Fylkir


Fylkir - 05.02.1971, Blaðsíða 8

Fylkir - 05.02.1971, Blaðsíða 8
 Verinu i Seinni liluta jrniúar voru gæftir ágætar, en gjöfult á afla var tímabilið ekki fremur venju. Samtals öfluðust 787 lestir af óslægðum fiski, en róðra stunduðu 43 bátar. Netin: Á netum voru 15 bát- ar og fengu samlals 267 lestir, aðallega ufsa. Aflahæstir á tímabilinu voru Andvari með 46 lestir, Gullberg með 39 lest- ir og Sæbjörg 35 lestir. Má af þessum tölum sjá, að vonir manna um mikinn og' almennan netaafla, freman af vertíð, ætla að bregðast þetta árið. Sæbjörg fékk samt 57 lestir i þremur róðrum um helgina, mest 27 lestir í róðri, og var talsvert af þorski í aflanum. Hiimar slær ekki vindhöggin þegar hann byrjar eftir véla- skiptin, en hann var að láta setja nýja vél í Sæbjörgu. Trollió: 20 bátar stunduðu með troll og fengu samtals 304 lestir á tímabilinu. Oft hefur hann verið brell- inn á Vikinni, en aldrei sem nú, Elliðaey, Gísli Sigmarsson > fék kþar 54 lestir á hálfurn öðr um sólarhring, fyrir síðustu' helgi, meðan aðrir höfðu lítið sem ekkert. Þá fengu Kópur 32 lestir og Eyjaver 26 lestir í einum róðri í fyrri viku. Á heimamiðum var ördeyða að kalla, þó fékk Sjöfnin, Leifur á Reykjum, ágætis við bragð vestan við Álsey á dögunum. Hæstir á tímabilinu voru Elliðaey með 69 lestir, Kópur 62 lestir, og Eyjaver með 50 lestir. Línan: 8 bálar voru á línu þar af tveir tólf lesta bátar, og öi'luðu 190 lesta á tíma- bilinu. I I I I Af'li var ágætur, þegar hægt var að róa úl í landsuð- urkantinn, lögðu bátarnir þá línuna út á 150 föðmum, en sáratregt var á grynnra valni. Mestan afla á tímabilinu höl'ðu Ver 51 lest, Sindri 30 | lestir og Sigurfari 28 lestir. | Síðast var róið með linu | á laugartíaginn og voru þá með mestan at'ia Sindri, Rikki í Ási, 9 lestir, Frár, Óskar á Háeyri, 7 lestir, og Báran, Bjarni í Háagarði, 6 lestir. Radar-svari fyrir trillurnar og minni bátana. I vályndum veðrum vetrar- Föstudagurinn 5. febrúar 1971 MARSINN dregur net sín í morgunsárið. — Góðkunningi sjó- manna í grcnndinni. ins, þegar ilviðrin skella fyr- irvaralítið yfir, eiga trillurn- ar og minni bátarnir alltaf öoru hvoru í erfiðleikum að ná heimahöfn eða komast í landvar, og þarf'nast þá gjarn an aðstoðar stærri bátanna. Of't er eríitt að finna þessar iitlu skeljar í úfnum sjó og náttmyrkri og sjást þær illa í radar. Þess er skemmst að minn- ast, að í fyrri viku urðu tveir stærri bátanna að leita eins hinna minni í nokkra klukku tíma, en hann var rammvillt- ur í byl og náttmyrkri. Varð annar bátanna síðan að fylgja honum til hafnar. Nú eru Bretar farnir að framleiða radar-svara (radar- reflector), sem er ætlaður fyr ir smábáta. Radarsvarin er gerður úr 3 kringlum, sem mynda rétt horn hver við aðra og skapa þannig átta horn, sem magna mjög svörun við radargeisla, og tryggir þessi bygging jafn- sterkt svar við radargeilsa alls s'taðar frá. Ef'ni í svaranum er málm- blandað nylonet, milli 2ja laga af' glerstyrktu plasti sem auðvelt er að halda hreinum og þurfa ekkert við- hald. Svarann má fcsta í mastur cða ofan á stýrishús , hann er sterkbyggður og vinnur sjávarseltan ekki á honum. Við tilraunir hefur svarinn gefið góðan árangur í GVz mílu fjarlægð. Ástæða er til að hvetja eig- endur trilla og minni báta, sem ekki eru búnir radar- tækjum, til að verða sér úti um ratíarsvara, sjálfum sér til aukins öryggis og til að spara öðrum ianga, eri'iða og of't dýra leit, ef í nauðir rek Ui’. Spurning er, hvort ekki ætti að skylda trillueigendur til að hafa radar-svara um borð í bátum sínum. Símarnir við höfnina. Almenningssímum er kom- ið fyrir á þremur stöðum við höfnina í olíuskúr fremst a Nausthamarsbryggju og í vigtarhúsi Vinnslustöðvarinn ar í Friðarhöfn. Einhverjir menn eru haldn ir þeirri áráttu að eyðileggja þessa síma jafnharðan og þei. eru settir upp, skera sundur línurnar, slíta af þeim heyrn- artól o. fl. Hljóia menn þeir að búa við meiriháttar sálavháskí.. sem finna sér helzt fróun