Fylkir


Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 2
Fylkir OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO r Hitncfnd: Steingrímur Arnai (áb.) Ármann Eyjólfsson Helgi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundvr Karlsson Auglýsin?ar: Steingrímur Arnar Sími 1620 Málgagn Sj álf stæðisf lokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Prentsmiðjan Eyrún h.f. oooooooooooooooooooooooooooooo Vínstrí stjdrn f ramundon? Þegar hræðslubandalagið var myndað fyrir kosningar 1956, reiknuðu höfundar þess með því að takast mætti að ná meirihluta á Alþingi, þótt aðeins 35% kjósenda greiddu atkvæði með hræðslubanda- lagsflokkunum, Alþýðuflokkn um og Framsóknarflokknum. Þá var kjördæmaskipanin úr- elt og ranglát og því fræði- legur möguleiki á því, að sam særi eins og þetta gæti heppn as:. Talið er, að höfundar hræðslubandalagsins hafi eink um verið þeir próf. Ólafur Jóhannesson, sem tekið hafi ábyrgð á lagahlið málsins, og dr. Gylfi Þ. Gíslason, er hafi annazt fræðilega útreikninga og sýnt fram á sigurmögu- leika kerfisins. Litlu munaði að þriðjung- ur greiddra atkvæða við Al- þingiskosningarnar 1956 nægði til að tryggja hræðslu bandalaginu þráðan meiri- hluta á þingi. En vegna þess að það tókst ekki ,voru Al- þýðubandalagsmenn teknir í kompaní eftir kosningar, og vinstri stjórn mynduð í júlí- mánuði 1956. Vinstri stjórnin tórði í rúm lega tvö ár. Og þegar hún gaf upp öndina seint á árinu 1958, hafði hún haft það af að leggja atvinnu- og efna- hagslífið í rúst. í nóvember- mánuði gekk forsætisráðherra á fund Alþýðusambandsþings sem þá sat á rökstólum, og bað um að eftir væru gefin 17 vísitölustig svo að atvinnu vegirnir gætu gengið. Útgerð- in var að stöðvast, óáran og atvinnuleysi blasti við. Alþýðusambandsþing vildi ekki fallast á óskir ráðherr- ans. Þá: sagði hann af sér og talaði það, sem frægt er orð- ið, að ekki væri samstaða um neitt í ríkisstjórninni; engin úrræði tiltæk til bjargar efna hagslífinu. SIMFISK Síðan þetta gerðist eru lið- in 12 ár. Margt ungt fólk hef ur ekki kynnt sér feril vinstri stjórnarinnar sálugu og enda- lok hennar. Fjöldi eldri manna hugsar ekki lengur til þessara atburða og hefur ef til vill gleymt þeim. I þeirri trú eru viss öfl farin að bollaleggja um eni- komu vinstri stjórnar. í von um endurburð þess háttar fyrirbæris bíða nú ýmsar flokkatætlur eftir því ,að dr. Gylfi Þ. Gíslason komi með nýtt prógram þeirrar náttúru er bindi þær saman enn á ný og við hans flokk. Framsókn er kannski til- kippileg, kannski ekki. Já og nei. Ekki er talið öruggt að dr. Gylfa takist að safna öllum brotunum saman. En fróð- legt verður að fylgjast með því, sem gerist í þessum mál- um á næstunni. Hvað svo sem framundan kann að vera í þessum efn- um, þá munu undramargir osr allra flokka menn vera sam- mála um, að þótt margt haii e. t. v. farið úrskeiðis í okk- ar þjóðlífi á undanförnum ár um og við ýmsa erfiðle'.ka sé enn að etja, þá sé talsmönn um væntanlegrar vmsui stjórnar hollast að gæ'i i pá hugmynd sina annars legs yfirbragði en því, sem gam.a vinstri stjórnin eftirlét þjóð- inni til minningar um iig und ir árslokin 1958, ef 'írangur- á að nást fyrir tilstilli meai hluta þjóðarinnar. OOOOOOOOOOO JÓN HJALTASON Hæstarétarlögmaður Skrifstofa: DRÍFANDA við 'árugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virka daga nema laug- ardaga k!. 11-12 f. h 50000000000 Fra -íhald af 1. síðu. ann, hlýtur að spurja: Hver er listamannsafni