Fylkir


Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 1

Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 1
Vestm.eyjum, 22. jan. 1971 2. tbl. SIM FIS K - f í OG MAÐURINN Á BAK VIÐ ÞÆR Allir Vcstmannaeyingar kannast við hann Sigmund. Hann heitir ekki Sigmundur, eins og svo margir, heldur bara Sigmund, í nefnifalli, og er Jóhannsson. Þetta þótti mörgum í Eyjum skrýtið til að byrja með, en það vandist er frá leið. Allir Eyjabúar og margir aðrir landsmenn vita líka, að Sigmund fæst við að finna upp ýmiskonar vélar og tæki í sambandi við fiskveið- ar og þó einkum fiskiðnað. Hann nefnir þassar vélar sín- ar. einu nafni eftir sjálfum sér og þeim verkefnum, sem þeim cr ætlað að fást við, þ. e. STMFISK. Færri hafa gert þá grein iyrir því, sem vert væri, að vmsar hinar eldri uppfinning ar Sigmunds hafa gerbreytt aí'kasta- og nýtingarmöguleik um í fiskafurðavinnslu á til- teknum sviðum og eru nú í notkun víða í verstöðvura landsins, og hafa auk þess verið útfluttar til fjögurra þjóðlanda. Ýmsar hinar nýrri vélar hans gefa einnig fyrir- heit um enn bætta nýtingu sjávaraflans og verðmæta út- flutningsafurð úr þeim pört- um fisksins, sem vegna óhag- kvæmni í vinnslu hefur hing- að til vcrið fleygt í mjöl. AUar SIMFISKvélar, sem Sigmund sjálfur hefur látið framleiða og ábyrgist að gæð um, eru frá upphafi smíðað- ar í Vélaverkstæðinu Þór hér í Eyjum, af séræfðum mönn- vm til þeirra hluta. Vélaverkstæðið Þór var stofnað seint á árinu 1964, og þá einkum ætlað til þjónustu við viðhald og viðgerðir á vélabúnaði, ýmiskonar, eins og'gengur og gerist um lang- flrst þessháttar fyrirtæki hér á landi. En tilkoma SIMFISK vélanna hefur orðið til þess að verkstæðið hefur meðfram viðgerðaþjónustunni lagt á- herzlu á þjálfun starfsliðs til nýsmíða og aðdrætti smíða- véla og tækja í því skyni. Þannig hefur hér í Vest- mannacyjum' skapazt vísir að þcss konar iðnaði, sem ekki cr algcng'. r út um byggðir landsins. Sigmund hcfur sjálfur ekk ert unnið að smíðinni á verk- stæðinu. Þar hefur þungi dagsins einkum hvílt á herð- um Stefáns Ólafssonar, verk- stjóra. Brögð eru að því, að eftirlíkingar að vélum Sig- munds hafi verið smíðaðar | í F.eykjavík. Sú framleiðsla mun á tímabili hafa komið einhverju óorði á SIMFISK vélar, mcðan viðskiptavinir vissu ekki hvernig í pottinn var búið. En þær vélar, sem framleiddar hafa verið hér heima, hafa orð á sér fyrir gæði. Þær eru nú orðnar milli 3 og 4 hundruð talsins. Þar af hafa um 50 verið út- fluttai". Hver er svo Sigmund Jó- hannsson? Hvaðan kom hann bingað út til Eyja og hvers vegna? Hlýtur ekki maður sem finnur upp vélar, sem gerbreyta framleiðsluviðhorf- um á veigamiklum sviðum í höfuðatvinnuvegi þjóðarinn- ar, að vera hámenntaður iæknimaður? Hvaðan hefur hann háskólapróf? Berlín? London? Kaliforníu? Eða kannski þaðan, sem sumir ís- lendingar halda vera tækni- nafla heimsins: Kaupmanna- haínarháskóla? Sigmund Jóhannsson hlýtur aö v.'su að vera vel mennt- aður á tæknisviðum ýmiskon- ar, en hann hefur ekkert há- skólapróf. Og það leynir