Fylkir


Fylkir - 02.04.1971, Blaðsíða 1

Fylkir - 02.04.1971, Blaðsíða 1
23. árg. Vestmannaeyjum, 2. apríl 1971 8. tbl. Sflmðingur vii Eyjor hafa stór- tiuhíit í semni tíi 09 miinu furu sffh' samðöngufndlardðherra Ingólfur jónsson í viótoli við bioðið Um seinustu helgi var staddrr hér í Vestmannaeyj- um Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaróðherra, og not- aði í',ylkir þá tækifærið og ræddi við hann um sam- göngumál Vestmannaeyinga: og fleira. Dvaldir þú ekki langdvölum hér í Eyjum fyrr á árum, Ingólfur? — Ekki get ég beinlínis sagt það. Að vísu réri ég hér á vertíðum sem ungur maður, en átti aldrei fasta búsetu. Eg man, að þá horfði ég stundum hugfanginn til landsins og hugsaði til vina og kunningja þar. Þannig mun það vera um Vest- mannaeyinga yfirleitt, að þeir horfa yfir sundið til landsins og vilja gjarnan hcimsækja frændur og vini, búsetta í sveitum og kaup- túnum Suðurlands. Sama máli mun gegno um þá, sem l.eima eiga í sýslunum þrem- ur og sjá út til Eyjanna. Hugur þeirra mun oft reika út, til eyjanna, sem rísa í tign og fegurð úr sjó. Skyld menni og vinir búa þar, ætt aðir úr Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslum. Sundið milli lands og Eyja virðist í íljótu bragði ekki vera breitt, en það er eigi að síður mikil hindrun í sam- skiptum þess fólks, sem vill vinna saman og á sér sameig inleg áhugamál. Samgöngur milli lands og Eyja hafa löngum verið erfiðar. Marg- ar sögur eru til frá fyrri tím um um svaðilfarir og dugn-j að þeirra manna, sem háði; lífsbaráttuna við erfið skil- yrði. En tímarnir eru breytij ir og samgöngur fara batn- andi. íbúar Vestmannaeyja búa ekki lengur við þá ein- angrun, sem áður var. — Hvað er að segja um bættar flugsamgöngur? — Þegar flug hófst til Eyja myndaðist einskonar brú, er tengdi eyjarnar við landið. En flugvöllurinn var lengi ó- fullkominn, aðeins ein flug- braut, og stundum var ekki unnt að fljúga marga daga samfleytt vegna slæmra veð- urskilyrða. Og þó að veður farsóstæður muni lengi tefja fyrir flugi til Eyja, þá má segja, að með tilkomu þver brautarinnar hafi flugdögum fjölgað verulega frá því, sem áður var. Nú er unnið að lengingu þvcrbrautarinnar og ýmis- konar öðrum framkvæmdum r ra rniða að bættum aðflugs skilyrðum á annan hátt. Stand.i vonir til að fiugdög- j um geti cnn fjölgað ver'.’lega þegar þeim framkvæmdum er lokið, sem nú er rnnið að. Samkvæmt samningum við verktaka mun það eiga að verða í júní eða júlí n. k. Flugvallargerð í Vest- mannacyjum hefur verið mjög erfið og dýr, miðað við það sem annarsstaðar gerist. í seinni tíð hafa fjárveiting- ar verið auknar til að bæta flugvöllinn sem mest- Sem betur fer er því erfiðasta að verða lokið í flugvallargerð inni. Það er fagnaðarefni, að sú brú, sem gerð var af van efnum í byrjun flugsins milli lands og Eyja, verður nú traustari og notadrýgri en áðvr. Sá áfangi, sem lok ið verður við í sumar, mun kosta rúmlega 13,5 millj. kr. — Ilvað’ um nýja flug stöðvarbyggingu? Eins og áður hefur kom- ið fram, er einn þáttur þeirra framkvæmda, sem nú er að FELAGSVISTIM Eitf- spilakvöld af 5-kvölda keppninni er eftir. Nónar auglýst síðar. Sjólfstæðisfélögin. unnið, gerð svæðis undir nýja flugstöðvarbyggingu og afgreiðsiuplan flugvéla. Flug málastjórnin hefur látið gera uppdrætti af byggingu og til lögu að umhverfisskipulagi og hefur sumt af þeim verið birt í blöðum. Það var fullkomlega eðli- legt að flugvellirnir á Akur eyri, Egilsstöðum og ísafirði gengju fyrir með viðunandi húsakost fyrir flugfarþega, J vegna þeirra víðlendu hér- l aða, sem þeim völlum er ætlað að þjóna. T. d. er Eg- ilsstaðaflugvöllur miðstöð flugsamgangna við Austur- land. Þangað koma flugfar- þegar víðsvegar að úr fjörð unum og sveitum, og þurfa oft að bíða á flugvellinum langtímum saman eftir ferð- um. Þá er oftast ekki í önn- ur hús að venda, en það sem flugvöllurinn hefur sjálfur upp á að bjóða. Svipaða sögu er að segja frá Akureyri og ísafirði. En nú tel ég að röðin sé komin að Vestmannaeyja- flugvelli og verður hafizt handa við framkvæmdir svo fljótt sem kostur er á. — Sumir hér um slóðir hafa látið í ljós ótta við að allt tal um nýja flugstöð og afgreiðsluplan sé ekkert ann að en kosningabrella, og ekki verði svo neitt úr neinu að kosningum loknum. Hvað segir þú um það? — Eg vona, að Vestmanna eyingar eða aðrir hafi ekki reynt af mér þess háttar vinnuaðferðir, hvorki í kosn ingabaráttu né á öðrum vett vangi. Þess er að vænta, að Vestmannaeyingar láti reynsl una skera úr um álit sitt í j þessu efni. — Hvað er að segja um ! samgöngur á sjó? Ráðgert er að ný áætlun um ferðir Herjólfs taki gildi 1. maí n. k. Nefnd heima- manna, sem samgönguráðu- neytið skipaði s. 1. vetur, hef ur gert tillögur um ferðir skipsins í sumar. Ferðir milli Þorlákshafnar og Vestmanna eyja munu verða tíðar; jafn- vel flesta daga vikunnar. \ estmannaeyingar munu fagna þeirri breytingu til batnaðar og sjá, að í rétta átt stefnir í samgöngumálum byggðarlagsins. Flutningsgjöld bifreiða voru lækkuð um nærri helm ing í fyrra. Vonandi geta Eyjamenn í ríkari mæli en verið hefur farið með bifreið ar sínar til landsins og not- ið þess að ferðast um blóm- legar byggðir, sér til ánægju og fróðleiks. — Hvað verður svo um fiskiðnaðarskóla i V estmannaey jum? Fyrir forgöngu Guðlaugs Gíslasonar verður á yfirstand andi Alþingi lögfest heimild um að koma upp fiskiðnaðar Frh. á síðu 2. „Ilugur þeirra mun oft reika út, til eyjanna, sem rísa í tign og fegurð úr sjó“.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.