 blek- rásirtryggir jafna og örugga blekgjöf til síðasta blek- dropa. BALLOGRAF penn- inn skrifar um leið og odd- urinn snertir pappírinn - mjúkt og fallega. Heildsala: i»ónmjR sveinsson a c©. h.f. Scndum viðskiptavinum vorum beztu óskir um GLEÐILEG JOL og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að líða. VERZLUNIN GEYSIR. athafnasvæöi í 10 aldir.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.