Fylkir


Fylkir - 26.02.1971, Blaðsíða 6

Fylkir - 26.02.1971, Blaðsíða 6
6 FYLKIR Stærstu málin Framh. af bls. 1. margs konar efnahagsaðgerð ir, sem ríkisstiórnin hefur komið á, haft heillp.vænleg á- hrif. Þess ber og að geta að allur almenningur tók ástand ið alvarlega og stillti kröf- um sínum í hóf á meðan verst lét og studdi það mjög að því, að það jafnvægi náð ist svo t'ljótt í efnahagsmál- um sem raun bar vitni. En á haustnóttum síðustu voru blikur á lofti. Við launa samningana á s. 1. vori kvað nú við annen tón og niður- stöður þeirra urðu þess vald- andi að atvinnuvegirnir ótt- uðust um rekstursafkomu sínu við ört hækkandi til- kostnað, sem samningsgerð- in leiddi af sér fyrst og fremst. Enn á ný varð að Fasteigna- markaðurinn er nú tekin að lifna eftir ára- mótin. Nú hefi ég til sölu m. a.: Nýleg íbúð á neðri hæð í steinhúsi við Fjólugötu, 3 herbergi, eldhús og bað. Teppalagt, tvöfalt gler, harð- viðarhurðir, sérkynding. Húseignin Ásbyrgi. Stórt stein hús, kjallari hæð og ris, á góðum stað í bænum. Húseignin Kirkjuhvoll. Stórt timburhús, járnklætt. Á verð mætum stað í bænum. Húseignin Ingólfshvoll. Landa gata 3 A, þægilegt rúmgott einbýlishús í fyllsta standi. Ódýrt í rekstri. Ilishæðin Landagötu 25, Ilofi, um 30% af öllu húsinu. Sölu- verð aðeins kr. 400.000,00. Ýmisle-gt fleira ef að er gætt í skrifstofu minni, t. d. húslóðarréttindi. Einbýlishús við Brekastíg í ágætu standi. íbúð í iteinhúsi við Há- steinsveg. Fjögur herbergi, cldhús og bað, allt í bezta standi. Nýleg og teppalögð íbúð í steinhúsi við Brekastíg, efri liæö'. JÓN HJALTASON Hæstarétarlögmaður skrifstofa: DRÍFANDA við 'árugötu. Viðtalstími: kl. 4,30 — 6 virlca daga nema Iaug- ardaga kl. 11-12 f. h taka í taumana með laga- setningu skömmu eftir að Alþingi kom saman til funda, til þess að taka fyrir frek- | ari þenslu, meðan leitað er úrræða til þess að styrkja I stöðuna á ný. i Fyrir Alþingi liggja nú írumvörp, sem munu verða | hér að liði, t. d. skattalaga- fri mvarpið. Það mun án efa I verða til þess að styrkja | stöðu atvinnuveganna í land- inu, þegar það kemur til íramkvæmda. Fleiri atriði eru í athugun og mótun, sem væntanlega koma fram á næstu vikum og mánuðum. En eins og áðVr mun það verða áhrifamest, ef takast mætti að ná einhverskonar samkomulagi við launþega- samtökin um hagsbætur í á- föngum, svo að stórvægileg- ar hækkanir valdi ekki trufl unum og raski þvi jafnvægi, sem nauðsynlega þarf að ríkja í viðskiptaumhverfi okkar. Engu skal um það | spáð, hvort samvinna á breið um grundvelli kemst á, en að því ber að keppa. Við megum ekki keyra í strand þann framgarahug, sem nú er fyrir hendi. Almenningur hef ur sjáanlega allgóð fjárráð nú, eins og áður var vikið að, og því er mikilvægt að fólk ráðstafi fjármunum sín um svo að það orsaki ekki þenslu og spennu í efnahags lífinu, styrki það og styðji, en veikli það ekki- Ef haldið verður fram með gát, þá mun þjóðinni vel farnast, því að stefna stjórn- valda á undangengnum ára- tug hefur öll beinst mark visst að því að styrkja og stælí- þær undirstöður, sem velferð okkar og hagsæld hvílir á. Steinþór Gestsson. Hlutavelta. Slysavarnadeildin Eykynd- ill lieldur lilutaveltu i Al- þýðuliúsinu fimmtudaginn 4. marz 1971, kl. 5 e- h. — Komið og styrkið gott mál efni. Margt góðra muna. Nefndin. Til leigu Stórt og gott herbergi til leigu. Prentsmiðjan vísu.v á. Auglýsing um somheppni vegna 1100 óru ajmslis íslandsbyggðar. HÁTÍÐARLJÓÐ Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um liálíðarijóð eða ljóðaflokk til söngs og flutnings við liátíðahöld á 1100 ára aímæli íslandsbyggðar. Skila þarf handritum til Þjóðhátíðarnefnd- ar 1974, Skrifstofu Alþingis, fyrir 1. marz 1973. Ganga skal frá handriti í lokuðu umslagi merkt kjörorði, cn nafn og heimilisfang fylgi í lok- uðu ógagnsæju umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta