Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 20

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 20
20 ---JÓLABLAÐ FYLKIS 1968 Þessi mynd er reyndar ekki eins gömul og hinar myndirnar sjö hér á síðunni. Hún er í eigu Fylkis og sýnir liöfn- ina og svipmynd af liluta bæjarins. Hún er tekin 1963. GAMLAR MYNDIR FRÁ VESTMANNAEYJUM / blaðinu í fyrra höfðum við opnuna helgaða myndum neðan frá sjó. Okkur þótti rétt að viðhalda venjunni og fœra út kví- arnar, og taka þá fremur á víð og dreif úr bœjarlífinu á liðn- um árum. Er það von okkar, að menn geti haft bœði fróðleik og ánœgju af myndum þessum. Sumarið 1919 hóf Gísli J. Johnsen nýja bryggjugcrð. Steyptur var þykk- ur veggur vestan. við bryggjuna, sem gerð var á árunum 1906—1907 og mótuð ný bryggja mun hærri en sú fyrri. Þarna hófst bygging fyrstu liaf skipabryggja í Eyjum. Fyrsta bryggjan var rifin smám saman eftir því sem bygging hinnar nýju þokaðist áfram. Þessi bryggja var byggð í á- föngum. Aðalsmiður við hana var Guðmundur Magnússon, sem lengi bjó að Goðalandi. Húsið á myndinni er aðgerðarhúsið mikla, sem nefnt var „Eilífðin”. Þessi mynd er af nemendum og kennurum Vélstjóraskóla Vestmanna- eyja 1925. Aftasta röð frá vinstri: Guðleifur ísleifsson, Eyjafjöllum. Guðmundur Markússon, Dísukoti í Flóa, Ólafur Jónsson, Eyjafjöllum, Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirshólum í Eyjum, Óskar Gissurarson frá Kolsholti í Flóa, Bergur Jónsson frá Vegbcrgi í Eyjum. Miðröð frá vinstri: Gestur Gíslason frá Nýjabæ í Þykkvabæ, Guðjón Jónsson, Hliðardal í Eyjum, Kristinn llalldórsson frá Siglufirði, Arthúr Aanes, (Norðmaður), Ágúst Loftsson, Þorvaldseyri, Eyjafjöllum, Ágúst Jónsson, Löndum í Eyjum, Sigurður Eiríksson af Snæfellsnesi. Fremsta röð frá vinstri: Vilmundur Kristjánsson frá Eyjarhólum í Eyj um, Bjarni Bjarnason, kennari, Þórður Runólfsson, vélfræðingur, skóla stjóri vélstjóraskólans, Páll Bjarnason, prófdómari (skólastjóri barna- skólans í Eyjum), Björn Bjarnason, kennari (frá Bólstaðarhlíð í Eyjum), Einar Magnússon, prófdómari (vélsmiður frá Hvammi í Eyjum), Ingi- bjartur Ingibjartsson, prófdómari, þá skipstjóri á v.s. Skaftfellingi.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.