Fylkir


Fylkir - 12.02.1971, Blaðsíða 2

Fylkir - 12.02.1971, Blaðsíða 2
2 Fylkir oooooooooooooooooooooooooooooo Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Prentsmiðjan Eyrún h.f. Ritnefnd: Steingrímur Arnai (áb.) Ármann Eyjólfsson Helgi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guðmundur Karlsson Auglýsin<'ar: Steingrímur Arnar Sími 1620 OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO H.s. Herjéffor verði ei þjónusto Vestmaooseyja Snerama á árinu 1970 voru samgöngur á sjó- þ ,e. sigling ar og vila- og hafnarmál - íluttar úr sjávarútvegsráðu- neytinu í samgöngumálaráðu- neytið. Áður höfðu þessi mál heyrt undir sjávarútvegs- málaráðherra, Eggert G. Þor steinsson. Flestum mun þykja vel fara á því, að samgöngumálin séu öll í samgönguráðuneyt- inu., en samgöngu og ferða- málin heyrðu áður undir þrjú ráðuneyti. Þannig var t. d. Ferðaskrifst ríkisins tilheyr- andi menntamálaráðuneytinu fyrir breytinguna. Það er varla hagkvæmt eða viðeig- andi, að ráðsmennska með málaílokkinn samgöngumál sé dreifð um allar trissur, eins og verið hefur. Með því að skyld mól falli undir eitt og sama ráðuneyti, eru meiri líkur til að eitthvert sam- ræmi verði í afgreiðslu mála og fyrirliggjandi verkefni verði betur af hendi leyst. Ingólfur Jónsson er nú yf- irmaður Skipaútgerðar ríkis- ins. Ekki leið á löngu, þar til Vestmannaeyingar urðu varir við áþreifanlegar breyt- ingar þeim til hagsbóta ,eftir að hann tók við þeim málum. í maímánuði 1970 lagði sam göngumálaráðherra fyrir for- stjóra Skipaútgerðar ríkisins, að i'lutningsgjöld bifreiða til og frá Vestmannaeyjum skyldu lækka um nærri því helming, frá því sem áður var. Eyjamen notuðu tækifærið vel og fluttar voru miklu fleiri bifreiðir milli Eyja og lands sumarið 1970 en nokkru sinni fyrr. Vegna þessarar lækkunar á flutningsgjaldi ferðamanabifreiða, spöruðust í Vestmannaeyjum hundruð þúsunda króna strax á einu sumri. Vegna þess, hversu skipa- kosturinn hjá Skipaútgerð rík isins er lítill, hefur ekki ver ið hjá því komist að nota Herjólf rneð öðrum hætti en við Vestmannaeyingar teljum æskilegast. Þó fór skipið ó- venju margar Þorlákshafnar- ferðir á s. I ,ári. í marzmánuði n .k. mun nýja Esja komast í gagnið. Verður þá mikil breyting til batnaðar, sem við Vestmanna eyingar getum fagnað. Þá getum við vænzt þess, að fá Herjólf til nota fyrir okkur, eins og við helzt kjósum. Við fögnum því að njóta skilnings og velvilja þess ráðherra, sem þessi mál heyra undir nú, og vitum að þau verða vel leyst og í samræmi við réttmæta hagsmuni okkar. Óskað hefur verið eftir því, að skipuð verði ráðgefandi nefnd þriggja manna, sem bú settir eru í Vestmannaeyjum. Nefndin hafi það verkefni að gera tillögur til ráðuneytisins um rekstur Herjólfs, með það fyrir augum að skipið þjóni sem bezt hagsmunum Eyja- búa í framtíðinni eða allt þar lil þessi mál verða til lykta leidd með enn fullkomnari hætti, t. d. með byggingu og rekslri nýs, stærra og hag- kvæmara skips, sem er auð- vilað það scm koma skal. Við Eyjabúar væntum þess að tíðar ferðir geti orðið milli Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar, og að leitazt verði við að haga flutningum eins og bezt verður á kosið. Þess er að vænta að veru leg stórbreyting til batnaðar í samgöngumólum okkar I Eyjamanna sé á næsta leiti, | bæði á sjó og í lofti. Allir vita um miklar framkvæmdir á Vestmannaeyjaflugvelli, sem munu leiða til þess, að flugdögum getur enn fjölgað. Hér í blaðinu munu fram- kvæmdir við flugvöllinn tekn ar til umræðu innan skamms og gerð nákvæm grein fyrir þeim. Hættið nú þrasinu Framh. af bls. 1. Bárugatan. Undir árslokin 1957 voru bæjarstjórnarkosningar á næsta leiti og kosningabar- áttan orðin hörð. I Á kjörtímabilinu hafði þá- verandi bæjarstjórnarmeiri hluti, undir forustu bæjar- stjóra, Guðlaugs Gíslasonar ráðist í það stórvirki að festa. kaup á malbikunartækjum á ótrúlega hagstæðu verði og kjörum. Þar vantaði ekkert annað á en lagningarvélina, sem kaupa varð sérstaklega frá útlöndum. Þetta var á tímum inn- flutningshafta og það dróst að innflutningsleyfi íengist fyrir vélinni, og á meðan lágu tækin ónotuð fyrir allra aug- um, þáverandi minnihluta til ósegjanlegrar ánægju. í hita baráttunnar þessa i vetrardaga, — í trausti þess J að