sér ckki lengi fyrir augum at- huguls leikmanns, ssm skoð- ar SIMFISK-vélar, að mennt- unin er ekki síður innanfrá, því stundum finnst þar að- eins eitt hjól, sem von var á þremur. Hann er fæddur í Gratang- en í N-Noregi árið 1931. Fað- irinn, Jóhann Baldvinsson, skagfirðingur að ætt og upp- runa, stakk af að heiman - úr Fljótunum - 17 ára gamall, og alla leið til Noregs. Þar aflaði hann sér konu og barna, lífs- Qisli Qislason cinróma cndurkförinn for maður §ulltrúaraðsins Fulltrúaráð Sjálfstæðisfé- laganna í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn s. 1. sunnu- dag. Stjórn ráðsins var öll ein- róma kjörin, en hana skipa: Formaðvr: Gísli Gíslason. Varaform.: Sigurður Jónsson- Ritari: Einar H. Eiríksson. Auk framangreindra eru formenn Sjálfstæðisfélaganna sjálfkjörnir í stjórnina. Þeir eru: Hörður Bjarnason, form. Sjálfst.fél. Vestm., Ingibjörg Johnsen form. Sjálfstæðiskv. félagsins Eygló. Helgi Bern- ódus, formaður Eyverja FUS. Mörg mál voru rædd á fundinum. Guðlaugur Gísla- son alþm. ræddi t .d. ýtarlega gang vatnsvcituframkvæmd- anna og skýrði frá því, sem gerzt hefur í þeim málum nú síðustu vikurnar. Fundurinn var fjölsóttur af ráffsmeðlimum og hinn gagn- Gísli Gíslason legasti, og einkenndist af samhug og baráttuvilja með það markmið framundan, að gera hlut flokksins sem stærst an í Alþingiskosningunum á næsta vori, til hagsbóta fyrir land og lýð. reynslu og ævintýra, meðal ! annars á sclaveiðum í íshaf- I i inu og getið hefur verið um í bókum. En það var með Jóhann eins og fleiri góða íslendinga. Hann undi sér ekki til lang- frama fjarri ættjörðinni, og þegar Sigmund var á fjórða ári, fluttist fjölskyldan heim til íslands og settist að í Eyjafirðinum, þar sem Jó- hann tók að sér umsjón með véíum í síldarverksmiðju. Eftir 7 ára dvöl í Eyjafirði I var flutt búferlum til Skaga- í VÉLSMIÐJUNNI: Frá vinstri: Stefán Ólafs:on verkstjóri í strandar og þar átti Sigmund sitt heimili unz hann flutti til Eyja alkominn árið 1955. Á æskuheimili Sigmunds var alltaf eitthvað verið að smíða, stórt eða smátt. Heim- ilisfaðirinn var frábærlega hagur á tré og járn og list- hneigður. Sigmund byrjaði svo sjálfur snemma að feta í sömu spor, tálga út og smíða ýmislegt smávegis, teikna og mála. 17 ára gamall arkar Sig- mund svo í Myndlistarskól- ann í Reykjavík. Þá var sá skóli í einkaeign Þjóðverja nokkurs og ekki opinn öllum sem seinna varð. Þá fengu ný ir nemendur aðgang til reynslu í tveggja til þriggja mánaða tíma. Reynslutími Sigmunds endaði þ^nrdg, að honum var vikið úr skóla við lítinn orðstír. Sá þýzki hnfði ekki fundið þess háttar séní í j.onum, sem - hann leit '''á að. Eins hafði komið fýiir að nemandi þessi hafði leyfi sér að teikna skrípamyir'ir af skólastjóra og keanurum á spássíur listaverkan ia. £n sem sagt: þar með var hin opinbera listabraut á enda gengin. En sá, sem heimsæ^u- Sig- mund á Brekastíg 12 og sér smíðisgripina í stoíun um, málverk á veggjum og sitthvað fleira eftir húsbónd- Framhald á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.