Fylkir


Fylkir - 15.01.1971, Blaðsíða 3

Fylkir - 15.01.1971, Blaðsíða 3
Fylkir 3 Landakirkja: Messað n .k. sunnudag kl. 2 e. h. Séra Þorst, L. Jónsson prédikar. Barnaguðsþjónusta kl. 11 fyrir hádegi. Betel: Samkoma n k. sunnudag kl. 4.30 e. h. — Sunnudagaskólinn er kl. 13.00 Frá Eyverjum: Félagið hefur ákveðið að hafa opna skrifstofu á laugar dög. m kl. 15 - 17 í skrifstofu flokksins að Vestmannabraut 25. — Eru Eyverjar hvattir til þess að hafa samband við skrifstofuna, síminn er 1344. Frá sjúkrahússjóðsnefnd Kvenfélagsins Liknar: Nýlega afhenti ísfélag Vest mannaeyja h. f. sjóðnum 50 þúsund krónur til tækja kaupa í nýja sjúkrahúsið. Áheit frá A. P. 1000 kr frá ónefndri konu 1000 kr. frá S. L. 300 kr. Sjúkrahússjóðsnefnd þakk- ar innilega þessar góðu gjaf ir og óskar velunnurum sjóðs ins farsældar á nýbyrjuðu ári. ÁIIEIT á Kvcnfélag Landakirkju árið 1970: N. N. kr- 200; Þ. V. 100; { J. J. J. 500. N. N. 100; N- N. | 200; Fr. I. ÍOO; N. N. 100; R. | J. 500; R. R. 1000. A. J. 200; | A. S. 100. Með alúðar þakklæti. Gjaldkeri. OOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO Húsnæðismálaslofnun ríkisins auglýsir: NÝR EINDAGI l.febrúar 1971, vegna nýrra lánsumókna Húsnæðismálastofnunin vekur athygli hlutaðeigandi aðila á neðangreindum atriðum: 1. Einstaklingar, er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúðum í smíðum) 1971, og vilja koma til greina við veitingu lánslof- orða, skulu senda lánsumsóknir sínar með tilgreind- um veðstað og tilskildum gögnum og vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. FEBRÚAR 1971. 2. Framkvæmdaaðilar í byggingariðnaðinum, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til íbúða, sem þeir liyggjast byggja árið 1971, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1971, enda hafi þeir ekki áður sótt um slíkt lán til sömu íbúða. 3. Sveitafélög, félagssamtök, einstaklingar og fyrir- tæki, er liyggjast sækja um lán til byggingar leigu- íbúða í kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipu- lagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrú- ar 1971. 4. Þcir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir lijá stofnuninni, þurfa ekki að endurnýja þær. ! 5. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31- | janúar 1971, verða ekki teknar til meðferðar við | i veitingu lánsloforða. Reykjavík, 5. nóvember 1970. Húsnæðismálasfofnun ríkisins Laugavegi 77, Sími 22453. | oooooooooooooooooooooooooooooo Tilkynning I IILKYNNING frá Skaftsfofunni: Skattstofan vill vekja athygli hlutaðeigandi á eftirfarandi atriðum: 1. Sparimerki: Allir þeir, sem fengið hafa hluta launa sinna ár- ið 1970 greiddan í sparimerkjum, eru skyldir að sýna sparimerkjabækur sínar á Skattstofunni fyrir 25. janúar n. k. Sérstök athygli skal vakin á því, að nauðsynlegt er, að öll sparimerki hafi verið lögð inn á Pósthúsið, áður en bækur eru sýndar. 2. Launamiðar: Allir þeir, sem Skattstofan hefur krafið skýrslu- gerðar um greidd vinnulaun, hlutafjáreign og greiðslu arðs af hlutafé, eru minntir á, að frestur til að skila ofannefndum greinargerðum er til 20. janúar n. k-, og verður enginn frestur veittur umfram þau tíma- takmörk. Ennfremur ber þeim, sem innt hafa af hendi launagreiðslur, t. d. vegna viðhalds og endur- bóta fasteigna eða annars, en hafa ekki fengið send nauðsynleg gögn, að afla sér þeirra á Skattstofunni í tæka tíð og skila þeim útfylltum, áður en skilafrest- ur rennur út. 3. Framtalseyðublöð og framtalsaðstoð: Hafinn er útburður áritaðra framtalseyðublaða, og munu framteljendur fá þau í hendur næstu daga. Þeir, sem þurfa á framtalsaðstoð að halda, skal bent á að koma sem fyrst eftir að framtalseyðublöð hafa borizt þeim í hendur og forðast þannig þrengsli og óþarfa bið. Það skal skýrt tekið fram, að Skattstofan að- stoðar ekki við gerð sjávarútvegs- eða landbúnaðar- skýrslna og heldur ekki við gerð reksturs- eða efna- liagsreikninga og húsbyggingarskýrslna. Þá er og nauösynlegt, að varðandi þau atriði, sem fram eiga að koma á alinennu framtali, hafi menn liandbærar nauðsynlegar upplýsingar í aðgengilegu forrni. GJAFIR til nýja spítalans: Hefi móltekið kr. 10 000,00 _ tíu þúsund krónur — frá ágætum stýrimanni hér í bæ ennfremur kr. 1500,00 — fimmtán hundruð krónur — frá ágætri konu, sem ekki vill láta nafns síns getið. Loks hef ég veitt viðtöku krónum fimm hundruð frá ágætum mönnum og konum, sem þau töldu vera tekjur af þjóðlagakveldi, sem haldið var 2. jan. ’71. Alls kr. 12 þúsund- Með beztu þökkum mót- tekið. Gleðilegt ár. Vestmannaeyjum 5. 1. 1971. E. Guttormsson. frá bæjarsjóði Vestmannaeyja Gjalddagi fasleignagjalda og lóðaleigu er 15. janúar. Eru allir þeir, sem gjöld þessi skulda, vinsam- legast beðnir um að greiða þau fyrir lok þessa mán- aðar. Það athugast, að samkvæmt reglugerð Fjármála- ráðuneytisins settri í október s. 1. eru fasteignagjöld nú innheimt með 200% álagi. Skrifstofa innheimtunnar að Kirkjuvegi 23 er opin alla virka daga frá kl. 9—12 og 13—17, á laug- ardögum frá kl. 9—12. ÚTSVARSINNIIEIMTAN, VESTMANNAEYJUM. — Sími 2014 _ oooooooooooooooooooooooooooooo Skattstofan verður opin síðustu viku janúarmán- aðar sem hér scgir: Miðvikudaginn 27., fiinintudaginn 28. og föstu- daginn 29. janúar verður opið til kl. 19,00 (kl. 7 síðdegis), laugardaginn 30. janúar verður opið til liá- degis. Eftir hádegi þann dag og sunnudaginn 31. jan- úar, verður engin framtalsaðstoð veitt, en skila ber framtölum í póstkassa Skattstofunnar í anddyri Dríf- anda. Þó verður séð um, að framteljendur geti haft aðgang að nauðsynlegum eyðublöðum til að ganga frá framtölum sínum. Að öðru leyti verður Skatt- stofan lokuö eftir liádegi á laugardag og allan sunnu- daginn. Vestmannaeyjum, 12. janúar 1971. SKATTSTJÓRINN í VESTMANNAEYJUM

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.