Fylkir


Fylkir - 26.02.1971, Blaðsíða 4

Fylkir - 26.02.1971, Blaðsíða 4
4. Fylkir 33.041.520,00 Þettf. er óvenjuleg fyrir- sögn á blaðagrein. Boðar þessi tala viðbótar útsvars- eða skattaálögur? Það væri nú rétt eftir þeim, þessum háu herrum. Nei, þessar rösk ar 33 milljónir króna er sú upphæð, sem lögð heíur ver ið á búðarborð áfengisverzl unarinnar hér í Vestmanna- eyjum einum, á árinu 1970. En á öllu landinu var áfengi keypt fyrir kr. 856 milljón- ir. Þessar 33 milljónir hér í bæ voru staðgreiðsla, því ekki er um það að ræða að láta skrifa hjá sér, eða borga með afborgunarskilmálum. Nei, hér var staðgreiðsla, og ekkert hikað við það. Það er stundum talað um það, þegar upphæðir vínsölu berast í tal, hvað hægt sé að kaupa fyrir slíka upphæð, hvað sé hægt að gera við allt þetta fé í þágu almenn- ings, honum til heilla o. s. frv. Vissulega væru slíkar hugmyntíir ekki ómerkar eða ósanngjarnar, sér í lagi, þar sem allir gera fjallháar kröf ur til hins opinbera, ríkis og bæjar, um alla skapaða hluti. Tökum t. d. heildar-fjár- hagsáætlun okkar bæjarfé- lags fyrir árið í fyrra, hún var um 80 milljónir. Fyrir þetta fé átti að greiða hvers konar útgjöld vegna fram- kvæmda og þarfa bæjarfélags ins og íbúa þess. Þó má lýð- um ljóst vera, að meira fé hefði þurft til þess að hægt yrði að leysa brýn verkefni sem fyrst af hendi, en ekki talið fært að seilast dýpra í vasa útsvarsgreiðenda en ur um 59 milljónum króna og 12 millj .króna innlend lántaka. En 33 milljónir fara til vínkaupa. Nefna mætti hið brýna verkefni, sjúkra- hús, sem enn á langt í land vegna fjárskorts, en 33 millj. króna er varið til vínkaupa. Og enn mætti nefna óska- draum allrar æsku og fleiri þó — þ ,e. sundhöll- Kostn- aður hennar er áætlaður um 40 milljónir, en enginn lætur sig muna að snara fram 33 milljónum króna til vínkaupa á einu og sama árinu. Samborgarar, hvert stefn- ir? Eg segi samlandar, hvert stefnir? 856 milljónir fóru til vínkaupa á öllu landinu árið 1970, en 692 milljnóir ár- ið 1969. Aðeins hér í bæ hafa farið um 100 000,00 krónur til jafn aðar á dag til vínkaupa þá 6 dega vikunnar, sem vínverzl unin er opin. Eg bið þig sam vinur þinn _ þig, sem kastar fjármunum þínum á glæ í vínkaupum, ég bið þig að spyrna við fótum. Eg bið þig í einlægni og al- vöru að standa frammi fyrir þessum ofangreindu óhugn- anlegu staðreyndum. Eg bið þig, sem stofnar ham ingju heimilis þíns, þinnar elskuðu eiginkonu og barna og þinni eigin gæfu í hættu, að standa frammi fyrir þess- um háu tölum. Reiknaðu i allri kyrrþey, hvern hlut þú átt í þeim. Þér, hver sem þú ert, sem gefur eða selur æskufólki vín, vil ég ekki vanda kveðj urnar. Þú ert ófyrirleitnasti i og ábyrgðarlausasti þorpari | þessa byggðarlags. Þú kem- j ur undir yfirskini vináttu og | greiðvikni, en ert þvert á móti að fremja eitt mesta ó- þokkabragð íslenzkri þjóðar- sál, sem hægt er að fremja. Hættu þeim illa leik áður en verra vill til. Vestmannaeyingar, við höf um staðið same.n sem einn maður, þegar mest hefur á reynt. Nú reynir verulega á samstöðu og bróðurhug, að heimili og einstaklingar taki saman höndum og standi vörð um heill og hamingju þessa byggðarlags. Rekum þennan vágest af höndum okkar með samtakamætti og ábyrgðartilfinningu, minnug orða Heilagrar Ritningar: Réttlætið upphefur lýðinn, en syndin er þjóðanna skömm. Vestmannaeyjum, 10. 2. 