í því, a'ð skemma og eyðileggja þessi tæki, sem sett eru upp sjómmönnum og öðrum beim, er við höfnina starfa, til ér- yggis og þæginda. Það ríður oft á miklu, ao fljótlegt sé að komast í síma ef óhapp ber að höndum og getur jafnvel kostað mannslíi ef ekki næst í aðstoð nógi fljótí. Því er þeim vinsamlegum tilmælum beint tii þessara manna, að þeir finni sálar- angist sinni og skemmdar- íýsn einhverja aðra útrás en í eyoilegging-.! hafnarsím- anna. Guðm Karlsson. TRIMMIÐ: Mikil ráðstefna var haldin í höfuðborginni um s .1. helgi um heilsurækt landsmanna. Munu fljótlega birtast hollar ráðleggingar, sem Fylkir mun fúslega skýra nánar frá. Nómskeiðahold fyrir forstöðumenn fyrirtækja Fyrir skömmu var haldið námskeið um hagræðingu stjórnunarstarfa hér í Iðn- skólanum, á vegum Tækni- deildar Vinnuveitendasam- bands íslands. Námskeiðið vsr haldið til að kynna og kenna mönnum að nota bækur, sem gefnar hafa verið út í Svíþjóð um hagræðingu skrifstofu- og stjórnunarstarfa. Tiihögun námskeiðsins var þannig ,að haldnir voru sex fundir um hinar ýmsu hliðar þessarar tegundar af hagræð ingu, en hver fundur byrjaði með inngangserindi. Síðan var þátttakendum skipt niður í umræðuhóps ,þar sem rædd ar voru ýmsar spurningar um ei'ni i'undarins, en í lok hvers fundar gerðu talsmenn umræðuhópanna grein fyrir niðurstöðum hvers hóps. Þessi námskeiðstilhögun gaf mjög góða raun og í lok síð- asta fundarins, þegar þátttak entíur létu í ljós skoðanir sínar á stjórn og tilhögun námskeiðsins kom greinilega í ljós að slík námskeið sem þessi eru mjög gagnleg og var ekki annað að heyra, á þátttakendum, en að þeir gætu hagnýtt sér þessa fræðslu og að slík námskeið niættv. vera oftar. Forstöðumaður námskeiðs- ins var Magnús Gústafsson, tæknifræðingur, en auk hans fluttu erindi þeir Sverrir Júl- iusson, rekstrarhagfræðingur, og Guðlaugur Þorvaldsson, prófessor. Námskeiðið, sem var mjög fjölsótt, var fengið hingað til Eyja á vegum frystihúsanna. Slík námskeið hafa ekki áð ur verið haldin utan Reykja- víkur. Bifreið III sölu OPEL CAPITAN 1961 Ekinn 60 þúsund kílómetra. Mjög vel með farinn og í góðu standi. JÓN ÓSKARSSON, IIDL. jögfræðistofa Vestm.braut 31 Viðtalstími milli kl. 5 og 7 síðdegis. — Sími 1878. Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnu- dag, séra Jóhann S. Hlíðar prédikar, barnaguðsþjónusta kl. 11, f.h. Aðventkirkjan: Almenn samkoma á föstu- dagskvöld kl. 8,30 og sunnu- dag kl. 5 e. h. Betei: Samkomr. hvern sunnudag kl. 4.30 Sjómannastofan: Sjómannastofan i húsi K F U M & K er opin alla daga ti' kl. 11.30 e. h. Forstöðumaður er Stein- grímur BenediJrtsson. I Þorr.vblót: Þorrablót haía verið vel sótt að undanförnu. Munu sam- tök flestra landshluta og félaga, sem hér starfa þegar hafe afgreitt þennan hlut fé- lagsstarfseminnar með mik- ilJi prýði. Veðráttan: Veðráttan hefur veriö rysj- ótt að undanförnu, eins og oft vill verða um þetta leyti. Einhver slys urðu í hálk- unni um s .1. helgi, m. a. mun húsmóðir ein hafa lærbrotnað. Kyndilmessa var s. 1. þriðju dag, og ef marka má gamla veðurvísu þá þurfum við ekki að kvíða ófærðinni, en kveðið var: Ef í heiði sólin sést, á sjálfa Kyndilmessu, sjóa vænta máttu mest, maður upp frá þessu. Samgöngur: Samgöngur hafa gengið all greitt og flogið flesta daga. All mikið mun komið af fólki I til vertíðarstarfa. j Iíerjólfur: Áætlun Herjólfs gerir ráð fyrir 2 ferðum í viku. S. 1. I þriðjutíag var hann kominn | til Eyja um kl. 9,30 eftir mjög erfiða ferð, m. a. seinkaði | fJutningaskipi, sem átti að koma þá um morguninn, fram yfir hádegið, vegna veðurs- | ins. Það er Vestmannaeyingum milrið liapp live liin ötula | slíipsliöfn á Herjólfi hefur tekizt í meira en áratug a'ð I halda ferðum uppi að segja | má án teljandi tafa eða ó- happa. Skipstjóri á Herjólfi I nú er Magnús Einarsson en Svavar Steindórsson, sem lengst af hefur verið þar skip j stjóri er nú tekinn við m/s j Heklu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.