ljóðið að mati dómnefndar að upphæð 150 ÞÚSUND KRÓNUR Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknjn höfundar, en Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér u.mráðarétt yfir verðlaunuðu efni gegn greiðslu. Telji dómnel'nd ekkert þeirra verka, sem bei'asl vérðlaunahæft fellur verðlaunaveiting niður. Dómnefnd skipa: Andrés Björnsson útvarpsstjóri, dr. Einar Ólafur Sveinsson prófessor, Kristján Karlsson bókmenntafræðingur, dr. St ingr’mur J. Þorsteinsson prófessor og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. IILJÓMSVEITARVERK Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni um tónverk til flutnings við hátíðahöld á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. — Tónverkið skal vera hljómsveitarverk og taki flutningur þess eigi skemur enn hálfa klukkustund. Skila þarf handriti til Þjóðhátíðarnefndar 1974, Skrifstofu Alþingis, fyrir 1. marz 1973, í lokuðu umslagi merktu kjörorði, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi, merktu sama kjörorði og handrit. Ein verðlaun verða veitt fyrir bezta tónverkið að mati dómnefndar að upphæð 200 ÞÚSUND KRÓNUR Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar, en Þjóðhátíðarnefnd áskilur sér umráðarétt yfir verðlaunuðu efni gegn greiðs u. — Telji dómnefnd ekkert þeirra verka sem berast verðlaunahæft fellur verðlaunaveiting niður. — Dómnefnd skipa: dr. Páll ísólfsson, Árni Kristjánsson píanóleikari, Björn Ólafsson konsertmeistari, dr. Róbert A. Ottósson og Vladimir Askenazy. Þegar úrslit hafa verið kunngerð geta keppmdur látið vitja verka sinna hjá Þjóðhátíðar- nefnd. Verða þá jafnframt afhent óopnuð umslög með nafni og heimilisfangi, eins og kjör- orð á handriti segir til um. ÞJÓÐHÁTÍDARMERKI OG VEGGSKILDIIt Þjóðhátíðarnefnd 1974 efnir til samkeppni ; m A) merki fyrir þjóðhátíð 1974 á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Merkið skal vera til al- mennra nota á prentgögnum, í auglýsingum, sem barmmerki, á bókarkili o. s. frv. B) Þrjár myndaskreytingar (teikningar) til nota á veggskyldi, sem framleiddir verða sem minjagripir og e. t. v. fleiri nota. Keppendur skulu gera grein fyrir merkinu og teikningum í línu og litum, einnig stuttorða lýsingu á efnisvali. Keppnin er haldin samkvæmt keppnisreglum Félags íslenzkra teiknara. Tillögum að merkinu í einum lit skal skila í stærð 10 — 15 cm í þvermál á pappírsstærð DIN A 4 (21x29,7 cm), einnig skal skila tillögum að veggskjöldum í stærðinni 10 _ 15 cm í þvermál á pappírsstærð DIN A 4. Þátttaka er heimil öllum íslenzkum ríkisborg.irum. Tillögurnar skal einkenna með sérstöku kjörorði, og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með í lokuðu, ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögur. — Tillögum skal skila í póst eða til skrifstofu Alþingis fyrir kl. 17 mánulaginn 1. nóvember 1971. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánaðar frá skiladegi, og verður efnt til sýn- inga á tillögum og þær síðan endursendar. Veitt verða ein verðlaun: A) fyrir merkið 75 þúsund krónur. B) fyrir myndskreytingar 60 þúsund krónur- Verðlaunaupphæðinni verður allri úthlutað, en er ekki hluti aí þóknun höfundar. Þjóðhá- tíðarnefnd hefur einkarétt á notkun þeirrar tillögu, sem hún kýs sér og áskilur sér rétt til að kaupa hvaða tillögu, sem er samkvæmt verðskrá F. í. T. Dómnefndin er þannig skipuð: Birgir Finnsson forseti sameinaðs Alþingis, Haraldur Hannesson hagfræðingur, Helga B. Sveinbjörnsdóttir teiknari, Hörður Ágústsson skólastjóri, Steinþór Sigurðsson listmálari. Trúnaðarmaður nefndarinnar er Indriði G. Þorsteinsson, ritari Þjóðhátíðarnefndar 1974, en heimilisfang hennar er Skrifstofa Alþingis. — Vakin er athygli á því, að frjálst er að keppa um hvort atriði fyrir sig. i ÞJÓÐHATÍÐARNEFND 1974

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.