Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 23

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 23
23 JÓLABLAÐ FYLKIS 1968 mælandinn — og veðráttan og sitthvað fleira. Þessi bleikja sem komin er í birt- una, hún var rauðari fyrir stundu. Nú birtir ögn. Eg bið forláts. Þér skríðið ekki meðal hinna dauðu. Þér fljúgið í stáldrekum — hærra — fjær — frjáls. Hæg- an. Gerið þetta ekki ungfrú, látið hönd yðar síga. Gang- ið ekki úr skugga um það. Mæjakovski sagði eitt sinn kvenmanni, sem hann sat með í járnbrautarvagni að hann væri ský í buxum. Star ið ekki. Já — hlæið. Þetta er betra _ þótt þvingað sé — sem raunar ber heilbrigð- um ótta yðar gott vitni. Nú? Fullyrti vinkona yð- ar það. Vinkonan er nær því rétta; illskan er jafnan skarp skyggnari en góðvildin — og munar þó miklu. Eigum við að segja, að ég sé þúsund ára _ og þrjátíu og niu ár- um betur. Eg sé að það er vantrú og enn stæri i skarnmt ur af einhverju öðru í tilliti yðar, undrun trúi ég það sé, gerið svo vel að geyma hana þangað til hún nær því um- fangi að geta kallast við- fangsefni. En vitið þér, að ég er yður þakklátur fyrir vantrúna á aldur minn. Steinhjartað? Breytir engu. Iiégómagirndin er ekki til húsa þar, hún þarf ögn meira svigrúm, taugakerfið allt; vélráð þurfa minnst þótt ótrúlegt sé, ennisgeir- arnir duga. En nú fer að stytta upp jómfrú og leiðir okkar. Hið fyrra tal, hið kynlega, yður leikur forvitni á — . Þér munduð ekki skilja. Og sakar ekki hætishót. Gleym- ið því. Það sem okkur stend- ur næst að taka til meðferð- ar er fyrirsjáanleg brottför Paganinis — og svar okkar við hcnni, hann er — sjáið þér til — að færa sig með svert- una og allt .útt hafurtask á önnur hvel — og leiðir okkar skilja von bráðar. Tökum því upp annað tal _ um yð- ur til dæmis — úr því að sól in ætlar að fara að skína. Þér eruð barnung. Það hýrnar yfir yður. Nítj- án ára. Dýrlegur aldur. Ekki það nei — ekki alveg lifsreynslulaus. Eg vona að lífsreynsla yðar hafi verið hæfilega bitur, það er ill- skárra að fá hana með fyrra fallinu í smáskömmtum sem stæia heldur en síðar í stór- skammti sem skaðar. Alveg rétt, við getum líka orðað það á þá lund — og ef ég má bæta svörtu ofan á grátt: samkvæmt mínum stjörnukortum liggur leiðin til Paradísar þvert um tún- garð vítis. Hitt er mér ljúft að harma _ og gengur drjúg um meira til en háttvísi — að leiðir okkar skyldu ekki skerast þar á vegi, sem þér tipluðuð yðar fyrstu lífs- reynslu skref. Bót er þó að þau hafa verið stigin fjarri mínum veiðilöndum. Þér roðnið; yður fer það vel. Eg vona að ég hafi ekki móðg- að yður ófyrirsjáanlega. Það gieður mig að þér kjós ið einmitt að ég tali frjáls- lega. Eins og á barnum. En nú er alveg stytt um og ég held áfram gyðingsgöngu minni og regnið hamlar ekki lengur för yðar á fund pilts- ins yðar. Eigið engan. Eg vík þá snarlega til hliðar óþægind- um sem gerðu vart við sig jafnskjótt og ég gerði ráð fyrir tilveru þessa pilts, sem þér hafið ekki fundið enn. En einhversstaðar er hann. Þér eruð ekki vissar um það. Yður leiðast mjög ung- ir menn. Eg er yður hjartan- lega sammála. Enda er þeim í fáu treystandi nema því að vilja smakka á nýju og nýju allstaðar og alltaf _ og það eftirsóknarverðasta er jafn- an úti í hafsauga. Hærri ald- ursflokkar eru með allan hugann við viðfangsefni líð- andi stundar og kappkosta að dvelja sem lengst við nautn sem gefst. En nu brýzt sólin fram eins og ég lofaði yður, látið mig ekki tcfja _ . Og hér kemur yagn inn eins og kallaður. Hafið hraðan á. Eg er yður þakk- látur, þér hafið gefið gráum degi minnisstæðan lit. Heils- ið útlandinu frá mér og drekið staup af Courvoisier í mínu nafni. Nei — færið mér ekki slíkt ekki einu sinni Courvoisier. Færið mér andblæ Luxem- borgar skóganna. GLEÐILEG JOL gott og farsœlt komandi ár með þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda • v! * Reykjavík

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.