Fylkir


Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 4

Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 4
Fylkir H E L G F £ L L Hvar? Hver? Fyrir skömmu samdi flug- málastjórn um lengingu N-S brautar á Vestmannaeyjaflug velli. Framkvæmdir eru nú hafnar og áætlað er að þeim ljúki á miðju næsta sumri. Þessi lenging er áætluð 300 metrar og breiddin 60 metrar þ. e. 18000 fermetra yfirborð. Það vekur athygli, þegar samningar um verkið eru at- hugaðir, að hvergi er getið um malarofaníburð á þenn- an brautarpart. Verktökum er gert að skila verki sínu þannig ,að hæð uppfyllingar sé 30 cm. lægri en endan- leg hæð brautarinnar er á- kveðin. Þegar verki verktak- ans lýkur, mun skv. þessu vanta 5400 rúmmetra af möl, til að brautin verði nothæf. En reynslan sýnir, að reikna má með a. m. k. 40 cm. mal- arlagi, þ. e. 7200 rúmmetr- um. Það er ólíklegt að ráða— menn flugmála hafi gleymt ofaníburðinum. Líklegra er að þeir treysti sér ekki til að benda á stað í Eyjum, þar sem taka má ofaníburð og telji varla í sínum verka- hring að gera það. Mistúlkun. Fram að þessu hefur mal- arþörf byggðarlagsins verið fullnægt með tekju úr Helga felli. Ofaníburður í götur bæj arins, flugvöll, styrktarlög undir malbik á götum og bryggjum, efni í malbik, upp fylling húsgrunna o. fl. ,hefur um áraraðir verið sótt þang- að. Þessi meðferð á Helgaíelli hefur sætt verulegri gagnrýni í umtali og blöðum, einkum í seinni tíð. Sú afstaða út af fyrir sig er skiljanleg. Flest- ir þeir, sem um málið hafa fjallað, hafa gert það af hóg værð og stillingu. Þó hefur á stöku stað borið nokkuð á tilfinningasemi þeirrar teg- undar, sem hættir til að sneiða framhjá þeim kjarna málsins, sem ekki má for- smá, ef umræður eiga að koma að gagni. Eins hættir þess háttar tilfinningasemi til að mistúlka ýmis kennileiti, þannig að önnur mynd birt- ist en sú rétta. Slíkt er venju lega hverju vandleystu verk- efni til ógagns. Sú h'ugmynd hlýtur t. d. að fyigja lesendum gegnum ým- is þau skrif, sem vinir Helga- fells hafa látið frá sér fara að undanförnu, að flugmála- stjórn og starfsmenn hennar séu svörtu sauðirnir meðal margra - malartekjuaðila úr fellinu, og þá einkum hvað snertir virðingarleysi fyrir verndun fellsins og samþykkt um náttúruverndarnefndar. Þessu til sönnunar hefur ver- ið rakið úr fundargerðum nefndarinnar um árabil og ýmislegt leitt í ljós En með þessum útdráttum hafa fund- argerðirnar verið mistúlkað- ar. Lesandinn fær ekki sanna mynd af því, sem gerzt hef- ur. Það rétta- Sannleikurinn er sá ,að við athugun á gjörðabók náttúru verndarnefndar Vestmanna- eyja kemur í ljós, að allt frá fyrsta fundi nefndarinnar 21. febr. 1957 og til ársins 1967, hefur nefndin varla haldið fund nema fyrir bein tilmæli og tilstilli flugmálastjórnar. Það kemur í ljós, að eini að- ilinn, sem virðir nefndina við lits, er flugmál ... Á þessu tímabili hefur flugmálastj. al- drei látið taka möl úr fellinu | án þess að leita fyrst til nefndarinnar. Það kemur í ljós eftir öðrum gögnum, sem fyrir liggja, að fiugmálastj. er eini aðilinn, sem hefur lát- ið fara fram vísindalega at- hugun á möguleikum til mal- artekju á Heimaey, annars- staðar en í Helgafelli. Það kemur einnig í ljós, að riáttúruverndarnefnd hefur ur aldrei bannað malartöku- úr fellinu, heldur slegið úr og í og sagt á þessa leið: Það væri æskilegast að hætta þessu, ef mögulegt er o. s. frv. Á því er þó ein undan- tekning, árið 1965. 1965. Þá stóð svo á að A-V flug brautinni hafði verið lokað fyrir stærri flugvélar vegna vöntunar á ofaníburði- Ef mig misminnir ekki, þá fengu flugmálastjórn og verk stjóri hennar orð í eyra vegna þessa atburðar og ásakanir um vanrækslu og annað verra. Menn munu ekki al- mennt hafa athugað, og gera líklega ekki enn í dag, að þetta fór svona fyrst og fremst vegna þess, að flug- málastjórnin hikaði við að sækja möl í Helgafell í þeim mæli, sem nauðsynlegur var, og aðrir möguleikar voru ekki fyrir hendi. Klol'ningur. Fiugmálastjórnin leitaði þá á náðir nefndarinnar. Og nefndin klofnaði í málinu. Meirihluti hennar samdi og lét bóka fallega ályktun en ábyrgðarlausa eins og á stóð. Sú ályktun hefur verið birt í blöðum. Minnihlutinn, sem var þáverandi bæjarstjóri, Jóhann Friðfinnsson, skilaði séráliti. Hann lét bóka eftir- farandi: „Eg samþ. álit meðnefndar- manna minna hvað við kem- ur sögulegum siaðreyndum og framtíðarlausn málsins, en tel vegna nauðsynja kaupstað arins á traustum flugsam- göngum, verði að Ieyfa töku efnis úr Helgafelli til endur- bóta eldri flugbrautarinnar, sem nú hefur verið lokað að hluta af öryggisástæðum." Menntamálaráðherra féllst síðan á sjónarmið bæjarstjóra og möl var tekin í brautina. En síðan þetta gerðist veit ég ekki til að flugmálastj. hafi farið fram á leyfi til [ malartöku í fellinu, og stofn- unin hefur aldrei lagt beint fyrir verkstjóra sinn að taka þar möl. Of langt ínál. í blaðagreinum hefur kom ið fram ádeila á flugmálastj. fyrir að hafa hin síðustu ár tekið möl úr Helgafelli í al- geru heimildaleysi nefndar- innar. Samkvæmt framan- sögðu er ádeila þessi ekki réttmæt. Á þessum árum hef ég ekki tekið möl úr fellinu á eigin ábyrgð. Ástæður til þess er ekki unnt að rekja að þessu sinni vegna rúmleysis í blaðinu, enda ætti það að vera óþarfi, svo augljósar sem þær hljóta að vera. Ennfremur vona ég að mönnum sé Ijóst, að þótt ég neyðist til að fara í Helga- fellið eftir möl, þarf það ekki endilega að tákna, að ég sé á móti verndun fellsins- Það væri einnig freistandi að sýna fram á með rökum, scm eru vissulcga tiltæk, að það er ekki flugvöllurinn, sem hirt hefur mestan partinn þeirrar malar, sem horfin er úr Helgafelli, eins og stund-

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.