1971 Jóhann S. Hlíðai. gert var. _ En á sama tíma er 33 milijónum snarað fram til einna saman vínkaupa. — Það hefði einhvers staðar heyrzt hljóð úr horni, ef þess ari upphæð hefði verið bætt við gjöld hins opinbera. Út- svör í fyrra voru 57 millj- ónir. Það þótti há tala, en á sama tíma snara menn 33 milljónum fram án þess að blikna. En 1969 greiddu menn 23 milljónir fyrir vín þ. e. a. s. 56 milijónir á tveim árum fyrir hinn görótta óheilla- drykk — vínið. Til nýframkvæmda eru á- ætlaðar 85,5 milljónir. Hið stórmerka mál, vatnsveitan, þarf um 86 milljónir, til þess að komast í örugga höfn. Þar af leggur bærinn fram um 7,5 milljónir króna. Ríkið sömu upphæð. Erlent lán nem I Vegna slysahættu af völdum fuglagers í námunda flugvallarins er hér með harðlega bannað að bera fiskúrgang í garða í grennd flugvallarins, svo og að geyma loðnu á þessu svæði. Þeir, sem þegar hafa borið fisk- i úrgang í garða sína nálægt flug- vellinum eru beðnir að hylja hann með jarðvegi eins fljótt og frekast verður við komið. Vestmannaeyjum, 16. febr. 771# Bæjarstjóri. oooooooooooooooooooooooooooooo Tilkynníng um fyrirfram- greiðslu úfsvars í Vesfmannaeyjum árið 1971. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að innheimta skuli fyrri hluta ársins 1971 hjá sérvherjum útsvarsgjaldanda í Vestmanna- eyjum upp í útsvar ársins 1971, fjárhæð, sem nemur 60% álagðs útsvars ársins 1970. Gjalddagar fyrirframgreiðslu skuluvera 1. feb., 1. marz, 1. apr- íl, 1. maí og 1. júní 1971. Ulsvarsinnheimfan Kirkjuvegi 23. Jrá $iál$st(zðisfclögunum Um miðjan þennan mán- uð komu til Eyja þeir Sverr- ir Hermarmsson, erndreki miðstjórnar flokksins og Pét- ur Sigurðsson alþingismað- ur. Héldu þeir fundi með sjálfstæðismönnum og nokkr um félagasamtökum hér í bæ. Á fundi í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna skýrði Sverrir frá undirbúningi landsfundar, sem hefst 22. apríl n. k., en Pétur flutti ræðu um landhelgismálið og rakti ítarlega stefnu Sjálf- stæðisflokksins í þeim mál- um. í ræðu Péturs kom m. a- fram, að Sjálfstæðisflokkur- inn legði höfuðáherzlu á eft irtalin atriði: 1. Áð aíla viðurkenningar á rétti íslands til landgrunns ins alls. 2. Að friðlýsa svæði innan 12 mílna fiskveiðilandhelg innar og' tryggja frumburðar og forgangsrétt okkar íslend inga eftir því, sem vísinda- legrir rannsóknir segja til um og lífshagsmunir þjóðarinnar krefjast. 3. Að gera ráðstafanir til þess, aö íslendingar geti ör- ugglega tryggt, að hafsvæðin kringum ísland verði ekki menguð. 4. Að lokið verði nákvæm- um mælingum landgrunnsins og Lrndhelgisgæzlan efld til þess að liafa með höndum eftirlit á öllu landgrunns- svæðinu. 5. Að kappkcsta rannsókn- ir á Iandgrunninu, hafsvæð- inu yfir því og hafsbotni, _ með aðstoð erlendra aðila, ef þörf krefur af vísindalegum, tæknilegum og fjárhagsleg- um ástæðum. Eyverjar FUS gegnust fyr- ir námskeiði um síðustu helgi í ræðumennsku og fundar- sköpum. Þátttakendur voru milli 20 og 30. Leiðbeinandi var Friðrik Zophusson, stud. jur. frá Reykjavík. Námskeið ið fór fram í hinum vistlegu húsakynnum Kiwanis-klúbbs- ins og þótti takast mjög vel- Á sunnudagskvöldið kom Friðrik á fund í fulltrúaráði Eyverje og flutti skemmti- lega og fróðlega ræðu um Sjálfstæðisstefnuna. >ooooooooooooo< Tll sölu. barnavagn að Vest- mannabraut 8, sími 2312. OOOOOOOOOOOOOOs

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.