Fylkir


Fylkir - 15.01.1971, Side 1

Fylkir - 15.01.1971, Side 1
23. árg'. 'Vestmannaeyjum 15. jan 1971 1. tbl- AÐALFUNDUR FuISfrúaráðs Sálfstæðisfélaganna verður haldinn í Samkomuhúsi Vestmanneieyja kl. 4. n. k. sunnu- DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðaifundarstörf. 2. Flokksmál. STJÓRNIN. Vigfús Jónsson vélsmíðameistari Fæddur 11. apríl 1913 — Dáinn 22. desember 1970 MINNING ó¥o 'Íují Þegar helfregn berzt, bregð- i r flestum, ekki sízt ef um er að ræða mann á góðum aldri, sem að okkar dómi er kallaður burt allt of snemma. Hvers vegna hann, sem var svo þarfur maður sínu byggð- arlagi? Þegar mér barzt andláts- fregn vinar míns og starfsná- granna í áratugi, Vigfúsar Jónssonar, vélsmíðameistara, var ég fjarverandi úr bæn- um, en Vigfús andaðist á sjúkrahúsinu hér 22. des. sl. Eg gat því ekki komið því við að vera viðstaddur útför hans, sem gerð var frá Landa kirkju 30. des. s.l., að við- stöddu fjölmenni. Vigfús var fæddur að Selja völlum undir Austur - Eyja- fjöllum 11. apríl 1913, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og seinni konu hans Sigríðar Magnúsdóttur. Vigfús átti 7 alsystkin og 5 hálfsystkin- Ólst hann því upp á glaðværu mannmörgu heimili og fór snemma að vinna alla algenga sveitavinnu, eins og gerðist í þá daga. Hingað til Eyja fluttist Vigfús 18 ára að aldri, árið 1931. Fljótlega eftir komu sína hingað hóf hann nám í vélsmíði hjá Guðjóni hálfbróð ur sínum og lauk tilskyldu námi með prýði. Síðar fór hann út lil Svíþjóðar til frek ara náms í iðngrein sinni, og til þess að kynnast nýjung- um í vélsmíði, og stundaði hann námið við „Det Tekn- iska Instiluttet“ í Stokkhólmi. Vigíus var því vel að sér í iðngrein sinni, og fór þar sam an vandvirkni, kunnátta og sérstök lipurð og ljúfmennska, svo Vigfús ávann sér vinsæld ir allra, sem honum kynntust. Vigfús hafði ekki dvalið lengi hér í Eyjum, þá kynni okkar hófust, sem síðar urðu mjög náin og að góðri vin- áttu. Það var ekki einungis við starf hans i vélsmiðjunni, að ég tæki eftir þessum unga og myndarlega manni, heldur og ekki síður fyrir áhuga hans og dugnað í sundíþróttinni En í sundi skaraði Vigfús fram úr, og var um mörg ár einn af okkar baztu sund- mönnum. Það muna sjálfsagt ekki margir eftir því, þegar hann, ásamt fleiri sundmönn- um okkar, háði í sundlaug- inni hér keppni við sundflokk úr Reykjavík, hversu mjög Vigfús reyndist þeim erfiður keppinautur. Hann var fylli- lega jafnoki þairra á sundinu, en tapaði í snúningum. Síð- ar, eða árið 1937, fór Vigfús ásamt fleiri sundmönnum héð an til Akureyrar, til keppni í sundi þar. Reyndist hann jafn oki beztu sundmanna Akur- eyrar, og var af sumum talinn eiga sigurlaunin, þótt annar hlyti. Vigfús reyndist snemma á- hugasamur um félagsmál. Hann var einn af stofnendum Sundfélags Vestmannaeyja og starfandi meðlimur þess, með an það félag starfaði. Einnig var hann félagi í Knattspyrnu félaginu Tý og tók oft þátt í keppni fyrir félagið. Vigfús var íélagi í st- Sunnu í nokk- ur ár og var æðsti templar stúkunnar um tíma. Hann var þátttakandi í hópi ungra manna, sem hér á sínum tíma vildu breyta ýmsu bæði í land- og bæjarmálum til batn- aðar. Vigfús