Fylkir


Fylkir - 22.01.1971, Page 5

Fylkir - 22.01.1971, Page 5
Fylkir 5. um er haldið fram, heldur kaupstaðurinn sjálfur. Rang'túlkun. Eg hef oft látið mér fátt finnast um þær bollalegging- ar, sem fram hafa komið að undanförnu um verndun Helgafells. Það hefur stund vm verið túlkað á þann veg, að ég væi á móti málinu. En það er rangtúlkun. Eg hef haldið því fram, að tómt mál væri að tala um verndun fellsins og uppgræðslu þess, fyrr en fundin væri - og' gerð að veruleika - leið til að afla malar í stórum stíl á annan hátt. Eg hef bent á, að ef Eyjabúar ætla sér að vernda Helgafell í framtíðinni á ann an hátt en með umtalinu einu, þá muni það kosta tugi milljóna króna. Allt hjal um annað er óraunhæft. Eg veit að Helgafell og önnur nátt- úruleg verðmæti verða ekki vernduð nema með því að fórna einhverju í því skyni. Komi í ljós, að Vestmanna- eyingar almennt vilja fórna milljónatugum til verndunar Helgafelli, ofan á allar þær hömlulausu álögur, sem fyrir eru, og svo til daglega eru auknar og endurbættar af lítilli fyrirhyggju, þá skal ekki standa á mér að greiða minn hlut. Heimaverkefni. Eg vil benda á, að það munu ekki verða ríkisstofn- anir, sem taka af skarið í þessu máli, enda tæplega í þeirra verkahring. Hér verða Eyjabúar að hafa frumkvæð- ið og vinna sjálfir að, með hæfilegum og sanngjörnum stuðningi ríkisins. Það sem fyrir liggur er verkefni fyrir bæjarstjórn Vestmannaeyja og hennar skyldustarf. Alvarleg tilraun. í harst flutti Ármann Eyj- ólfsson í bæjarstjórn víðtæka tillögu um náttúruvernd á Heimaey. Þar segir m. a. Vestm.eyjabær leiti sam- vinnu við Flugmálastjórn Ycgagerð ríkisins og Steypu- stcð Vestmannacyja um rekst ur og byggingu grjótnáms á svæði því, sem rætt og fyrir- hugað hefur verið á Hamr- inum vestan Draumbæjar. Verði þar um, í samræmi við lög, leitað álits náttúruvernd- arráðs. Stcfnt verði að því, að malarnám hefjist áður en framkvæmdir við Iengingu flugbrautar hefjast. . . . Hugmyndin hér að baki er ekki ný. En mér er ekki kunnugt um að í þau 15 - 20 ár, sem verndun Helgafells hefur verið til umræðu í I byggðarlaginu, hafi fyrr ver- | ið gerð alvarleg tilraun til lausnar á málinu innan bæj- I arstjórnar. Bæjarstjórn visaði | tillögu þessari umsvifalaust J til bæjarráðs, þ. e. lagöi hr.na | í salt. Eg held að flutningur þess j arar tillögu geti markað tíma [ mót í málefnum Helgafells, ef rétt er að staðið. Óskandi væri að bæjar- heitum, að málið þolir ekki stjórn áttaði sig á því í snar langa bið. Viðkomandi aðilar verða að vita það innan tíð- ar, hvað framundan er í þess um efnum. Steingr. Arnar ^7 O ð skemmtun Á síðastliðnu hausti efndu Sjálfstæðisfélögin hér í bæn- um til þriggja kvölda spila- keppni (félagsvist), sem fram fór í Samkomuhúsinu í okt. nóv. og desmbermánuðum; eitt spilakvöld í mánuði- Spil að var í litla salnum og | mátti heita að húsfyllir væri öll kvöldin. j Rífleg verðlaun voru veitt Aðalverðlaunin, fyrir hæsta | samanlagða slagafjölda öll kvöldin, hlaut Guðmundur I G. Guðmundsson, og var það ferð til Mallorca á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. Kvöldverðlaun voru einnig veitt, þ. e. fyrir hæstan slaga 1 fjölda hvert kvöld fyrir sig. Guðmundur G. Guðmundsson sækir ávísun á Sunnuferð til Mallorca í hendur Harð'ar Bjarnasonar, formanns Sjálfstæð'- isfclags Vestmannacyja. Frú Guðbjörg Magnúsdóttir tekur á móti kvöldverðlaunum. Auk þess var á hverju spila- kvöldi dreginn út happdrætt- isvinningur. Að lokinni spijamennsku gátu þeir svo, sem þess ósk- uðu ,farið niður í stóra sal- inn og stigið dans til kl. 2 e. m. Þessi þriggja kvölda spila- keppni heppnaðist á allan hátt ágætlega, var fjölsótt, sem fyrr segir, og hin bezta skemmtun, auk þess sem til nokkurs var að vinna. Það mun vera meiningin að taka upp þráðinn að nýju á þessu ári og efna nú í vetur til fimm kvölda keppni með svipuðu sniði og í haust. Þó mun sá háttur verða á hafð- I ur, að aðalverðlaun, sem eru | eins og áður Sunnuferð til J Mallorca, verða veitt fyrir I hæsta samanlagðan fjölda | slaga frá einhverjum þremur kvöldum af þeim fimm, sem keppnin nær yfir. Þannig gefst fólki kostur á að keppa um aðalverðlaun, þótt það geti ekki komið því við að mæta til leiks hvert kvöld keppninnar. Þrjú spila kvöld nægja ,ef heppnin er með. Spili fólk hinsvegar á fjórum kvöldum eða öllum, verða þau þrjú hagstæðustu ttkin til álita, þegar úr því verður skorið, hver aðalverð- laun hlýtur. Verðlaun verða einnig veitt íyrir hæsta slagafjölda hvert k.völd fyrir sig. Fyrsta spilakvöldið mun fara fram í þessum mánuði og síðan mánaðarlega fram á vor, og verða þau jafnóðum auglýst hér í blaðinu og kannski víðar. - S I M F I S K - Framhald af 2. 'íðu. langt mál yrði upp að telja hér. Góð skemmtun. Mikil þátttaka. Aðspurður um verkefni framundan svarar Sigmund því til að hann hafi nú helzt í huga endurbætur á vinnubrögðum við saltfisk- framleiðslu. Hvað snertir verkefni í stærri stíl en ver- ið hefur, segir Sigmund að sér hafi svo sem dottið ýmis- legt í hrg, en fjárhagsástæð- ur eru erfiðar og tilraunir dýrar. Lán hafa að vísu stað ið til boða, en lán þarf að greiða og jákvæður árangur ekki alltaf fyrirfram gefinn. Þessa stuttu grein um Sig- mund Jóhannsson og starf- semi hans er ætlað að vekja athygli á merkum þætti í at- Vinnulífi Eyjanna; þætti sem líklega er minna umtalaður en verðugt væri.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.