lagningsvélin léti á sér | standa fram yfir kosningar, — | létu nú minnihlutamenn þau | boð út ganga, að „malbikunar | tækjakavp Guðlaugs" hefðu j verið meiriháttar glópska, því i þarna væri ekki um annað að J I að ódrengilegur áróður þáver | andi minnihlutaflokka gegn j væntanlegum malbikunarfram | kvæmdum, hafi átt nokkurn J þótt í því að Bárugatan var j malbikuð á þessum tíma. En | því er algerlega hafnað, að j það hafi verið gert við óhæf I veðráttuskilyrði eða að hönd- j um hafi verið kastað að verk J inu að öðru leyti, miðað við í þá þekkingu, sem þá gerðist bezt í þessum efnum. Hitt er svo annað mál, að þar sem þetta var fyrsta til- raun til malbikunar í Vest- mannaeyjum, þá var við ýmsa örðugleika að etja T. d. hafði enginn af þeim mönn- um, sem verkið unnu, litið augum þessa gerð lagnings- véla, hvað þá séð hana í notk un fyrr. Og annað var eftir því. En þessi fyrsta tilraun færði starfsmönnum áhalda- hússins, verkstjórum og verk- fræðingum ómetanlega reynslu, sem síðar kom að góðu haldi, þegar fram- kvæmdir hófust fyrir alvöru. Þeir menn hér í bæ, sem um þessar mundir telja sér j aðrir þeir, sem að vegamál- um vinna á íslandi, vita að malbikaðir vegir þurfa hér á landi nákvæmara eftirlit og viðhald en gerist víðast hvar í öðrum löndum. Þessu veld- ur rysjótt tíðarfar og snögg vetrarveðrabrigði, sem eru nokkuð einkennandi fyrir okkar blessaða land. Frost í dag sem snýst kannski í þíð- viðri á morgun og stórrign- ingu. Þessar sveiflur vetrar- veðuríarsins eru glöggar svnnanlands og einna gleggst ar í Vestmannaeyjum, að flestra dómi, og veldur því vafalaust að viðhaldið hjá okkur getur sízt orðið lakara en annarsstaðar gerist, ef vel á að fara. Þó er cins og allir lands- menn, norðan og sunnan, sem á annað borð maibika götur sínar, liafi í því sambandi skil ið áhrif óblíðrar náttúru og iært að mæta þeim á skyn- samlegan hátt; allir aðrir en sá meirihluti bæjarstjórn ar Vestmannaeyja, sem nú hefur bráðum búverkað í 5 ár. MALBIKUNARTÆKIN AÐ VERKI ræða en svo lil ónýtt ösku- haugadrasl, sem aldrei kæmi að gagni. Skattpeningum bæj arbúa hafði verið á glæ kast- að sögðu þeir. Þeir vissu sem var, að tækjakaup þessi mundu koma til með að hafa all mikil áhiúf á úrslit kosn- inganna. En nú gerist það eftir margra mánaða bið, að lagn ingsvélin er allt í einu komin út til Eyja. Og þar sem veðr- átta var um þær mundir ein- muna hagstæð, ákvað bæj- arstjórn í samráði við verk- fræðinga að reyna notagildi tækjanna með því að mal- bika smá götuspotta: Báru- götuna. Var það ámælisvcrt? Því verður ekki neitað hér I skylt, gegn betii vilund að vérja tómlæti og trassahátt meirihluta bæjarstjórnar í viðhaldi malbikaðra gatna í bænum, eiga það tii að veifa hendi að Bórugötunni, — í því þokkaástandi sem hún er nú, — og benda á hana serp lýsandi dæmi frá „Guðlaugs- tímanum" um óhæfuvinnu- brögð í gatnagerð. En það eru bara ekki allir, sem fást til að líta framhjá því, að malbikið á Bárugötunni er orðið 14 ára gamalt og hvar sem væri í heiminum þar með ónýtt, miðað við um- ferð og aðrar aðstæður og þó einkum og sér í lagi það, að viðhaldi'ð á seinni árum hefur verið verra en ekkert. Á vit staðreyndanna- íslenzkir verkfræðingai' og Dæini. Sem dæmi má nefna að Akureyrarkaupslaður heíur starfandi vinnuflokk á sínum snærum á hverju ári, sem hefur með höndum að við- halda malbiki á götum. í Revkjavík starfa margir slík ir vinnuflokkar árlega og þykjast hafa ærið að gera. í þessum kaupstöðum er ekki beðið eftir því, að hlemmistór ar holur myndist í götunum. Minnstu skemmdir eru leitað- ar uppi og viðgerðar. Þann ig verður þetta nauðsynja- starf auðveldara og ódýrara, og árangur þess varanlegri. Annað dæmi. En hvað hefvr gerzt hér í Eyjum? Það er ekki nóg með að núverandi ráðamenn bæjarins hafi svo gotl sem lagt niður mannsæmandi gatnagerð, heldur hafa þeir tullgerðir vegir, sem aðrir höfðu fært þeim í hendur til varðveizlu og viðhalds, drabb ast niður með þeim hælti, sem Brautin lýsir svo rétti- lega. Og í stað þess að skammast sín fyrir og breyta um til hins beti'a, lætur meiri hlutinn aðalmálgagn sitt ausa að ósekju yfir andstöðumenn sína þess háttar orðbragði, sem ekki er svaravert með fleiri orðum en hér hefur verið gert.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.