Fylkir


Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 5

Fylkir - 22.01.1971, Blaðsíða 5
Fylkir 5. um er haldið fram, heldur | kaupstaðurinn sjálfur. j i Rangtúlkun. Eg hef oft látið mér fátt finnast um þær bollalegging- ar, sem fram hafa komið að undanförnu um verndun Helgafells. Það hefur stund vm verið túlkað á þann veg, að ég væi á móti málinu. En það er rangtúlkun. Eg hef haldið því fram, að tómt mál væri að tala um verndun fellsins og uppgræðslu þess, fyrr en fundin væri - og gerð að veruleika - leið til að afla malar í stórum stíl á annan hátt. Eg hef bent á, að ef Eyjabúar ætla sér að vernda Helgafell í framtíðinni á ann an hátt en með umtalinu einu, þá muni það kosta tugi milljóna króna. Allt hjal um annað er óraunhæft. Eg veit að Helgafell og önnur nátt- úruleg verðmæti verða ekki vernduð nema með því að fórna einhverju í því skyni. Komi í ljós, að Vestmanna- eyingar almennt vilja fórna milljónatugum til verndunar Helgafelli, ofan á allar þær hömlulausu álögur, sem fyrir eru, og svo til daglega eru auknar og endurbættar af lítilli fyrirhyggju, þá skal ekki standa á mér að greiða minn hlut. Heimaverkefni. Eg vil benda á, að það munu ekki verða ríkisstofn- anir, sem taka af skarið í þessu máli, enda tæplega í þeirra verkahring. Hér verða Eyjabúar að hafa frumkvæð- ið og vinna sjálfir að, með hæfilegum og sanngjörnum stuðningi ríkisins. Það sem fyrir liggur er verkefni fyrir bæjarstjórn Vestmannaeyja og hennar skyldustarf. Alvarleg tilraun. í harst flutti Ármann Eyj- ólfsson í bæjarstjórn víðtæka tillögu um náttúruvernd á Heimaey. Þar segir m. a. Vestm.eyjabær leiti sam- vinnu við Flugmálastjórn Vcgagerð ríkisins og Steypu- stcð Vestmannaeyja um rekst ur og byggingu grjótnáms á svæði því, sem rætt og fyrir- hugað hefur verið á Hamr- inum vestan Draumbæjar. Verði þar um, í samræmi við lög, leitað álits náttúruvernd- arráðs. Stefnt verði að því, að malarnám hefjist áður en framkvæmdir við Iengingu flugbrautar hefjast. . . . Hugmyndin hér að baki er ekki ný. En mér er ekki kunnugt um að í þau 15 - 20 ár, sem verndun Helgafells hefur verið til umræðu í I byggðarlaginu, hafi fyrr ver- | ið gerð alvarleg tilraun til lausnar á málinu irman bæj- arstjórnar. Bæjarstjórn vísaði tillögu þesjari umsvifalaust tíl bæjarráðs, þ, e. lagði hr.na í salt. Eg held að flutningur þess arar tillögu geti markað tíma mót í málefnum Helgafells, ef rétt er að staðið. Óskandi væri að bæjar- heitum, að málið þolir ekki stjórn áttaði sig á því í snar langa bið. Viðkomandi aðilar verSa áð vita það innan tíð- ar, hvað framundan er í þess um efnum. Steingr. Arnar \^ Q skemmtu Á síðastliðnu hausti efndu Sjálfstæðisfélögin hér í bæn- 'um til þriggja kvölda spila- keppni (félagsvist), sem fram fór í Samkomuhúsinu í okt. nóv. og desmbermánuðum; eitt spilakvöld í mánuði- Spil að var í litla salnum og mátti heita að húsfyllir væri öll kvöldin. Rífleg verðlaun voru veitt Aðalverðlaunin, fyrir hæsta samanlagða slagafjölda öll kvöldin, hlaut Guðmundur G. Guðmundsson, og var það ferð til Mallorca á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. Kvöldverðlaun voru einnig veitt, þ. e. fyrír hæstan slaga fjölda hvert kvöld fyrir sig. Guðmundur G. Guðmundsson sækir ávísun á Sunnuferð til Mallorca í hendur Harðar Bjarnasonar, formanns Sjálfstæð- isfélags Vestmannaeyja. Frú Guðbjörg Magnúsdóttir tekur á móti kvöldverðlaunum. Auk þess var á hverju spila- kvöldi dreginn út happdrætt- isvinningur. Að lokinni spi.t,amennsku gátu þeir svo, sem þess ósk- uðu ,farið niður í stóra sal- inn og stigið dans til kl. 2 e. m. Þessi þriggja kvölda spila- keppni heppnaðist á allan hátt ágætlega, var fjölsótt, sem fyrr segir, og hin bezta skemmtun, auk þess sem til nokkvrs var að vinna. Það mun vera meiningin að taka upp þráðinn að nýju á þessu ári og efna nú í vetur til fimm kvölda keppni með svipuðu sniði og í haust. Þó mun sá háttur verða á hafð- ur, að aðalverðlaun, sem eru eins og áður Sunnuferð til Mallorca, verða veitt fyrir hæsta samanlagðan fjölda slaga frá einhverjum þremur kvöldum af þeim fimm, sem Góð skemmtun. Mikil þátttaka. keppnin nær yfir. Þannig gefst fólki kostur á að keppa um aðalverðlaun, þótt það geti ekki komið því við að mæta til leiks hvert kvöld keppninnar. Þrjú spila kvöld nægja ,ef heppnin er með. Spili fólk hinsvegar á fjórum kvöldum eða öllum, verða þau þrjú hagstæðustu tfckin til álita, þegar úr því verður skorið, hver aðalverð- laun hlýtur. Verðlaun verða einnig veitt íyrir hæsta slagafjölda hvert kvöld fyrir sig. Fyrsta spilakvöldið mun Eara fram í þessum mánuði og síðan mánaðarlega fram á vor, og verða þau jafnóðum auglýst hér í blaðinu og kannski víðar. - SIMFISK - Framhald af 2. ^íðu. langt mál yrði upp að tefja hér. Aðspurður um verkefni framundan svarar Sigmund því til að hann hafi nú helzt í huga endurbætur á vinnubrögðum við saltfisk- framleiðslu. Hvað snertir verkefni í stærri stíl en ver- ið hefur, segir Sigmund að sér hafi svo sem dottið ýmis- legt í hvg, en fjárhagsástæð- ur eru erfiðar og tilraunir tíýrar. Lán hafa að vísu stað ið til boða, en lán þarf að greiða og jákvæður árangur ekki alltaf fyrirfram gefinn. Þessa stuttu grein um Sig-" mund Jóhannsson og. starf- semi hans er ætlað að vekja athygli á merkum þætti í at- Vinnulífi Eyjanna; þætti sem líklega er minna umtalaður en verðugt væri.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.