Fylkir


Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 38

Fylkir - 23.12.1968, Blaðsíða 38
38 jÓLABLAÐ FYLKIS 1968 Framhald af bls. 19. ir nema á einum stað, þar sem það fellur í arma annars fells og lægra. Þegar upp er .tomið blasir við manni víð- ur og fagur sjóndeildarhring ur til allra átta. Klifið er á norðanverðri eyjunni, aust- ast í samfelldri röð nokk- urra fjalla, sem mynda rammbyggilegan múr út við ströndina, og horfa beint við landinu hinum megin Eyja- sunds. Sendin er hún og flöt fram í sæ. Ofar verður flatn cskjan frjósamari og þétt byggð, með „ólgandi Þverá”, Gunnarshólma, tún og býli, iðgræn engi og straumlygn vatnalón og kvíslar. Allar ójöfnur eru horfnar og slétt an blasir við í fjarlægð eins og hágrænt klæði, lagt með stálgráum taumum og bönd um. Lengra burtu rís Fljóts- hlíðin. Hinn svipþungi Þrí- hyrningur gnæfir hátt við himin, en að baki stirnir á lijarnbryddar Heklubrúnir. í norðaustri glampar á Eyja- l'jallajökul, Tindfjöll, Mýr- dalsjökul, og landsýnin er glögg alla leið austur um Dyrhólaey. í norðvestri hverfur und- irlentíið í léttri móðu, en að baki þess grisjar í sækrýnd íell og jökla, norðan við alla byggð. Að vestan girða Reykjanesfjöllin, og suður um sést aðeins endalaust dimmblátt hafið með nokk- urar sæbrattar eyjar fjær og nær. Sé skemmra litið, er góð yfirsýn um alla eyjuna, sem cr á stærð við litla kirkju- sókn í þéttbýlli sveit. Iiún : kiptir á með græn tún og graslendi, svarta hamraveggi og mógrátt úfið hraunið. Það eitt er undirstaða henn- ar og efni, þegar grasvegin- um sleppir. Á henni norðanvei'ðri, sunnan við litla vík, stend- ur kaupstaðurinn, dreifður •••• og formlítill, með um 3000 íbúa. Gegnt honum norðan hafnarinnar, rís Heimaklett- ur, hár og svipmikill, þver- hníptur upp fyrir miðju, en hið efra klæddur ávölum gi-óðurhjúp upp á há-tind. Hins vegar bæjarins ligg- ur Helgafell með ævafornum eldgíg og hraunorpnum hlíð um, eitt fegursta fjall eyj- anna. Á vesturbrún eyjarinnar sér á fáeina bæi og tún inni í dökku og hálfgrónu hraun inu; og syðst á vallgrónum vöxtulegum höfða, stendur vitinn og bústaður gæzlu- manns. Þannig er útlit Heimaeyjar í stuttu máli. Niður í þoi-pinu er allt á ferð og flugi. Nóg er að vinna starfsömum höndum. Bifreiðar og hestvagnar fara fiskifei-md út að þerrireitun um, sem alls staðar eru inn- an um og umhverfis þessa fengsælu fiskistöð. Þar mor- ar af fólki, sem keppist við breiðsluna. Flest er það kon 'ur og börn, því nú eru ver- tíðai-mennirnir löngu farnir, og formenn og fiskieigendur hafa víðar störfum að gegna. Á skammri stund skipta stakkstæðin lit. Gráar grjót- þökurnar breytast í hvítgul- ar fiskibreiður. Á höfninni liggja bátarnir um strengi og bíða ef til vill landsetningar og viðgerðar undir næstu vertíð. Sumum þeirra er haldið út að sumrinu á síld eða þorsk veiðar og til að flytja að landi fugla og eggjaföng þau sem úteyjarnar gefa af sér. Og það cr unnið af kappi. Fiskurinn er breiddur til 'þerris, tíndur saman og hlað ið í stakka af konum og börn um. Börnunum virðist þetta gamanvinna; og sólhlýja dagsins léttir flestum hug og handtök. Hallgrímur Jónasson. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo I . I ó Oskum viðskipamönnum p okkaF gleðilegra ióla gæfuríks komandi árs, með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. KARL KRISTMANNS umboðs- og heildverzlun. Ómissandi á eru gosdrykkirnir og frá okkurx Munið jólaölið. H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON umboð: Karl Kristmanns - umboðs og heildverzl. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Sendum viðskiptavinum vorum, beztu óskir um GLEÐILEG JÓL Þökkum viðskiptin á liðnum árum. H. SIGURMUNDSSON SAMjVINNUTRYGGINGAR Sendum viðskiptavinum vorum, beztu óskir um GLEÐILEG JÖL Þökkum viðskiptin á liðnum árum. NETAGERÐ REYKDALS Scndum viðskiptavinuin vorum, beztu óskir um GLEÐILEG JÓL Þökkum viðskiptin EFNALAUGIN STRAUMUR Sendum viðskiptavinum vorum, beztu óskir um GLEÐILEG JÓL Þökkum viðskiptin á árinu. AXEL Ó. LÁRUSSON. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför OKTAVÍU ÞÓRUNNAR JÓHANNSDÓTTUR frá Löndum. Börn, tengdabörn og barnabörn. oooooooooooooooooooooooooooooo ^ Pétur Eggerz, 0 Q viðskiptafræðingur. ^ ^ Strandveg 43, sími 2314. ó Viðtalstími: Kl. 4—7, virka daga ó Á ncma iaugardaga kl. 11—12. SKATTFRAMTÖL OG UPPGJÖR. Þeir einstaklingar og fyrirtæki sem óska eftir skatt framtölum og/eða uppgjörum fyrir yfirstandandi ár, vinsamlegast hafið samband sem fyi-st oooooooooooooooooooooooooooooo MGHMGHMGHMGHMGHMGIIMG MGHMGHMGHMGHMGHMGHMG MGHMGHMGHMGHMGHMGHMG MGHMGHMGHMGHMGHMGHMG MGHMGHMGHM' 2 Ilúsgögn í alla íbúðina: Allaf eithvað nýtt: Húsgagna- og gólfteppaverzlun Marinós Guðmondssonar Brimhólabraut 1. Sími 1200 DAGSTOFAN, sófasett, sófaborð, innskotsborð, vegghúsgögn, hvíldarstólar, ruggustólar, hringsófaborð. BORÐSTOFAN, skápar, borð, stólar. SVEFNHERBERGIÐ, rúm, náttborð, dýnur, rúmteppi, nylon og silki rykmottur. HERBERGIÐ, svefnbekkir, svefnsófar, skrifborð, stólar, speglakommóður. GANGURINN, símabekkir, símaborð, kommóður, stólar, værðarvoðir, baðmottusett o. m. m. fl. O n 2 o n 2 o u 2 o n 2 o n 2 O n 2 o MGHMGHMGHMGHMGHMGHMGMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGMGHMGHMGHM'

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.