gekk í Iðnaðarmanna félag Vestmannaeyja strax að loknu námi ,og sat í stjórn þess félags um mörg ár og var þar áhugasamur og mik- ilvirkur félagi. Hann var líka meðlimur í Oddfellowstúk- unni Herjólfi ,og reyndist þar sem annarsstaðar góður fé- lagi. Vigfús starfaði lengi í Sjálf stæðisfélagi Vestmannaeyja, bæði sem meðlimur í full- trúaráði flokksins og sem full trúi á framboðslista flokks- ins við bæjarstjórnarkosning- ar. Hann starfaði í Sjálfstæð- isflokknum af drengskap og hafði einurð til að láta í ljósi skoðanir sínar, þótt þær væru ekki alltaf eins og álit meiri- hluta félags eða flokks. Vigfús byrjaði að starfa hjá Vélsmiðjunni Magna, þegar það fyrirtæki var stofnað, og gerðist síðan meðeigandi ár- ið 1939. Síðar varð hann einn af verkstjórum þess félags og var það til dánardægurs. Um fjölda mörg ár var hann stjórnarmeðlimur í Magna og stjórnarformaður, þá er hann lézí. Hinn 30. des 1939 kvæntist Vigfús eflirlifandi konu sinni Salome Gísladóttur, dóttur hjónanna Gísla Jónssonar og Guðnýjar Einarsdóttur frá Arnarhóli hér í Eyjum. Gísli fluttist á sl. ári á heimili dótt ur sinnar og tengdasonar, og á þar nú heima. Þeir Vigfús og Gísli voru meira en tengda feðgar. Þeir voru sannir vin- Íi.'. Þau Vigfús og Salome eign uðust einn son barna, Gísla, sem nú er að ljúka námi í 6. bekk Menntaskólans á Akur- eyri. Ennfremur ólu þau upp frá unga aldri systurdóttur Vigfúsar, Huldu Samúelsdótt- ur, og var hún í skjóli fósturforeldranna þar til hún stofnaði sjálf heimili með eig- inmanni sínum, Ágústi Hregg viðssyni. Eftir að þau Vigfús og Sal- ome höfðu verið gift í fáein ár, byggðu þau sér hús að Heiðarvegi 41, og þar bjuggu þau svo alla tíð síðan. Þar nutu þau þeirrar lífshamingju sem aldrei bar skugga á, í J gagnkvæmum trúnaði, ást og I virðingu. Heiðríkja helgra minninguna mun lýsa og létta sorg ástvinanna ófarinn ævi- veg. Vigfús var lengst af heilsu- hraustur og bjó eflaust að því, að hafa slundað iþróttir á yngri árum. En fyrir rúmu ári veiktist hann og varð að hætta starfi um tíma. Hann varð aldrei albata eftir það, þótt hann legði að sér að mæta til vinnu. Sízt grunaði mig þó, að þetta væri upp- hafið að því, sem nú hefur orðið hans banamein. Eg vil svo ljúka þessum fáu minningarorðum mínum um Vigfús Jónsson og kveðja hann með innilegu þakklæti fyrir vináttu hans og dreng- skap. Eg bið góðan Guð að blessa hann, konu hans, son og aldraðan tengdaföður, sem og aðra ástvini hans, og veita þeim þann styrk, er þau þarfnast svo mjög. Páll Scheving. Með nokkrum orðum lang- ar mig að minnast Vigfúsar Jónssonar, vélsmíðameistara, bæði í eigin nafni og nafni Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja. Vigfús andaðist 22. des. sl. og var jarðsettur þ. 30. sama mánaðar, að við- stöddum miklum fjölda bæj- arbúa. Á öðrum stað í blaðinu mun Vigfúsar minnzt og þar get- ið helztu atriða í lífssögu hans, þess vegna mun ég sleppa ýmsu þar um. Framhald á bls. 2 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát VIGFÚSAR JÓNSSONAR. Salóme Gísladóttir, Gísli Vigfússon, Hulda Samúelsdóttir, og vandamenn. 05 6 8 é iSLAMDS

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.