Fylkir


Fylkir - 26.03.1971, Blaðsíða 6

Fylkir - 26.03.1971, Blaðsíða 6
6 FYLKIR Sjálfstæðiskvennafélagið Eygló býður eldra fólki hér í bæ í öku- ferð n. k. sunnudag, 27. marz. Byrjað verður á kaffiveitingum að Hótel Hamri kl. 3 e. h. Síðan verður ekið um Heimaey og að endingu verður fiskasafn eyj- anna skoðað. Það eldra fólk, sem áhuga hefur að þiggja þetta boð. er beðið að hringja í síma 1927 og 1259, eftir hádegi á laugardag. NEFNDIN. Landakirkja: Guðsþjónusta n. k. sunnu- dag kl. 2 e. h. Barnaguðs- þjónusta kl. 11 f. h. Föstumessa kl. 8.30 fimmtu dag. Aðventkirkjan: Almennar samkomur á föstudagskvöldum kl. 8.30 og sunnudögum kl. 5 e. h. Betel: Samkomur á sunnudögum kl. 4.30 e. h. 1 Samgöngur: Flogið hefur verið flesta daga, og einnig er mikil bót að því, að Herjólfur skuli fara 3 ferðir í viku, enda eru miklir vöruflutningar nú. Bílaflutningar eru miklir mið að við árstíma, t. d. komu 5 bifreiðir í gær. Leikhúsferð: Um s. 1. helgi fór nemenda hópur ásamt skólastjóra og kennurum Gagnfræðaskólans í leikhúsferð. Tókst ferðin hið bezta, en Herjólfur flutti hópinn til og frá Þorlákshöfn. Áhöfn Herjólfs hafði orð á góðri framkomu og prúð- mennsku ferðalanganna, sem urðu skóla sínum til sóma. Bátar, sem aflað höfðu 200 og þar yfir. bátur: lestir Andvari 512 Sæbjörg 358 Hamraberg 319 Kristbjörg 314 Engey 308 Blátindur 277 Ver 267 Þórunn Sveinsd. 255 Eliiðaey 237 Kópur 234 Hellisey 230 Leó 210 Frár 209 Lundi 205 Ófeigur III. 201 Sæunn 200 Nýkomið; Tomato purre. Verð aðeins 7 kr. Sími 2444 oooooooooooooooooooooooooooooo Nýtt efnaúrval STIMPLAR STIMPLAVÖRUR Fljót og góð afgreiðsla. H. Sigurmundss. hf Umboðs- & Ileildverzlun Símar: 2344 & 2345 í kjóla - kópur - buxur og m. fl. STUTT-BUXNASETTIN, sem mesta athygli vöktu á vorkaupstefnunni eru komin. FERMINGARFÖT, ný snið og efni. DRÍFANDI. úsnæðlsmálastofnun auglýsir: Þeim einstaklingum sem hyggjast nú sækja um lán frá Húsnæðismálastofnuninni til kaupa á eldri íbúð- um, er hér með bent á, að slíkar umsóknir þurfa að berast stofnuninni með öllum tilskildum gögnum fyr- ir 1. apríl n. k. — Síðari eindagi á þessu ári vegna sömu lána er 1. október n. k. Heimild til lána þessara er bundin við íbúðir, sem keyptar eru eftir 12. maí 1970, og skal umsókn ber- ast eigi síðar en 12 mánuðum eftir að kaupum hefur S jómannastofan: Sjómannastofan í húsi KF UM&K er opin alla daga. Brrnastúkan Eyjarós: Barnastúkan Eyjarós held- ur fund í félagsheimilinu við Iieiðaveg n .k. laugardag kl. 5 e. h. Slysavarnadeildin Eykyndill: Eykyndill þakkar öllum bæj- arbúum veittan stuðning við hlutaveltuna. Stjórnin. Álieit á Laindakirkju: Send sr. Þ.L.J., M.Q. kr. 203,00 — Tvær konur kr. 1000 M.Q. kr. 1003,00 Kona viðstödd barnamessu kr. 500,00 Veðráttan: Tíðarfar hefur verið risjótt undanfarið, þótt hlýtt sé. S. 1, sunnudag brast á austan stórviðri og snjóbylur, svo að vart sást á milli húsa. Bátaflotinn átti í erfiðleikum en allir náðu heilir heim. Völvan vinsæl: Undanfarna daga hefur „spákona“ verið hér á ferð. Ungir Eyjabúar hafa notfært sér tækifærið og eiga nú margir léttara með ýmsar öulráðar gátur, sem völvan hefur rakið úr. Samningar bæjarstarfsmanna: S. 1. laugardag voru samn- ingar starfsmannafélagsins og bæjarsjóðs samþykktir. Skv. þeim eru launaflokkar 19 talsins, — lægstu laun kr. 17.780, — en hæstu laun kr. 45.880,— Ekki er ennþá kurm ugt um laun bæjarstjóra. Eyverjar FUS: Eyverjar FUS gengust fyrir almennum fundi um æsku- lýðsmál í Samkomuhúsinu í s. 1 viku. Urðu fjörugar um- ræður á fundinum og hugur í mönnum að gera sitt bezta til þess að auka æskulýðs- starfið í bænum. Aflaskýrslan: Skýrslan er miðuð við mið- vikudagskvöld 24. marz s .1. Bifreiðin V-487, Taunus 17 verið þinglýst. Umsóknareyðublöð eru afhent í stofnuninni og á skrifstofum bæjar- og sveitarfélaga. m, árgerð 1964 er til sölu J Upplýsingar í síma 1314. j I I HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN Laugavegi 77# Sími 22453. RÍKISINS Kótir voru karlar !

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.