og hver ekki? Sigmund er, ef svo má segja, alinn -jpp í frystihúsi. Byrjaði sem verkamaður á Skagaströnd. Gekk í gegnum öll stig frystihúsavinnunn,ar og varð fljótt vélstjóri og verkstjóri. Kvæntist snemma heimasætu úr Eyjum, og bjó búi sínu á Skagaströnd í 3 ár. Var alltaf að hugsa um einhverjar nýjungar og 'end- urbætur á vinnuaðferðum; smíða eitthvað nýtt, sem ekki hafði verið reynt áður. En fjármagn vantaði til tilrauna. Þar kom að frúin undi sér ekki lengur fjarri heimahög- um cg vildi út til Eyja. Sig- mund lét undan. Fór úr góðu starfi frá tvöfóldu kaupi og gerðist handflakari í Vinnslu stöðinni Það sama ár varð , hann svo verkstjóri hjá Ein- ari ríka. Síðar tók hann við umsjón með fiskvinnsluvélum iðju- veranna í Eyjum og er það hans aðalstarf. Uppfinninga- starfsemin er hjáverkavinna. Hér í Eyjum kemst Sig- mund svo í kynni við menn, ssm trúðu á hugmyndir hans og þorðu að leggja til eða að útvega fé til tilrauna. Þar ber fyrst og fremst að nefna Sighvat Bjarnason forstjóra (fyrrv. landsþekktur skip- stjóri og aflamaður) Vinnslu- stöðvarinnar h. f. sem nú er stærsta fiskiðjuver landsins, og Guðmund Karlsson ,nú- verandi forstjóra Fiskiðjunn- ar h. f., en hann var þá starfs maður Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin kostaði til- raunir og smíði á fyrstu SEGHVATUR BJARNASON FORSTJÓRI: „Eg hef trú á Sig- mund Jóhannssyni og hugkvæmni hans" Hálírar aldar yfirsýn leit ekki framhjá þörfinni á nýrri viiiuutækni og endurbótum á eldri aðferðum á sjó og landi. humarflokkunarvélinni, seint á árinu 1965 ,og framleiðsla hófst svo í stórum stíl í apríl mánuði 1986. í kjölfarið kom svo vél til að hreinsa görn- ina úr fisktegund þessari. Þessar vélar juku afkastaget- una við humarvinnslu marg- faldlega frá því sem áður var, og gerðu raunar humar- vinnslu í stórum stíl mögu- lega hér í Eyjum, við hliðina á annarri fiskvinnslu. Þá kom vél til að gella með fisk. Pönnu- og bakkaþvotta- vélar. Fiskþvottakör til notk unar í bátum og auðvelda mjög og bæta þvott aflans. Síldarpökkunarkerfi. Og nú cr á tilraunastigi vél, sem ætlað cr að „kinna' hausa. fisk- GUÐMUNDUR KARLSSON FORSTJÓRI: „Þær vélar og tæki Sigmunds, sem fyrirtæki mitt notar, hafa reynzt vel í hví- vetna. Einkum ber þar að nefna humarvinnsluvélarnar." Ennfremur mætti nefna ýmiskonar endurbætur á út- lendum fiskvinnsluvélum, svo sem sérstaka hnífa í roðfletti- vélar. Hnífar þessir útiloka fisklos, sem nokkuð hefur borið á. Þessir hnífar hafa nú verið settir í 12 roðflettivél- ar í Vestmannaeyjum. Fyrir áeggjan Sighvats Bjarnasonar hóf Vélaverk- stæðið Þór framleiðslu á sér- stökum snurpuhringjum eft- ir fyrirsögn Sigmunds. Hring ir þessir voru fyrst reyndir um borð í báti Sighvats: Sigurði VE., og hafa síðan verið notaðir víða. Þeir hafa reynzt betur en aðrar þekkt- ar gerðir. Flökunarvélar þær, sem innfluttar eru og notaðar víð- ast hvar, geta ekki flakað steinbít, vegna þess að beina- bygging þess fisks fellur ekki að smíðinni. Steinbítur er, sem kunnugt er, helzti sjávar- afli Vestfirðinga á vissum árs tímum. Fyrir tilmæli Páls Friðbertssonar á Suðureyri við Súgandafjörð hannaði Sigmund steinbítsflökunar- vélar, og var sú fyrsta tilbú- in til notkunar í febrúarmán- uði 1968. Nú eru 3 slíkar vél ar í notkun á Vestfjörðum. Auk þess, sem nefnt hef- ur verið hér að framan, hef- ur Sigmund fengizt við ýmis smærri viðfangsefni, sem of Framhald á 5. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.